„Eru að gefa fólki pening sem á þegar pening“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2024 14:30 Steve Redgrave með Ólympíugullverðlaunin sín fimm sem hann vann á leikunum 1984, 1988, 1992, 1996 og 2000. Getty/Shaun Botterill Steve Redgrave er fimmfaldur Ólympíumeistari en hann er ekki hrifinn af því að Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætli að verðlauna gullverðlaunahafa sína á Ólympíuleikunum í París með peningagjöf. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur gefið það út að gullverðlaunahafar á leikunum í París í sumar munu fá fimmtíu þúsund dollara í verðlaunafé eða sjö milljónir íslenskra króna. „Þetta býr til ‚við á móti þeim' aðstæður. Ég er á móti því,“ sagði Steve Redgrave við breska ríkisútvarpið en frjálsar íþróttir eru eina íþróttagreinin sem ætlar að verðlauna Ólympíumeistara sína. Redgrave segir að slíkt skapi óeiningu meðal íþróttafólksins. Olympic prize money for track & field gold medalists will divide athletes, says rowing legend Sir Steve Redgrave https://t.co/j1kvNgjXvO— Dan Roan (@danroan) May 2, 2024 Hingað til hefur heiðurinn af því að vinna Ólympíugullið þótt vera mikið meira en nóg en svo er ekki lengur. Redgrave vann gullverðlaun í róðri á fimm leikum í röð frá 1984 til 2000 en hann er nú 62 ára gamall. Þetta verður í fyrsta skiptið í sögu Ólympíuleikanna sem gullverðlaunahafar fá slíkt verðlaunafé. Ólympíumeistarar hafa vissulega grætt pening á sigrum sínum í formi auglýsingasamninga og styrkja en aldrei fengið verðlaunafé. 48 gull eru í boði í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París í sumar. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar síðan að taka upp á því að verðlauna líka silfur- og bronshafana á leikunum í Los Angeles 2028. „Öll þau sem vinna gull á Ólympíuleikunum fá möguleika til þess að græða mikinn pening bæði fyrir og eftir leikana í París. Þau eru að gefa fólki pening sem á þegar pening,“ sagði Redgrave. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur gefið það út að gullverðlaunahafar á leikunum í París í sumar munu fá fimmtíu þúsund dollara í verðlaunafé eða sjö milljónir íslenskra króna. „Þetta býr til ‚við á móti þeim' aðstæður. Ég er á móti því,“ sagði Steve Redgrave við breska ríkisútvarpið en frjálsar íþróttir eru eina íþróttagreinin sem ætlar að verðlauna Ólympíumeistara sína. Redgrave segir að slíkt skapi óeiningu meðal íþróttafólksins. Olympic prize money for track & field gold medalists will divide athletes, says rowing legend Sir Steve Redgrave https://t.co/j1kvNgjXvO— Dan Roan (@danroan) May 2, 2024 Hingað til hefur heiðurinn af því að vinna Ólympíugullið þótt vera mikið meira en nóg en svo er ekki lengur. Redgrave vann gullverðlaun í róðri á fimm leikum í röð frá 1984 til 2000 en hann er nú 62 ára gamall. Þetta verður í fyrsta skiptið í sögu Ólympíuleikanna sem gullverðlaunahafar fá slíkt verðlaunafé. Ólympíumeistarar hafa vissulega grætt pening á sigrum sínum í formi auglýsingasamninga og styrkja en aldrei fengið verðlaunafé. 48 gull eru í boði í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París í sumar. Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar síðan að taka upp á því að verðlauna líka silfur- og bronshafana á leikunum í Los Angeles 2028. „Öll þau sem vinna gull á Ólympíuleikunum fá möguleika til þess að græða mikinn pening bæði fyrir og eftir leikana í París. Þau eru að gefa fólki pening sem á þegar pening,“ sagði Redgrave.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Sjá meira