Segir aðeins þau hlutlausu hafa skemmt sér yfir fótbolta Ten Hag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2024 07:01 Erik ten Hag fer yfir málin mðe Bruno Fernandes á Wembley. Getty Images/Richard Heathcote Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hélt því nýverið fram að lið hans væri eitt það skemmtilegasta, og þróttmesta, áhorfs í ensku úrvalsdeild karla. Stenst sú staðhæfing ef tölfræði síðustu 10 leikja er skoðuð? Eftir að Man United gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Burnley nýverið þá gerði Ten Hag hvað hann gat til að verja sína menn. Sagði hann liðið skemmtilegt og þróttmikið, að leikmenn hans spili af mikilli ákefð. Jon Mackenzie hjá The Athletic ákvað að kafa ofan í þessa staðhæfingu Hollendingsins og sjá hvort hún standist. Í myndbandinu hér að neðan kemur meðal annars fram: Man Utd hefur átt 15.5 skot að meðaltali í leik undanfarna tíu leiki. Það er örlítið hærra en meðaltal deildarinnar sem er 14.2 skot í leik. Flest skot Man Utd komu í leikjum gegn liðum í fallbaráttu. Man Utd er með hærra xG (vænt mörk) á skot heldur en andstæðingar sínir þessa tíu leiki. Ekki er þó mikill munur, 0.11 xG hjá Man Utd gegn 0.10 xG hjá andstæðingum sínum. Ef vítaspyrnurnar sem Man Utd hefur fengið á þeim tíma eru teknar út fellur xG liðsins niður í 0.8. Man Utd hefur fengið á sig fleiri skot en þeir hafa sjálfir átt á þessum tíma. Að meðaltali fær liðið á sig 21.8 skot í leik. Erik ten Hag has said Manchester United are one of the most entertaining teams in the Premier League. So, is he right? pic.twitter.com/4H4oD8uy8S— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 29, 2024 „Að setja samasemmerki á milli fótbolta sem er skemmtilegt að horfa á og fjölda færa sem lið hefur skapað sér er persónubundin ákvörðun. Samkvæmt þeirri mælistiku eru það þó aðeins hlutlausir sem hafa skemmt sér yfir fótboltanum sem Ten Hag hefur boðið upp á síðustu tíu leiki,“ segir Mackenzie að lokum. Man United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig að loknum 34 leikjum. Liðið á ekki möguleika á að ná Aston Villa sem situr í 4. sæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Eftir að Man United gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Burnley nýverið þá gerði Ten Hag hvað hann gat til að verja sína menn. Sagði hann liðið skemmtilegt og þróttmikið, að leikmenn hans spili af mikilli ákefð. Jon Mackenzie hjá The Athletic ákvað að kafa ofan í þessa staðhæfingu Hollendingsins og sjá hvort hún standist. Í myndbandinu hér að neðan kemur meðal annars fram: Man Utd hefur átt 15.5 skot að meðaltali í leik undanfarna tíu leiki. Það er örlítið hærra en meðaltal deildarinnar sem er 14.2 skot í leik. Flest skot Man Utd komu í leikjum gegn liðum í fallbaráttu. Man Utd er með hærra xG (vænt mörk) á skot heldur en andstæðingar sínir þessa tíu leiki. Ekki er þó mikill munur, 0.11 xG hjá Man Utd gegn 0.10 xG hjá andstæðingum sínum. Ef vítaspyrnurnar sem Man Utd hefur fengið á þeim tíma eru teknar út fellur xG liðsins niður í 0.8. Man Utd hefur fengið á sig fleiri skot en þeir hafa sjálfir átt á þessum tíma. Að meðaltali fær liðið á sig 21.8 skot í leik. Erik ten Hag has said Manchester United are one of the most entertaining teams in the Premier League. So, is he right? pic.twitter.com/4H4oD8uy8S— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 29, 2024 „Að setja samasemmerki á milli fótbolta sem er skemmtilegt að horfa á og fjölda færa sem lið hefur skapað sér er persónubundin ákvörðun. Samkvæmt þeirri mælistiku eru það þó aðeins hlutlausir sem hafa skemmt sér yfir fótboltanum sem Ten Hag hefur boðið upp á síðustu tíu leiki,“ segir Mackenzie að lokum. Man United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig að loknum 34 leikjum. Liðið á ekki möguleika á að ná Aston Villa sem situr í 4. sæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira