Vésteinn harmar aðferðir við nýja heimsmetið: „Skjóta sig í fótinn“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2024 14:30 Mykolas Alekna er nýr heimsmethafi en Vésteinn Hafsteinsson vill að heimsmet falli á stórmótum frekar en úti á engi. Samsett/Getty/Arnar Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, er ekki hrifinn af því með hvaða hætti Litháinn Mykolas Alekna bætti heimsmetið í kringlukasti um helgina – metið sem hafði staðið lengst í frjálsum íþróttum karla. Alekna kastaði 74,35 metra á kastmóti sem fram fór í Oklahoma í Bandaríkjunum. Segja má að mótið hafi farið fram við ansi látlausar eða frumstæðar aðstæður, á opnu engi nánast án áhorfenda, og án þess að minna nokkuð á glæsilegt frjálsíþróttamót eða stórmót. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Vésteinn er ekki hrifinn af því að met falli við þessar aðstæður. „Bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök“ „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ segir Vésteinn. Enginn muni kasta svona langt á ÓL Hann hefur þjálfað fremstu kringlukastara heims í gegnum tíðina, til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur á síðsutu Ólympíuleikum. „Ég hef aldrei kunnað við þetta [að mót séu haldin við kjöraðstæður til þess eins að ná sem lengstu kasti] og þegar ég þjálfaði Daniel og Simon leituðum við aldrei að svona mótum. Þess vegna finnst mér sigurkast Daniel Ståhl á HM í Búdapest stærra afrek en þetta nýja heimsmet. Ekki bara af því að það var Daniel, heldur líka vegna þess hvernig hann gerði þetta. Hann náði besta kasti sem náðst hefur á alþjóðlegu stórmóti í sínu síðasta kasti,“ sagði Vésteinn sem vill að reglum verði breytt svo að mót eins og það sem fram fór í Oklahoma hafi ekki sama gildi í afrekaskrám. „Ég vil ekki hljóma neikvæður og þetta er ekki nein gagnrýni á Alekna. Hann er stærsti kringlukastari sem ég hef séð og var fimm metrum betri en allir aðrir á mótinu. En það mun enginn kasta yfir 74 metra á Ólympíuleikunum í París í sumar. Og fyrir mér þá kom þetta heimsmet ekkert á óvart í ljósi aðstæðna. Ég vissi það um leið og Perrez kastaði 73,09 í kvennakeppninni daginn áður,“ sagði Vésteinn en hin kúbverska Yaime Perez náði lengsta kasti kvenna frá árinu 1989 á sama stað. Frjálsar íþróttir Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Alekna kastaði 74,35 metra á kastmóti sem fram fór í Oklahoma í Bandaríkjunum. Segja má að mótið hafi farið fram við ansi látlausar eða frumstæðar aðstæður, á opnu engi nánast án áhorfenda, og án þess að minna nokkuð á glæsilegt frjálsíþróttamót eða stórmót. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Vésteinn er ekki hrifinn af því að met falli við þessar aðstæður. „Bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök“ „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ segir Vésteinn. Enginn muni kasta svona langt á ÓL Hann hefur þjálfað fremstu kringlukastara heims í gegnum tíðina, til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur á síðsutu Ólympíuleikum. „Ég hef aldrei kunnað við þetta [að mót séu haldin við kjöraðstæður til þess eins að ná sem lengstu kasti] og þegar ég þjálfaði Daniel og Simon leituðum við aldrei að svona mótum. Þess vegna finnst mér sigurkast Daniel Ståhl á HM í Búdapest stærra afrek en þetta nýja heimsmet. Ekki bara af því að það var Daniel, heldur líka vegna þess hvernig hann gerði þetta. Hann náði besta kasti sem náðst hefur á alþjóðlegu stórmóti í sínu síðasta kasti,“ sagði Vésteinn sem vill að reglum verði breytt svo að mót eins og það sem fram fór í Oklahoma hafi ekki sama gildi í afrekaskrám. „Ég vil ekki hljóma neikvæður og þetta er ekki nein gagnrýni á Alekna. Hann er stærsti kringlukastari sem ég hef séð og var fimm metrum betri en allir aðrir á mótinu. En það mun enginn kasta yfir 74 metra á Ólympíuleikunum í París í sumar. Og fyrir mér þá kom þetta heimsmet ekkert á óvart í ljósi aðstæðna. Ég vissi það um leið og Perrez kastaði 73,09 í kvennakeppninni daginn áður,“ sagði Vésteinn en hin kúbverska Yaime Perez náði lengsta kasti kvenna frá árinu 1989 á sama stað.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti