Okkar kona í skrítinni stöðu vegna Ólympíuleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 08:41 Eygló́ Fanndal Sturludóttir er búin að margbæta Norðurlandametin í baráttu sinni fyrir farseðli á Ólympíuleikanna í París. @eyglo_fanndal Ólympíudraumar Eyglóar Fanndal Sturludóttur rættust ekki alveg á dögunum en þeir lifa samt hjá læknanemanum sem er staðráðin að verða fyrsta íslenska lyftingakonan til að keppa á Ólympíuleikunum. Eygló Fanndal sló tvö Norðurlandamet og bætti persónulega metið sitt um fimm kíló á lokaúrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna. Hún þurfti engu að síður að sætta sig við það að rétt missa af farseðli á Ólympíuleikana í París. Smá von lifir enn hjá íslensku lyftingakonunni því það er ekki búið að læsa bakdyrunum á leikana. Eygló fer yfir stöðuna í pistli á samfélagsmiðlum en nú þarf hún að bíða og vona. „Ég hélt ég myndi hafa mikið að segja um þessa keppni en ég hef það í raun ekki. Það var ekkert sem klikkaði. Ég var vel undirbúin og andlega var ég á góðum dag á meðan keppninni stóð. Ég gaf allt mitt en þetta gekk bara ekki upp fyrir mig,“ skrifaði Eygló. „Þar sem ég kem til greina fyrir eitt af útbreiðslusætunum á leikana þá er ég í skrítinni stöðu þar sem ég þarf að bíða og sjá til hvernig þetta endar. „Ég ætla leyfa mér að vera áfram vongóð og jákvæð en um leið að stilla öllum væntingum mínum í hóf svo að vonbrigðin verði ekki of mikil verði ekki af þessu. Þetta úrtökuferli hefur verið mjög krefjandi en ég er um leið mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessa reynslu og þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á þessum tíma,“ skrifaði lyftingakonan. „Þegar markmiðið þitt er eins stórt og að komast á Ólympíuleikana þá verður allt annað lítið í samanburði. Að ganga í burtu með fimm kílóa bætingu á heildarkílóafjöldanum, tvö Norðurlandamet og ný Íslandsmet ættu að vera vitnisburður um frábæran dag en að ein sem ég hugsaði um var að ég var svo nálægt því að komast inn á Ólympíuleikana. „Með því að skoða hversu langt ég er komin og allar framfarir mínar á stuttum tíma í þessu sporti þá get ég ekki annað en verið stolt af sjálfri mér og spennt fyrir framtíðinni. Ég ætla að halda áfram að æfa og sjá hversu langt ég kemst. Nú tekur við bið og óvissa um hvernig þetta endar. Ef þetta þá að gerast þá gerist það,“ skrifaði Eygló að lokum. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Eygló Fanndal sló tvö Norðurlandamet og bætti persónulega metið sitt um fimm kíló á lokaúrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna. Hún þurfti engu að síður að sætta sig við það að rétt missa af farseðli á Ólympíuleikana í París. Smá von lifir enn hjá íslensku lyftingakonunni því það er ekki búið að læsa bakdyrunum á leikana. Eygló fer yfir stöðuna í pistli á samfélagsmiðlum en nú þarf hún að bíða og vona. „Ég hélt ég myndi hafa mikið að segja um þessa keppni en ég hef það í raun ekki. Það var ekkert sem klikkaði. Ég var vel undirbúin og andlega var ég á góðum dag á meðan keppninni stóð. Ég gaf allt mitt en þetta gekk bara ekki upp fyrir mig,“ skrifaði Eygló. „Þar sem ég kem til greina fyrir eitt af útbreiðslusætunum á leikana þá er ég í skrítinni stöðu þar sem ég þarf að bíða og sjá til hvernig þetta endar. „Ég ætla leyfa mér að vera áfram vongóð og jákvæð en um leið að stilla öllum væntingum mínum í hóf svo að vonbrigðin verði ekki of mikil verði ekki af þessu. Þetta úrtökuferli hefur verið mjög krefjandi en ég er um leið mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessa reynslu og þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á þessum tíma,“ skrifaði lyftingakonan. „Þegar markmiðið þitt er eins stórt og að komast á Ólympíuleikana þá verður allt annað lítið í samanburði. Að ganga í burtu með fimm kílóa bætingu á heildarkílóafjöldanum, tvö Norðurlandamet og ný Íslandsmet ættu að vera vitnisburður um frábæran dag en að ein sem ég hugsaði um var að ég var svo nálægt því að komast inn á Ólympíuleikana. „Með því að skoða hversu langt ég er komin og allar framfarir mínar á stuttum tíma í þessu sporti þá get ég ekki annað en verið stolt af sjálfri mér og spennt fyrir framtíðinni. Ég ætla að halda áfram að æfa og sjá hversu langt ég kemst. Nú tekur við bið og óvissa um hvernig þetta endar. Ef þetta þá að gerast þá gerist það,“ skrifaði Eygló að lokum. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira