Virtur læknir sakaður um að hafa útilokað sjúklinga frá líffæragjöf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2024 08:53 Ekkert hefur komið fram um það hvað lækninum gekk til. AP/Houston Chronicle/Kirk Sides Virtur skurðlæknir í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa breytt umsóknum sumra sjúklinga sinna um líffæragjöf til að útiloka þá frá því að fá nokkurn tímann líffæri. Dr. J. Steve Bynon Jr. starfaði sem yfirmaður skurðdeildar Memorial Hermann-Texas Medical Center í Houston þar sem nýrna- og lifrarígræðslur voru framkvæmdar. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín en rannsókn hefur nú verið hrundið af stað eftir undarlega mörg dauðsföll við stofnunina. Yfirmenn hennar tilkynntu í síðustu viku að engar nýrna- eða lifrarígræðslur yrðu framkvæmdar á meðan rannsókn málsins stendur yfir en læknir við stofnunina hefði játað að hafa breytt sjúkraskrám sjúklinga á þann veg að ómögulegt væri að þeir fengju nokkurn tímann gjafalíffæri. New York Times segir Bynon umræddan lækni. Þegar sótt er um líffæri fyrir sjúklinga þarf meðal annars að skrá hvers konar gjafar koma til greina, til að mynda með tillit til aldurs og þyngdar. Við athugun kom í ljós að skilyrðin höfðu í sumum tilvikum verið þannig að ómögulegt yrði að finna ásættanlegan gjafa. Aðrir skurðlæknar sem sérhæfa sig í líffæraígræðslum segja enga leið fyrir umrædda sjúklinga að hafa vitað að umsóknum þeirra og gögnum hafi verið breytt. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvað Bynon kann að hafa gengið til né liggur fyrir eins og stendur hvaða áhrif inngrip hans hafa haft. Það liggur hins vegar fyrir að óvenju hátt hlutfall sjúklinga á Memorial Hermann hefur látist á meðan þeir hafa beðið eftir líffærum. Á deild Bynon voru 29 lifrarígræðslur framkvæmdar árið 2023 en sama ár voru fjórtán teknir af biðlistum stofnunarinnar vegna þess að þeir voru annað hvort látnir eða orðnir of veikir til að fá líffæri. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Dr. J. Steve Bynon Jr. starfaði sem yfirmaður skurðdeildar Memorial Hermann-Texas Medical Center í Houston þar sem nýrna- og lifrarígræðslur voru framkvæmdar. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín en rannsókn hefur nú verið hrundið af stað eftir undarlega mörg dauðsföll við stofnunina. Yfirmenn hennar tilkynntu í síðustu viku að engar nýrna- eða lifrarígræðslur yrðu framkvæmdar á meðan rannsókn málsins stendur yfir en læknir við stofnunina hefði játað að hafa breytt sjúkraskrám sjúklinga á þann veg að ómögulegt væri að þeir fengju nokkurn tímann gjafalíffæri. New York Times segir Bynon umræddan lækni. Þegar sótt er um líffæri fyrir sjúklinga þarf meðal annars að skrá hvers konar gjafar koma til greina, til að mynda með tillit til aldurs og þyngdar. Við athugun kom í ljós að skilyrðin höfðu í sumum tilvikum verið þannig að ómögulegt yrði að finna ásættanlegan gjafa. Aðrir skurðlæknar sem sérhæfa sig í líffæraígræðslum segja enga leið fyrir umrædda sjúklinga að hafa vitað að umsóknum þeirra og gögnum hafi verið breytt. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvað Bynon kann að hafa gengið til né liggur fyrir eins og stendur hvaða áhrif inngrip hans hafa haft. Það liggur hins vegar fyrir að óvenju hátt hlutfall sjúklinga á Memorial Hermann hefur látist á meðan þeir hafa beðið eftir líffærum. Á deild Bynon voru 29 lifrarígræðslur framkvæmdar árið 2023 en sama ár voru fjórtán teknir af biðlistum stofnunarinnar vegna þess að þeir voru annað hvort látnir eða orðnir of veikir til að fá líffæri. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira