Vekjum risann Guðmundur Karl Brynjarsson skrifar 1. maí 2024 20:01 Undanfarin ár hafa umræður um tekjur og gjöld Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífskoðunarfélaga verið reglulega í deiglunni. Kirkjustarf er, eins og flestir landsmenn þekkja afar fjölbreytt og nægir þar að nefna kórastarf, foreldramorgna, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og starf fyrir eldri borgara. Safnaðarstarf, uppbygging og viðhald kirkna er að langstærstu leyti fjármagnað með sóknargjöldum. Sóknargjald er í raun félagsgjald á hvern skráðan meðlim í Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hið opinbera hefur séð um innheimtu sóknargjaldsins fyrir þeirra hönd síðan árið 1987. Árið 2008 fór að bera á því að hið opinbera hóf einhliða að skerða sóknargjaldið, hið eiginlega félagsgjald. Sú þróun hefur stigmagnast undanfarin ár og hefur þessi skerðing farið frá 6,3% árið 2008 upp í 45,1% skerðingu fyrir árið 2024. Til að setja það í samhengi er staðan í dag er sú að fyrir hverjar 1000 krónur sem trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu að fá í sóknargjöld samkvæmt verðtryggingu samninga fá þau einungis 554 krónur. Lítil sveitasókn sem ætti að fá 1,5 milljónir samkvæmt samningum ber aðeins 823 þúsund úr býtum og munar um minna. Á ferð minni um landið og í samtölum vð sóknarnefndarfólk og hina vígðu stétt ber allt að sama brunni. Sóknir landsins hafa ekki farið varhluta af þessari skerðingu og kemur það jafnt niður að viðhaldi kirkna og safnaðarstarfi. Þyngra er en tárum taki að barnakórar og æskulýðsstarf hefur jafnfvel verið skorið alveg niður víða. Sem biskup þá mun ég beita mér af fullum krafti að leitað verði allra leiða gagnvart hinu opinbera að staðið verði við þá samninga sem eru í gildi varðandi innheimtu og afhendingu sóknargjalda. Enn er ófarin sú leið að "vekja risann", eins og ég vil orða það. Þjóðkirkjan er stærsta félag landsins og telur meirihluta kjósenda þessa lands og er ég með hugmyndir uppi í erminni hvernig það verður útfært. Mestu varðar að við sem tilheyrum þjóðkirkjunni látum í okkur heyra gagnvart hinu opinbera. Sóknargjaldið er langstærsti tekjustofn hverrar kirkju fyrir sig og grundvöllurinn að hægt sé að halda úti þeirri mikilvægu þjónustu sem kirkjan sinnir um allt land. Annað tækifæri er falið í því að hið opinbera hefur opnað á þann möguleika að einstaklingar geta nú notið skattaafsláttar ef verið að styðja fjárhagslega við góðgerðarsamtök sem eru skráð á Almannaheillaskrá. Sóknir Þjóðkirkjunnar sem eru í eðli sínu dags daglega að sinna góðgerðarmálum, geta skráð sig á Almannaheillaskrá og geta einstaklingar stutt þannig við sín góðgerðarmál með beinum hætti og notið góðs af lægri skattálagningu að auki í hlutfalli við þá fjárhæð sem þau styrkja sín málefni. Nái ég kjöri sem biskup þá mun ég leitast við að styðja alla söfnuði landsins við að skrá sig á Almannaheillaskrá og þannig renna frekari fjárhagslegum stoðum undir starf sókna um allt land. Þetta er tækifæri sem við innan Þjóðkirkjunnar eigum sannarlega að grípa og nýta okkur til þess að treysta betur fjárhagsgrunninn svo að kirkjustarfið okkar geti blómstrað enn frekar. Það er réttlætismál að styðja við samninga og að öllu sé sóknargjaldinu skilað til sókna landsins. Það er síðan tækifæri að styðja og styrkja stoðir fjárhagsins að hafa fleiri stoðir undir rekstrinum og mun ég beita mér af fullum krafti, kirkju okkur til heilla, svo að við öll innan kirkjunnar geti notið hins frábæra starfs sem er samofið menningu Íslands frá alda öðli. Höfundur er frambjóðandi til embættis biskups Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa umræður um tekjur og gjöld Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífskoðunarfélaga verið reglulega í deiglunni. Kirkjustarf er, eins og flestir landsmenn þekkja afar fjölbreytt og nægir þar að nefna kórastarf, foreldramorgna, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og starf fyrir eldri borgara. Safnaðarstarf, uppbygging og viðhald kirkna er að langstærstu leyti fjármagnað með sóknargjöldum. Sóknargjald er í raun félagsgjald á hvern skráðan meðlim í Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hið opinbera hefur séð um innheimtu sóknargjaldsins fyrir þeirra hönd síðan árið 1987. Árið 2008 fór að bera á því að hið opinbera hóf einhliða að skerða sóknargjaldið, hið eiginlega félagsgjald. Sú þróun hefur stigmagnast undanfarin ár og hefur þessi skerðing farið frá 6,3% árið 2008 upp í 45,1% skerðingu fyrir árið 2024. Til að setja það í samhengi er staðan í dag er sú að fyrir hverjar 1000 krónur sem trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu að fá í sóknargjöld samkvæmt verðtryggingu samninga fá þau einungis 554 krónur. Lítil sveitasókn sem ætti að fá 1,5 milljónir samkvæmt samningum ber aðeins 823 þúsund úr býtum og munar um minna. Á ferð minni um landið og í samtölum vð sóknarnefndarfólk og hina vígðu stétt ber allt að sama brunni. Sóknir landsins hafa ekki farið varhluta af þessari skerðingu og kemur það jafnt niður að viðhaldi kirkna og safnaðarstarfi. Þyngra er en tárum taki að barnakórar og æskulýðsstarf hefur jafnfvel verið skorið alveg niður víða. Sem biskup þá mun ég beita mér af fullum krafti að leitað verði allra leiða gagnvart hinu opinbera að staðið verði við þá samninga sem eru í gildi varðandi innheimtu og afhendingu sóknargjalda. Enn er ófarin sú leið að "vekja risann", eins og ég vil orða það. Þjóðkirkjan er stærsta félag landsins og telur meirihluta kjósenda þessa lands og er ég með hugmyndir uppi í erminni hvernig það verður útfært. Mestu varðar að við sem tilheyrum þjóðkirkjunni látum í okkur heyra gagnvart hinu opinbera. Sóknargjaldið er langstærsti tekjustofn hverrar kirkju fyrir sig og grundvöllurinn að hægt sé að halda úti þeirri mikilvægu þjónustu sem kirkjan sinnir um allt land. Annað tækifæri er falið í því að hið opinbera hefur opnað á þann möguleika að einstaklingar geta nú notið skattaafsláttar ef verið að styðja fjárhagslega við góðgerðarsamtök sem eru skráð á Almannaheillaskrá. Sóknir Þjóðkirkjunnar sem eru í eðli sínu dags daglega að sinna góðgerðarmálum, geta skráð sig á Almannaheillaskrá og geta einstaklingar stutt þannig við sín góðgerðarmál með beinum hætti og notið góðs af lægri skattálagningu að auki í hlutfalli við þá fjárhæð sem þau styrkja sín málefni. Nái ég kjöri sem biskup þá mun ég leitast við að styðja alla söfnuði landsins við að skrá sig á Almannaheillaskrá og þannig renna frekari fjárhagslegum stoðum undir starf sókna um allt land. Þetta er tækifæri sem við innan Þjóðkirkjunnar eigum sannarlega að grípa og nýta okkur til þess að treysta betur fjárhagsgrunninn svo að kirkjustarfið okkar geti blómstrað enn frekar. Það er réttlætismál að styðja við samninga og að öllu sé sóknargjaldinu skilað til sókna landsins. Það er síðan tækifæri að styðja og styrkja stoðir fjárhagsins að hafa fleiri stoðir undir rekstrinum og mun ég beita mér af fullum krafti, kirkju okkur til heilla, svo að við öll innan kirkjunnar geti notið hins frábæra starfs sem er samofið menningu Íslands frá alda öðli. Höfundur er frambjóðandi til embættis biskups Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun