Þurfum við að koma Íslandi aftur á rétta braut? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 07:00 Það var athyglisvert að hlusta á skilaboð Samfylkingarinnar á flokksstjórnarþingi hennar um liðna helgi. Skilaboðin voru þau að fólk biði í ofvæni eftir því að flokkurinn kæmi þeim til bjargar. Það hefði miklar væntingar til þess að flokkurinn myndi „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Þessi hvatningarorð sem eiga að glæða vonarglætu í brjóstum örvæntingarfullra kjósenda eru ekki beinlínis í samræmi við stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði. Síður en svo. Ísland meðal ríkustu landa heimsins. Ísland er eitt öruggasta land í heimi. Á Íslandi er einhver mesti jöfnuður sem fyrirfinnst og félagslegur hreyfanleiki sömuleiðis; hér eru jöfnust tækifæri. Íslendingar eru meðal hamingjusömustu þjóða heims og lifa einna lengst. Hér er kynjajafnrétti mest í heimi, mesta atvinnuþátttaka kvenna og hér er einn mesti stuðningurinn við barnafjölskyldur. Á Íslandi atvinnuleysi með því lægsta sem þekkist og mest aðgengi að atvinnutækifærum. Hér er einhver mesti kaupmáttur launa á byggðu bóli og við höfum líklega besta lífeyriskerfi í heimi. Á Íslandi er hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku og hér er hreinna loft en annars staðar. Að vera í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd þýðir samt ekki, að ekki megi gera betur. Þá skiptir máli að treysta þeim til þess sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Í Reykjavíkurborg sem Samfylkingin hefur stýrt áratugum saman, finnast nefnilega sannarlega örvæntingafullir kjósendur. Reykvíkingar sem borga himinhá fasteignagjöld, en fá ekki dagvistunarpláss fyrir börnin sín. Við erum með yfirfullar ruslatunnur þrátt fyrir hlutastarf við flokkun. Reykvíkingar sem finna ekki samastað í borginni á yfirfullum og rándýrum þéttingarreitum. Við sitjum föst í bílaumferð dag hvern. Og búum í höfuðborginni sem er á hausnum og fær hvergi lán. Það væri nær að Samfylkingin lofaði Reykvíkingum að „rífa hlutina í gang“ og koma borginni aftur á rétta braut. Þar sem hún hefur sannarlega umboð og tækifæri til, ekki í framtíðinni heldur núna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að hlusta á skilaboð Samfylkingarinnar á flokksstjórnarþingi hennar um liðna helgi. Skilaboðin voru þau að fólk biði í ofvæni eftir því að flokkurinn kæmi þeim til bjargar. Það hefði miklar væntingar til þess að flokkurinn myndi „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Þessi hvatningarorð sem eiga að glæða vonarglætu í brjóstum örvæntingarfullra kjósenda eru ekki beinlínis í samræmi við stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði. Síður en svo. Ísland meðal ríkustu landa heimsins. Ísland er eitt öruggasta land í heimi. Á Íslandi er einhver mesti jöfnuður sem fyrirfinnst og félagslegur hreyfanleiki sömuleiðis; hér eru jöfnust tækifæri. Íslendingar eru meðal hamingjusömustu þjóða heims og lifa einna lengst. Hér er kynjajafnrétti mest í heimi, mesta atvinnuþátttaka kvenna og hér er einn mesti stuðningurinn við barnafjölskyldur. Á Íslandi atvinnuleysi með því lægsta sem þekkist og mest aðgengi að atvinnutækifærum. Hér er einhver mesti kaupmáttur launa á byggðu bóli og við höfum líklega besta lífeyriskerfi í heimi. Á Íslandi er hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku og hér er hreinna loft en annars staðar. Að vera í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd þýðir samt ekki, að ekki megi gera betur. Þá skiptir máli að treysta þeim til þess sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Í Reykjavíkurborg sem Samfylkingin hefur stýrt áratugum saman, finnast nefnilega sannarlega örvæntingafullir kjósendur. Reykvíkingar sem borga himinhá fasteignagjöld, en fá ekki dagvistunarpláss fyrir börnin sín. Við erum með yfirfullar ruslatunnur þrátt fyrir hlutastarf við flokkun. Reykvíkingar sem finna ekki samastað í borginni á yfirfullum og rándýrum þéttingarreitum. Við sitjum föst í bílaumferð dag hvern. Og búum í höfuðborginni sem er á hausnum og fær hvergi lán. Það væri nær að Samfylkingin lofaði Reykvíkingum að „rífa hlutina í gang“ og koma borginni aftur á rétta braut. Þar sem hún hefur sannarlega umboð og tækifæri til, ekki í framtíðinni heldur núna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun