Meiri pening, takk Gunnar Úlfarsson skrifar 18. apríl 2024 07:01 Ári eftir stofnun íslenska lýðveldisins ráðstöfuðu ríki og sveitarfélög einni krónu af hverri fimm í íslensku hagkerfi. Hinum fjórum krónunum varði fólk og fyrirtæki frjálsri hendi. Ef þróunin sem hefur verið í opinberum fjármálum á undanförnum áratugum heldur áfram mun hið opinbera ráðstafa öllum krónum sem varið verður í íslensku hagkerfi árið 2160. Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt. Þessi auknu umsvif stofnanakerfisins og útgjöld hins opinbera verða að lokum fjármögnuð með hærri sköttum. Afleiðingin er sú staða sem við búum við í dag: Ísland er ein skattpíndasta þjóð heimsins. Í opinberri umræðu beinist gagnrýnin gjarnan að þeim sem fara með skattlagningarvaldið en hafa þarf í huga að hærri skattar eru almennt viðbragð við auknum útgjöldum en ekki orsök þeirra. Svo unnt sé að lækka opinberar álögur á fólk í samfélaginu þarf því að vera raunveruleg samstaða um að hið opinbera dragi fyrst úr útgjöldum. Fjármálaáætlun 2025 – 2029 gerir ráð fyrir að fyrsta hallalausa ár ríkissjóðs frá árinu 2018 verði árið 2028. Árið 2029 er að óbreyttu kosningaár, þar sem er freistandi að gefa í, og því talsverð hætta á að áform um hallaleysi standist ekki. Til að tryggja að útgjaldagleðin beri ráðamenn ekki ofurliði væri tilvalið að setja nú þegar útgjaldareglu, sem setti þak á vöxt útgjalda milli ára. Með því mætti sporna gegn því að þróunin á meðfylgjandi mynd verði að veruleika. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Gunnar Úlfarsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ári eftir stofnun íslenska lýðveldisins ráðstöfuðu ríki og sveitarfélög einni krónu af hverri fimm í íslensku hagkerfi. Hinum fjórum krónunum varði fólk og fyrirtæki frjálsri hendi. Ef þróunin sem hefur verið í opinberum fjármálum á undanförnum áratugum heldur áfram mun hið opinbera ráðstafa öllum krónum sem varið verður í íslensku hagkerfi árið 2160. Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt. Þessi auknu umsvif stofnanakerfisins og útgjöld hins opinbera verða að lokum fjármögnuð með hærri sköttum. Afleiðingin er sú staða sem við búum við í dag: Ísland er ein skattpíndasta þjóð heimsins. Í opinberri umræðu beinist gagnrýnin gjarnan að þeim sem fara með skattlagningarvaldið en hafa þarf í huga að hærri skattar eru almennt viðbragð við auknum útgjöldum en ekki orsök þeirra. Svo unnt sé að lækka opinberar álögur á fólk í samfélaginu þarf því að vera raunveruleg samstaða um að hið opinbera dragi fyrst úr útgjöldum. Fjármálaáætlun 2025 – 2029 gerir ráð fyrir að fyrsta hallalausa ár ríkissjóðs frá árinu 2018 verði árið 2028. Árið 2029 er að óbreyttu kosningaár, þar sem er freistandi að gefa í, og því talsverð hætta á að áform um hallaleysi standist ekki. Til að tryggja að útgjaldagleðin beri ráðamenn ekki ofurliði væri tilvalið að setja nú þegar útgjaldareglu, sem setti þak á vöxt útgjalda milli ára. Með því mætti sporna gegn því að þróunin á meðfylgjandi mynd verði að veruleika. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar