Án varna, ekkert frelsi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. maí 2024 10:00 Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Friðaráætlun forseta Úkraínu er gríðarlega mikilvæg, ekki síður en áhersla hans á varnir. Það virðist stundum gleymast í yfirlætislegri umræðu um átök í öðrum löndum að enginn þráir frið meira en íbúar í stríði. Enginn þráir frið í Úkraínu heitar en Úkraínumenn sjálfir. Það var því athyglisvert að hlusta á málflutning pírata um tillöguna sem þeir reyndar studdu þó í heild. Píratar gera athugasemd við að Íslendingar leggi til fjármuni með nágranna- og vinaþjóðum til kaupa á skotfærum og lofvarnarkerfum sem Úkraínumenn leggja höfuðáherslu á. Píratar leggja áherslu á að við komum að mannúðaraðstoð og borgaralegri þjálfun, t.a.m. sprengjuleit, en tökum ekki þátt í sameiginlegu átaki Evrópuþjóða til að bregðast við sáru ákalli Úkraínumanna. Um þetta vísa píratar m.a. til ályktunar Samtaka hernaðarandstæðinga þar sem samtökin segja aðstoð Íslands vera „kúvendingu“ á afstöðu Íslands um að vinna að friði. Innrás Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta ógn við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Kúvendingin sem hefur orðið er allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Stríð er nú háð í okkar heimshluta með miklum yfirlýsingum Rússa um frekari landvinninga í Evrópu. - Stríð þar sem Rússland hefur þverbrotið alþjóðalög og lætur sér fátt um finnast um viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðinum í álfunni. Það væri óskandi að þeir sem vilja loka augunum fyrir ákalli Úkraínumanna um varnir gegn grimmilegri árás svo þeir geti öðlast hlutdeild í friðnum opnuðu augun og settu sig í spor Úkraínumanna. Borgaraleg þjálfun og hjúkrun særðra er auðvitað mikilvæg. En vonandi verðum við aldrei í þeirri stöðu að sitja varnarlaus undir kúlu- og sprengjuregni og fá þau viðbrögð vinaþjóða að þær takmarki aðstoðina við það. Ákveðnir hópar í Þýskalandi hvöttu til að Úkraínumenn fengju ekki varnarvopn í upphafi innrásar. „Án vopna, ekkert stríð“. Það eru að vísu orð að sönnu. Jafn sönn og að án varna verðum við ofurseld ofbeldisöflunum. Ég segi, byggt á reynslunni: „Án varna, ekkert frelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Friðaráætlun forseta Úkraínu er gríðarlega mikilvæg, ekki síður en áhersla hans á varnir. Það virðist stundum gleymast í yfirlætislegri umræðu um átök í öðrum löndum að enginn þráir frið meira en íbúar í stríði. Enginn þráir frið í Úkraínu heitar en Úkraínumenn sjálfir. Það var því athyglisvert að hlusta á málflutning pírata um tillöguna sem þeir reyndar studdu þó í heild. Píratar gera athugasemd við að Íslendingar leggi til fjármuni með nágranna- og vinaþjóðum til kaupa á skotfærum og lofvarnarkerfum sem Úkraínumenn leggja höfuðáherslu á. Píratar leggja áherslu á að við komum að mannúðaraðstoð og borgaralegri þjálfun, t.a.m. sprengjuleit, en tökum ekki þátt í sameiginlegu átaki Evrópuþjóða til að bregðast við sáru ákalli Úkraínumanna. Um þetta vísa píratar m.a. til ályktunar Samtaka hernaðarandstæðinga þar sem samtökin segja aðstoð Íslands vera „kúvendingu“ á afstöðu Íslands um að vinna að friði. Innrás Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta ógn við öryggi Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Kúvendingin sem hefur orðið er allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Stríð er nú háð í okkar heimshluta með miklum yfirlýsingum Rússa um frekari landvinninga í Evrópu. - Stríð þar sem Rússland hefur þverbrotið alþjóðalög og lætur sér fátt um finnast um viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Nágranna- og vinaþjóðir okkar eru mjög meðvitaðar um alvarlega stöðu í okkar heimsálfu og hversu mjög hún ógnar friðinum í álfunni. Það væri óskandi að þeir sem vilja loka augunum fyrir ákalli Úkraínumanna um varnir gegn grimmilegri árás svo þeir geti öðlast hlutdeild í friðnum opnuðu augun og settu sig í spor Úkraínumanna. Borgaraleg þjálfun og hjúkrun særðra er auðvitað mikilvæg. En vonandi verðum við aldrei í þeirri stöðu að sitja varnarlaus undir kúlu- og sprengjuregni og fá þau viðbrögð vinaþjóða að þær takmarki aðstoðina við það. Ákveðnir hópar í Þýskalandi hvöttu til að Úkraínumenn fengju ekki varnarvopn í upphafi innrásar. „Án vopna, ekkert stríð“. Það eru að vísu orð að sönnu. Jafn sönn og að án varna verðum við ofurseld ofbeldisöflunum. Ég segi, byggt á reynslunni: „Án varna, ekkert frelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun