Stuðningur barna í grunnskóla- hvar liggur vandinn? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 22. apríl 2024 08:31 Fyrir nokkrum árum var tekið það skref að búa til kerfi sem heitir samræmd móttaka flóttafólks. Þetta voru mikilvæg skref til að samræma þjónustu og gera hana betri, skilvirkari og á jafnréttis grunnvelli. Í þeirri vinnu var mjög margt gert vel þegar kemur að félagsþjónustu. En það „gleymdist“ mikilvægi þess að huga að stuðningi við skóla þegar kemur að börnum á flótta sem koma úr miserfiðum aðstæðum. Þessi börn þurfa oft á tíðum sértæka þjónustu í skólakerfinu og hún getur stafað af ýmsum toga. Hér er áætlun að ræða stuðning við íslensku kennslu í skólanum þó það megi einnig huga að öðrum þáttum. Sveitarfélög hafa oft rætt um skort á stuðningi frá ríkinu í skólakerfinu þegar kemur að kennslu flóttabarna í grunnskólum landsins. En umræða á opinberum vettvangi hefur ekki náð neinum hæðum og það er athyglisvert út af fyrir sig. Þar til núna þar sem skólakerfið er að bugast. Við þurfum að velta því fyrir okkur af hverju það sé enginn stuðningur innifalinn í samningi um samræmdu móttöku flóttafólks eins og eðlilegt þykir? Sveitarfélög þurfa viðbótar fjármagn við það sem ÍSAT (íslenska sem annað tungumál) kennsla er nú þegar að veita. Síðan þarf að endurskoða ÍSAT kennslu og veita fjármagn í samræmi við þarfir barna sem eru með annað tungumál. Einfalda svarið virðist vera að það vanti verðskrá á skólaþjónustu. Hvað er átt við því? Við vitum að hvert barn kostar ákveðið mikið í skólakerfinu og þar með ættum við hafa upplýsingar um hvað stuðningur við flóttabarn til að fá ÍSAT kennslu ætti að kosta. Það er að segja, við eigum að hafa upplýsingar um hversu mikinn stuðning hvert flóttabarn eða barn af erlendum uppruna þarf til að læra íslensku. Því það segir sig sjálft að flóttabörn og börn af erlendum uppruna þurfa að ná þessum grunni í íslensku. Þar sem íslensk börn eru nú þegar talandi tungumálið og töluvert betur stakk búin til að læra allt námsefnið í skólanum. Nú kemur að því að flóttabarn og flóttabarn er í rauninni ekki það sama og ekki heldur flóttabarn og innflytjenda barn. Ýmsar skýringar eru bak við þetta. Innflytjenda börn flytja yfirleitt til landsins með foreldrum sínum og koma beint úr öðrum skóla. Þau eru yfirleitt með grunn skólafærni og þekkja hefðbundna skólaumhverfið. Þau hafa því gengið í skóla, eru læs og skrifandi. Flestir nota latneska stafi og hafa ekki mikla áfallasögu. Flóttabörn koma úr mis slæmum aðstæðum. Flest þeirra eru jafnvel að glíma við áfallastreitu og með mikla áfallasögu. Þau hafa jafnvel búið í flóttamannabúðum og sum þeirra þekkja jafnvel ekkert annað. Margir hverjir hafa lítið gengið í skóla og sum aldrei. Sum flóttabörn eru jafnvel ekki skrifandi eða læs og sum þeirra kunna ekki latneska stafrófið. Það gefur auga leið að þessi hópur þurfi mis mikinn stuðning, mis mikinn tíma á viku í íslensku kennslu og engu síður áherslu á fjölbreyttar kennsluaðferðir til að læra. Að því sögðu þá þarf verðleggja þjónustu eftir þörfum barnsins. Það þarf að gera stöðumat á flóttabörnum þegar þau koma fyrst í skóla. Það þyrfti að fá það á hreint hversu mikinn stuðning þau þurfa. Stuðningur í íslenskukennslu þarf að vera í samræmi við þarfir barnsins, það er eftir þroska og færni barna. Við þurfum í rauninni að vera með kerfi sem flokkar og býr til líkan þar sem sem tiltekin þjónusta er sett í verðflokka. Í dag er það þannig hjá félagsþjónustu í samræmdri móttöku. Hver liður í þjónustunni er skilgreindur og verðlagður. Það er að segja hversu margar klukkustundir og mínútur fara í ákveðna þjónustu og hversu mikið hver einstaklingur þarf í þjónustu eftir flokkum. Þannig vitum við nákvæmlega hvað hver einstaklingur kostar miða við þjónustu þörfina. Þannig fæst fjármagn frá ríkinu til að þjónusta þessa einstaklinga. Í samningaviðræðum um stuðning barna á flótta í skólakerfinu hefur þetta verið rætt, a.m.k. á þeim fundum sem höfundur greinar hefur setið en niðurstaða hefur aldrei fengist í máli. Aftur á móti til að fá fjármagn frá ríkinu í slíkt verkefni þá veit höfundur af eigin reynslu við að vinna í opinberri stjórnsýslu í yfir 20 ár og með menntun í stjórnsýslufræðum ( er líka stjórnmálafræðingur), að svona vinna þarf vera vel ígrunduð og með gögn sem sýna fram á útreikninga. Slíkt plagg þarf vera unnið af sveitarfélögum og af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfa að liggja fyrir skýr rök um hvað og hversu mikil þörf sé á ákveðinni þjónustu. Helst að skilgreint sé hverja mínútu og hverja krónu sem fer í þjónustu. Síðan þurfa ráðuneyti að fá þessi gögn og leggja fyrir ráðherra til að fá pólitískt samþykki fyrir slíku fyrirkomulagi. Eftir það þarf þetta fara fyrir Alþingi og fjárlaganefnd Alþingis því það eru þau sem hafa ákvörðunarvaldið um hvort fjármagnið verði samþykkt eða ekki. Þessi vinna er nauðsynleg svo við getum veitt flóttabörnum og börnum með annað móðurmál en íslensku viðeigandi þjónustu í skólakerfinu. Við verðum að fara hugsa um hvað sé best fyrir börnin og hvernig við getum leyst þær áskoranir sem mæta okkur. Við þurfum að bretta upp ermar og ljúka þessari vinnu! Þetta verkefni er á ábyrgð bæði ríkis og sveitarfélaga og við þurfum að komast að niðurstöðu, ekki seinna en í gær. Ábyrgð sveitarfélaga felst í því að búa til líkan og vinna grunnvinnu. Ábyrgð ríkisins er að veita fjármagnið sem þarf til að gera vinnuna að raunveruleika. Það er ekki boðlegt að bjóða fólki að setjast að á Íslandi og segjast ætla hjálpa þeim en ætla svo ekki veita þeim þann stuðning sem þau þurfa til menntunar. Það má segja að stefnuleysi stjórnvalda til margra ára í þessu málaflokki sé sökudólgurinn. Ég vil aftur á móti meina að þetta snúist frekar um vanþekkingu og slaka forgangsröðun. Okkur skortir jafnframt þekkingu í stjórnsýslunni til að leysa flókin mál en ásamt því vantar okkur rétta forgangsröðun í verkefnum. Börn eru framtíð okkar allra. Velferð okkar er háð því hvernig við styðjum við börnin á þeirra yngri árum og undirbúum þau til að geta tekið við af okkur. Höfundur er stjórnmálafræðingur og eigandi IZO ráðgjöf, sérfræðingur í málefnum innflytjenda og flóttabarna. Höfundur er sjálf innflytjandi og flóttabarn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var tekið það skref að búa til kerfi sem heitir samræmd móttaka flóttafólks. Þetta voru mikilvæg skref til að samræma þjónustu og gera hana betri, skilvirkari og á jafnréttis grunnvelli. Í þeirri vinnu var mjög margt gert vel þegar kemur að félagsþjónustu. En það „gleymdist“ mikilvægi þess að huga að stuðningi við skóla þegar kemur að börnum á flótta sem koma úr miserfiðum aðstæðum. Þessi börn þurfa oft á tíðum sértæka þjónustu í skólakerfinu og hún getur stafað af ýmsum toga. Hér er áætlun að ræða stuðning við íslensku kennslu í skólanum þó það megi einnig huga að öðrum þáttum. Sveitarfélög hafa oft rætt um skort á stuðningi frá ríkinu í skólakerfinu þegar kemur að kennslu flóttabarna í grunnskólum landsins. En umræða á opinberum vettvangi hefur ekki náð neinum hæðum og það er athyglisvert út af fyrir sig. Þar til núna þar sem skólakerfið er að bugast. Við þurfum að velta því fyrir okkur af hverju það sé enginn stuðningur innifalinn í samningi um samræmdu móttöku flóttafólks eins og eðlilegt þykir? Sveitarfélög þurfa viðbótar fjármagn við það sem ÍSAT (íslenska sem annað tungumál) kennsla er nú þegar að veita. Síðan þarf að endurskoða ÍSAT kennslu og veita fjármagn í samræmi við þarfir barna sem eru með annað tungumál. Einfalda svarið virðist vera að það vanti verðskrá á skólaþjónustu. Hvað er átt við því? Við vitum að hvert barn kostar ákveðið mikið í skólakerfinu og þar með ættum við hafa upplýsingar um hvað stuðningur við flóttabarn til að fá ÍSAT kennslu ætti að kosta. Það er að segja, við eigum að hafa upplýsingar um hversu mikinn stuðning hvert flóttabarn eða barn af erlendum uppruna þarf til að læra íslensku. Því það segir sig sjálft að flóttabörn og börn af erlendum uppruna þurfa að ná þessum grunni í íslensku. Þar sem íslensk börn eru nú þegar talandi tungumálið og töluvert betur stakk búin til að læra allt námsefnið í skólanum. Nú kemur að því að flóttabarn og flóttabarn er í rauninni ekki það sama og ekki heldur flóttabarn og innflytjenda barn. Ýmsar skýringar eru bak við þetta. Innflytjenda börn flytja yfirleitt til landsins með foreldrum sínum og koma beint úr öðrum skóla. Þau eru yfirleitt með grunn skólafærni og þekkja hefðbundna skólaumhverfið. Þau hafa því gengið í skóla, eru læs og skrifandi. Flestir nota latneska stafi og hafa ekki mikla áfallasögu. Flóttabörn koma úr mis slæmum aðstæðum. Flest þeirra eru jafnvel að glíma við áfallastreitu og með mikla áfallasögu. Þau hafa jafnvel búið í flóttamannabúðum og sum þeirra þekkja jafnvel ekkert annað. Margir hverjir hafa lítið gengið í skóla og sum aldrei. Sum flóttabörn eru jafnvel ekki skrifandi eða læs og sum þeirra kunna ekki latneska stafrófið. Það gefur auga leið að þessi hópur þurfi mis mikinn stuðning, mis mikinn tíma á viku í íslensku kennslu og engu síður áherslu á fjölbreyttar kennsluaðferðir til að læra. Að því sögðu þá þarf verðleggja þjónustu eftir þörfum barnsins. Það þarf að gera stöðumat á flóttabörnum þegar þau koma fyrst í skóla. Það þyrfti að fá það á hreint hversu mikinn stuðning þau þurfa. Stuðningur í íslenskukennslu þarf að vera í samræmi við þarfir barnsins, það er eftir þroska og færni barna. Við þurfum í rauninni að vera með kerfi sem flokkar og býr til líkan þar sem sem tiltekin þjónusta er sett í verðflokka. Í dag er það þannig hjá félagsþjónustu í samræmdri móttöku. Hver liður í þjónustunni er skilgreindur og verðlagður. Það er að segja hversu margar klukkustundir og mínútur fara í ákveðna þjónustu og hversu mikið hver einstaklingur þarf í þjónustu eftir flokkum. Þannig vitum við nákvæmlega hvað hver einstaklingur kostar miða við þjónustu þörfina. Þannig fæst fjármagn frá ríkinu til að þjónusta þessa einstaklinga. Í samningaviðræðum um stuðning barna á flótta í skólakerfinu hefur þetta verið rætt, a.m.k. á þeim fundum sem höfundur greinar hefur setið en niðurstaða hefur aldrei fengist í máli. Aftur á móti til að fá fjármagn frá ríkinu í slíkt verkefni þá veit höfundur af eigin reynslu við að vinna í opinberri stjórnsýslu í yfir 20 ár og með menntun í stjórnsýslufræðum ( er líka stjórnmálafræðingur), að svona vinna þarf vera vel ígrunduð og með gögn sem sýna fram á útreikninga. Slíkt plagg þarf vera unnið af sveitarfélögum og af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfa að liggja fyrir skýr rök um hvað og hversu mikil þörf sé á ákveðinni þjónustu. Helst að skilgreint sé hverja mínútu og hverja krónu sem fer í þjónustu. Síðan þurfa ráðuneyti að fá þessi gögn og leggja fyrir ráðherra til að fá pólitískt samþykki fyrir slíku fyrirkomulagi. Eftir það þarf þetta fara fyrir Alþingi og fjárlaganefnd Alþingis því það eru þau sem hafa ákvörðunarvaldið um hvort fjármagnið verði samþykkt eða ekki. Þessi vinna er nauðsynleg svo við getum veitt flóttabörnum og börnum með annað móðurmál en íslensku viðeigandi þjónustu í skólakerfinu. Við verðum að fara hugsa um hvað sé best fyrir börnin og hvernig við getum leyst þær áskoranir sem mæta okkur. Við þurfum að bretta upp ermar og ljúka þessari vinnu! Þetta verkefni er á ábyrgð bæði ríkis og sveitarfélaga og við þurfum að komast að niðurstöðu, ekki seinna en í gær. Ábyrgð sveitarfélaga felst í því að búa til líkan og vinna grunnvinnu. Ábyrgð ríkisins er að veita fjármagnið sem þarf til að gera vinnuna að raunveruleika. Það er ekki boðlegt að bjóða fólki að setjast að á Íslandi og segjast ætla hjálpa þeim en ætla svo ekki veita þeim þann stuðning sem þau þurfa til menntunar. Það má segja að stefnuleysi stjórnvalda til margra ára í þessu málaflokki sé sökudólgurinn. Ég vil aftur á móti meina að þetta snúist frekar um vanþekkingu og slaka forgangsröðun. Okkur skortir jafnframt þekkingu í stjórnsýslunni til að leysa flókin mál en ásamt því vantar okkur rétta forgangsröðun í verkefnum. Börn eru framtíð okkar allra. Velferð okkar er háð því hvernig við styðjum við börnin á þeirra yngri árum og undirbúum þau til að geta tekið við af okkur. Höfundur er stjórnmálafræðingur og eigandi IZO ráðgjöf, sérfræðingur í málefnum innflytjenda og flóttabarna. Höfundur er sjálf innflytjandi og flóttabarn.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun