„Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 20:45 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. Kári segir miður að fólk sem haldi því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar sé komið með svo mikil áhrif í samfélaginu. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum telst nú ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins meðal barna á Íslandi. Sjá einnig: Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Fyrir sex árum voru um níutíu og fimm prósent barna fullbólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum en hlutfallið er nú komið niður í um 89 prósent. Þá hefur þátttaka í bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta, sem hefur verið að greinast á landinu, einnig dvínað. „Þess ber að geta að hvaða skoðun sem menn hafa á bólusetningum við Covid-19, þá eru þessar bólusetningar að vissu leyti öðruvísi. Þetta eru bólusetningar við sjúkdómum barna sem koma inn í þennan heim án þess að hafa ónæmi fyrir býsna mörgum sjúkdómum,“ sagði Kári í fréttum stöðvar 2. Kári benti á mislinga og sagði þá þess eðlis að eitt af hverjum fjórum börnum sem sýkist lendi á sjúkrahúsi. Eitt til tvö af hverjum þúsund börnum deyi vegna mislinga. Þar að auki væri hætta á því að börn sem smitist af mislingum fái skemmdir á heila. Bóluefni gegn mislingum séu í dag svo gott sem hættulaus. Þau geti valdið smá hita í nokkurn tíma. „Ef svo heldur fram sem horfir þá komumst við með okkar íslenska heilbrigðiskerfi til að vera með fangið fullt af vandamálum sem það þyrfti ekki að hafa,“ sagði Kári. „Það er dapurlegt að þessi hópur fólks sem heldur því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar, að þau skuli vera farin að hafa þetta mikil áhrif í íslensku samfélagi.“ Hann sagði ekki hægt að spá til um mögulegan faraldur í framtíðinni en það væri alveg ljóst að hættan á því væri í öfugu hlutfalli við bólusetningarhlutfall. Því fleiri sem eru ekki bólusettir, því meiri er hættan á faraldri. „Ég held það væri afskaplega skynsamlegt af foreldrum, af öllum foreldrum, að láta bólusetja börnin sín. Ef þeim þykir vænt um þau, ef þau vilja verja þau af miklum áföllum út af sjúkdómum, þá held ég að það væri afskaplega skynsamlegt að fara með barnið sitt og láta bólusetja það.“ Bólusetningar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Kári segir miður að fólk sem haldi því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar sé komið með svo mikil áhrif í samfélaginu. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum telst nú ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins meðal barna á Íslandi. Sjá einnig: Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Fyrir sex árum voru um níutíu og fimm prósent barna fullbólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum en hlutfallið er nú komið niður í um 89 prósent. Þá hefur þátttaka í bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta, sem hefur verið að greinast á landinu, einnig dvínað. „Þess ber að geta að hvaða skoðun sem menn hafa á bólusetningum við Covid-19, þá eru þessar bólusetningar að vissu leyti öðruvísi. Þetta eru bólusetningar við sjúkdómum barna sem koma inn í þennan heim án þess að hafa ónæmi fyrir býsna mörgum sjúkdómum,“ sagði Kári í fréttum stöðvar 2. Kári benti á mislinga og sagði þá þess eðlis að eitt af hverjum fjórum börnum sem sýkist lendi á sjúkrahúsi. Eitt til tvö af hverjum þúsund börnum deyi vegna mislinga. Þar að auki væri hætta á því að börn sem smitist af mislingum fái skemmdir á heila. Bóluefni gegn mislingum séu í dag svo gott sem hættulaus. Þau geti valdið smá hita í nokkurn tíma. „Ef svo heldur fram sem horfir þá komumst við með okkar íslenska heilbrigðiskerfi til að vera með fangið fullt af vandamálum sem það þyrfti ekki að hafa,“ sagði Kári. „Það er dapurlegt að þessi hópur fólks sem heldur því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar, að þau skuli vera farin að hafa þetta mikil áhrif í íslensku samfélagi.“ Hann sagði ekki hægt að spá til um mögulegan faraldur í framtíðinni en það væri alveg ljóst að hættan á því væri í öfugu hlutfalli við bólusetningarhlutfall. Því fleiri sem eru ekki bólusettir, því meiri er hættan á faraldri. „Ég held það væri afskaplega skynsamlegt af foreldrum, af öllum foreldrum, að láta bólusetja börnin sín. Ef þeim þykir vænt um þau, ef þau vilja verja þau af miklum áföllum út af sjúkdómum, þá held ég að það væri afskaplega skynsamlegt að fara með barnið sitt og láta bólusetja það.“
Bólusetningar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira