Meiri pening, takk Gunnar Úlfarsson skrifar 18. apríl 2024 07:01 Ári eftir stofnun íslenska lýðveldisins ráðstöfuðu ríki og sveitarfélög einni krónu af hverri fimm í íslensku hagkerfi. Hinum fjórum krónunum varði fólk og fyrirtæki frjálsri hendi. Ef þróunin sem hefur verið í opinberum fjármálum á undanförnum áratugum heldur áfram mun hið opinbera ráðstafa öllum krónum sem varið verður í íslensku hagkerfi árið 2160. Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt. Þessi auknu umsvif stofnanakerfisins og útgjöld hins opinbera verða að lokum fjármögnuð með hærri sköttum. Afleiðingin er sú staða sem við búum við í dag: Ísland er ein skattpíndasta þjóð heimsins. Í opinberri umræðu beinist gagnrýnin gjarnan að þeim sem fara með skattlagningarvaldið en hafa þarf í huga að hærri skattar eru almennt viðbragð við auknum útgjöldum en ekki orsök þeirra. Svo unnt sé að lækka opinberar álögur á fólk í samfélaginu þarf því að vera raunveruleg samstaða um að hið opinbera dragi fyrst úr útgjöldum. Fjármálaáætlun 2025 – 2029 gerir ráð fyrir að fyrsta hallalausa ár ríkissjóðs frá árinu 2018 verði árið 2028. Árið 2029 er að óbreyttu kosningaár, þar sem er freistandi að gefa í, og því talsverð hætta á að áform um hallaleysi standist ekki. Til að tryggja að útgjaldagleðin beri ráðamenn ekki ofurliði væri tilvalið að setja nú þegar útgjaldareglu, sem setti þak á vöxt útgjalda milli ára. Með því mætti sporna gegn því að þróunin á meðfylgjandi mynd verði að veruleika. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Gunnar Úlfarsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ári eftir stofnun íslenska lýðveldisins ráðstöfuðu ríki og sveitarfélög einni krónu af hverri fimm í íslensku hagkerfi. Hinum fjórum krónunum varði fólk og fyrirtæki frjálsri hendi. Ef þróunin sem hefur verið í opinberum fjármálum á undanförnum áratugum heldur áfram mun hið opinbera ráðstafa öllum krónum sem varið verður í íslensku hagkerfi árið 2160. Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt. Þessi auknu umsvif stofnanakerfisins og útgjöld hins opinbera verða að lokum fjármögnuð með hærri sköttum. Afleiðingin er sú staða sem við búum við í dag: Ísland er ein skattpíndasta þjóð heimsins. Í opinberri umræðu beinist gagnrýnin gjarnan að þeim sem fara með skattlagningarvaldið en hafa þarf í huga að hærri skattar eru almennt viðbragð við auknum útgjöldum en ekki orsök þeirra. Svo unnt sé að lækka opinberar álögur á fólk í samfélaginu þarf því að vera raunveruleg samstaða um að hið opinbera dragi fyrst úr útgjöldum. Fjármálaáætlun 2025 – 2029 gerir ráð fyrir að fyrsta hallalausa ár ríkissjóðs frá árinu 2018 verði árið 2028. Árið 2029 er að óbreyttu kosningaár, þar sem er freistandi að gefa í, og því talsverð hætta á að áform um hallaleysi standist ekki. Til að tryggja að útgjaldagleðin beri ráðamenn ekki ofurliði væri tilvalið að setja nú þegar útgjaldareglu, sem setti þak á vöxt útgjalda milli ára. Með því mætti sporna gegn því að þróunin á meðfylgjandi mynd verði að veruleika. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar