Vésteinn harmar aðferðir við nýja heimsmetið: „Skjóta sig í fótinn“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2024 14:30 Mykolas Alekna er nýr heimsmethafi en Vésteinn Hafsteinsson vill að heimsmet falli á stórmótum frekar en úti á engi. Samsett/Getty/Arnar Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, er ekki hrifinn af því með hvaða hætti Litháinn Mykolas Alekna bætti heimsmetið í kringlukasti um helgina – metið sem hafði staðið lengst í frjálsum íþróttum karla. Alekna kastaði 74,35 metra á kastmóti sem fram fór í Oklahoma í Bandaríkjunum. Segja má að mótið hafi farið fram við ansi látlausar eða frumstæðar aðstæður, á opnu engi nánast án áhorfenda, og án þess að minna nokkuð á glæsilegt frjálsíþróttamót eða stórmót. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Vésteinn er ekki hrifinn af því að met falli við þessar aðstæður. „Bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök“ „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ segir Vésteinn. Enginn muni kasta svona langt á ÓL Hann hefur þjálfað fremstu kringlukastara heims í gegnum tíðina, til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur á síðsutu Ólympíuleikum. „Ég hef aldrei kunnað við þetta [að mót séu haldin við kjöraðstæður til þess eins að ná sem lengstu kasti] og þegar ég þjálfaði Daniel og Simon leituðum við aldrei að svona mótum. Þess vegna finnst mér sigurkast Daniel Ståhl á HM í Búdapest stærra afrek en þetta nýja heimsmet. Ekki bara af því að það var Daniel, heldur líka vegna þess hvernig hann gerði þetta. Hann náði besta kasti sem náðst hefur á alþjóðlegu stórmóti í sínu síðasta kasti,“ sagði Vésteinn sem vill að reglum verði breytt svo að mót eins og það sem fram fór í Oklahoma hafi ekki sama gildi í afrekaskrám. „Ég vil ekki hljóma neikvæður og þetta er ekki nein gagnrýni á Alekna. Hann er stærsti kringlukastari sem ég hef séð og var fimm metrum betri en allir aðrir á mótinu. En það mun enginn kasta yfir 74 metra á Ólympíuleikunum í París í sumar. Og fyrir mér þá kom þetta heimsmet ekkert á óvart í ljósi aðstæðna. Ég vissi það um leið og Perrez kastaði 73,09 í kvennakeppninni daginn áður,“ sagði Vésteinn en hin kúbverska Yaime Perez náði lengsta kasti kvenna frá árinu 1989 á sama stað. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Alekna kastaði 74,35 metra á kastmóti sem fram fór í Oklahoma í Bandaríkjunum. Segja má að mótið hafi farið fram við ansi látlausar eða frumstæðar aðstæður, á opnu engi nánast án áhorfenda, og án þess að minna nokkuð á glæsilegt frjálsíþróttamót eða stórmót. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Vésteinn er ekki hrifinn af því að met falli við þessar aðstæður. „Bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök“ „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ segir Vésteinn. Enginn muni kasta svona langt á ÓL Hann hefur þjálfað fremstu kringlukastara heims í gegnum tíðina, til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur á síðsutu Ólympíuleikum. „Ég hef aldrei kunnað við þetta [að mót séu haldin við kjöraðstæður til þess eins að ná sem lengstu kasti] og þegar ég þjálfaði Daniel og Simon leituðum við aldrei að svona mótum. Þess vegna finnst mér sigurkast Daniel Ståhl á HM í Búdapest stærra afrek en þetta nýja heimsmet. Ekki bara af því að það var Daniel, heldur líka vegna þess hvernig hann gerði þetta. Hann náði besta kasti sem náðst hefur á alþjóðlegu stórmóti í sínu síðasta kasti,“ sagði Vésteinn sem vill að reglum verði breytt svo að mót eins og það sem fram fór í Oklahoma hafi ekki sama gildi í afrekaskrám. „Ég vil ekki hljóma neikvæður og þetta er ekki nein gagnrýni á Alekna. Hann er stærsti kringlukastari sem ég hef séð og var fimm metrum betri en allir aðrir á mótinu. En það mun enginn kasta yfir 74 metra á Ólympíuleikunum í París í sumar. Og fyrir mér þá kom þetta heimsmet ekkert á óvart í ljósi aðstæðna. Ég vissi það um leið og Perrez kastaði 73,09 í kvennakeppninni daginn áður,“ sagði Vésteinn en hin kúbverska Yaime Perez náði lengsta kasti kvenna frá árinu 1989 á sama stað.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira