Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Jón Þór Stefánsson skrifar 20. apríl 2024 10:11 „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram,“ segir Jón um Katrínu. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem Jón, Baldur og Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðendur ræddu komandi kosningar. Þess má geta að Katrínu var boðið að taka þátt í þættinum, en hún afþakkaði vegna fyrri skuldbindinga. „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram, að hún skuli ganga úr embætti forsætisráðherra og fara í þetta. Mér finnst það bara skrýtið. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, mér finnst þetta bara einlæglega,“ sagði Jón Gnarr. Baldur tjáði sig um framboð Katrínar áður en hún gaf opinberlega kost á sér. Þá sagði hann að færi hún fram myndi það annað hvort fela í sér stjórnarkreppu, eða að hún sæti beggja vegna borðsins við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sjá nánar: Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Í Pallborðinu í gær sagðist hann þó ekki vilja tjá sig um annan frambjóðanda sem væri ekki á staðnum. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst erfitt að ræða þetta hér þegar mótframbjóðandinn er ekki á staðnum. Það er svolítið erfitt að gera það,“ sagði Baldur og bætti við að sér þætti betra að forsetaefnin þrjú sem voru mætt í Pallborðið myndu ræða sína sýn á embættið. „Og bíða síðan með það að eiga samtalið.“ Þá sagði Baldur að það væru kjósendur sem myndu meta það fyrst júní hvort Katrín Jakobsdóttir gæti sinnt eftirlitshlutverki forseta með núverandi ríkisstjórn. „Það er stutt í meðvirkni oft í umræðu,“ sagði Jón. „Það er þunn lína á milli meðaumkunar og kærleika. Það að geta ekki tjáð sig um einhvern frambjóðenda sem er ekki á staðnum, þar sem frambjóðandinn gæti alveg verið á staðnum, finnst mér bera vott um smá meðvirkni. Mér finnst ég alveg hafa leyfi til að tjá mína skoðun. Ég er ekki sammála því að ég eigi að sýna fólki sem er ekki á svæðinu einhverja tillitssemi.“ Halla Hrund sagði að sér þætti mikilvægt að embætti forseta Íslands væri ekki flokkspólitískt. „Af því að þetta er svo mikilvægt embætti til að draga saman ólíka þræði. Þá er maður að horfa þvert á pólitík, en líka þvert á samfélagshópa.“ En miðað við það skilyrði getur Katrín verið forseti að þínu viti? „Það sem skiptir mestu máli er að hver leiði sína sýn, og síðan er það kjósenda að dæma í raun og veru hvernig fólk horfir.“ Hægt er að sjá Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan . Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem Jón, Baldur og Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðendur ræddu komandi kosningar. Þess má geta að Katrínu var boðið að taka þátt í þættinum, en hún afþakkaði vegna fyrri skuldbindinga. „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram, að hún skuli ganga úr embætti forsætisráðherra og fara í þetta. Mér finnst það bara skrýtið. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, mér finnst þetta bara einlæglega,“ sagði Jón Gnarr. Baldur tjáði sig um framboð Katrínar áður en hún gaf opinberlega kost á sér. Þá sagði hann að færi hún fram myndi það annað hvort fela í sér stjórnarkreppu, eða að hún sæti beggja vegna borðsins við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sjá nánar: Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Í Pallborðinu í gær sagðist hann þó ekki vilja tjá sig um annan frambjóðanda sem væri ekki á staðnum. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst erfitt að ræða þetta hér þegar mótframbjóðandinn er ekki á staðnum. Það er svolítið erfitt að gera það,“ sagði Baldur og bætti við að sér þætti betra að forsetaefnin þrjú sem voru mætt í Pallborðið myndu ræða sína sýn á embættið. „Og bíða síðan með það að eiga samtalið.“ Þá sagði Baldur að það væru kjósendur sem myndu meta það fyrst júní hvort Katrín Jakobsdóttir gæti sinnt eftirlitshlutverki forseta með núverandi ríkisstjórn. „Það er stutt í meðvirkni oft í umræðu,“ sagði Jón. „Það er þunn lína á milli meðaumkunar og kærleika. Það að geta ekki tjáð sig um einhvern frambjóðenda sem er ekki á staðnum, þar sem frambjóðandinn gæti alveg verið á staðnum, finnst mér bera vott um smá meðvirkni. Mér finnst ég alveg hafa leyfi til að tjá mína skoðun. Ég er ekki sammála því að ég eigi að sýna fólki sem er ekki á svæðinu einhverja tillitssemi.“ Halla Hrund sagði að sér þætti mikilvægt að embætti forseta Íslands væri ekki flokkspólitískt. „Af því að þetta er svo mikilvægt embætti til að draga saman ólíka þræði. Þá er maður að horfa þvert á pólitík, en líka þvert á samfélagshópa.“ En miðað við það skilyrði getur Katrín verið forseti að þínu viti? „Það sem skiptir mestu máli er að hver leiði sína sýn, og síðan er það kjósenda að dæma í raun og veru hvernig fólk horfir.“ Hægt er að sjá Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan .
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira