Kínversk ferðaskrifstofa mátti sín lítils gegn TM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2024 16:46 Frá slysstað nærri Kirkjubæjarklaustri í desember 2017. Vísir/Vilhelm Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar. Það var þann 27. desember 2017 sem hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM. Í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn og slasaðist fjöldi þeirra alvarlega auk þess sem tveir þeirra létust. Ökumaðurinn var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Annar hinna látnu var fæddur árið 1988 og lést á slysstað. Hinn fæddur 1996 lést af sárum sínum tveimur vikum eftir slysið. TM segist hafa fengið umboð frá 34 íslenskum lögmönnum í 34 bótamálum farþeganna þar á meðal umboð lögmanns foreldra beggja þeirra sem létust. Það hefði ekki verið veitt lögmanni kínversku ferðaskrifstofunnar. Fullnaðaruppgjör hafi farið fram í flestum málum en þó ekki í máli foreldra hinna látnu. Kínverska fyrirtækið sagði hin látnu hafa keypt ferð sem kallaðist „Six-day Deep Travel of Classic Ice and Fire in Iceland“. Dómar hafi fallið í Dongcheng-héraði í Beijing 2019 þar sem ferðaskrifstofunni var gert að greiða hinum látnu dánarbætur að andvirði tæplega sjötíu milljóna króna. Ferðaskrifstofan vildi meina að með þeim greiðslum hefði réttur foreldra hinna látnu gagnvart tryggingarfélagi rútufyrirtækisins færst yfir til ferðaskrifstofunnar. Krafðist Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company vegna þessa andvirði um 64 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem enginn samstarfssamningur hefði verið á milli kínversku ferðaskrifstofunnar og íslensks ferðaþjónustuaðila, vátryggingartaka eða TM þá gæti hann ekki eignast kröfur á hendur þeim aðilum. Var TM sýknað af kröfu kínverska fyrirtækisins. Dómsmál Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Tryggingar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Það var þann 27. desember 2017 sem hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM. Í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn og slasaðist fjöldi þeirra alvarlega auk þess sem tveir þeirra létust. Ökumaðurinn var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Annar hinna látnu var fæddur árið 1988 og lést á slysstað. Hinn fæddur 1996 lést af sárum sínum tveimur vikum eftir slysið. TM segist hafa fengið umboð frá 34 íslenskum lögmönnum í 34 bótamálum farþeganna þar á meðal umboð lögmanns foreldra beggja þeirra sem létust. Það hefði ekki verið veitt lögmanni kínversku ferðaskrifstofunnar. Fullnaðaruppgjör hafi farið fram í flestum málum en þó ekki í máli foreldra hinna látnu. Kínverska fyrirtækið sagði hin látnu hafa keypt ferð sem kallaðist „Six-day Deep Travel of Classic Ice and Fire in Iceland“. Dómar hafi fallið í Dongcheng-héraði í Beijing 2019 þar sem ferðaskrifstofunni var gert að greiða hinum látnu dánarbætur að andvirði tæplega sjötíu milljóna króna. Ferðaskrifstofan vildi meina að með þeim greiðslum hefði réttur foreldra hinna látnu gagnvart tryggingarfélagi rútufyrirtækisins færst yfir til ferðaskrifstofunnar. Krafðist Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company vegna þessa andvirði um 64 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem enginn samstarfssamningur hefði verið á milli kínversku ferðaskrifstofunnar og íslensks ferðaþjónustuaðila, vátryggingartaka eða TM þá gæti hann ekki eignast kröfur á hendur þeim aðilum. Var TM sýknað af kröfu kínverska fyrirtækisins.
Dómsmál Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Tryggingar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira