Milwaukee Bucks forðaðist sumarfrí með sigri á Indiana Pacers í fimmta leik liðanna í 8-liða úrslitum austurhluta NBA-deildarinnar. Lokatölur 115-92 Bucks í vil en liðið var án stjarna sinna, þeirra Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard.
Í fjarveru þeirra stigu Khris Middleton og Bobby Portis heldur betur upp, báðir skoruðu 29 stig ásamt því að skila sínu á hinum enda vallarins. Middleton tók alls 12 fráköst og gaf fimm stoðsendingar á meðan Portis tók 10 fráköst.
Goodnight. pic.twitter.com/adXEThET8n
— Milwaukee Bucks (@Bucks) May 1, 2024
Það sem gerir sigur Bucks enn merkilegri er að þeir eru fyrsta lið í sögu deildarinnar til að vinna leik í úrslitakeppninni án tveggja af sinna stigahæstu mönnum.
- Giannis er með að meðaltali 30 stig í leik ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 7 stoðsendingar.
- Lillard er með 24 stig að meðaltali í leik, 7 stoðsendingar og 4 fráköst.
Bucks made playoff HISTORY tonight by getting the W without Dame and Giannis 🔥
— Bleacher Report (@BleacherReport) May 1, 2024
(h/t @StatsWilliams) pic.twitter.com/nBCMYe6TwV
Að því sögðu þarf Bucks kraftaverk til að komast áfram gegn Pacers en aðeins þrettán lið hafa komið til baka eftir að vera 3-1 undir.