Skipulagsmál og uppbygging í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 5. maí 2024 09:31 Uppbyggingin í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið með ótrúlegu móti undanfarin ár og haft töluverð áhrif á samfélagið. Í því samhengi ber að horfa til bæði jákvæðra og neikvæðra áhrifa enda skiptir miklu máli í vaxandi samfélagi að skipulag og framtíðarsýn sé til staðar sem styður við slíkan vöxt. Hvers má vænta? Það eru ákveðin forréttindi fyrir Sveitarfélagið Árborg að vera í þeirri stöðu að þrátt fyrir háa vexti og verðbólgu sé áhugi til uppbyggingar eins mikill og raun ber vitni. Trú fjárfesta á svæðinu er til staðar sem fyrr, og sést best á áhuga í nýlegum útboðum lóða til uppbyggingar. Er þar fyrst og fremst um að ræða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en áhugi fyrirtækja til uppbyggingar atvinnustarfsemi hefur vaxið samhliða. Miðbærinn heldur áfram að byggjast upp, ný fyrirtæki hafa bæst í flóru svæðisins, nokkur hafa stækkað við sig og mörg áhugaverð verkefni í farvatninu. Þegar horft er til uppbyggingu íbúða og þróunar íbúafjölgunar þarf að líta til fleiri þátta en prósentufjölgunar á ári hverju. Það er auðvelt að leggja fram áætlun um einhverja prósentu íbúafjölgunar á ári en ef aðrar áætlanir og framtíðarsýn bæjarstjórnar styður ekki við þá tölu getur endað illa gagnvart innviðum og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Á meðal þátta sem þarf að horfa til eru: Landrými til uppbyggingar Skipulag á landi og stefna bæjaryfirvalda gagnvart aðal- og deiliskipulagi Fjármunir til innviðauppbyggingar Eftirspurn eftir húsnæði á umræddu svæði og geta markaðarins til að mæta henni Hvernig passar þetta Árborg? Innan Árborgar er nægt landrými við alla þéttbýliskjarna sem styður við vöxt þeirra til framtíðar. Uppbygging á nokkrum svæðum í útjaðri Selfoss stendur yfir eða fyrir dyrum og til stendur að bjóða út nýjar götur á Stokkseyri og Eyrarbakka á þessu ári. Stefna D-listans er að uppbygging sé jöfn, stöðug og skynsamleg og taki mið af innviðum samfélagsins. Ef áætlanir sveitarfélagsins ganga eftir næstu 7-10 ár má búast við uppbyggingu um 2500 - 3000 íbúða auk fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Mynd að neðan úr húsnæðisáætlun sveitarfélagins 2024-2033 sýnir mögulega íbúaþróun og fjölda íbúða út frá lág-, mið- eða háspá ef tekið er mið af forsendum í dag. Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024-2033 Samræmi þarf að vera í skipulagsmálum, fjárhag og rekstri og annarri þjónustu sveitarfélagsins til að minnka hættu á að þjónusta skerðist eða skuldasöfnun verði óbærileg vegna uppbyggingar innviða. Fasteignamarkaður hefur verið mjög virkur í Árborg og nærliggjandi sveitarfélögum og engar vísbendingar um að eftirspurn sé að dragast saman á næstu árum. Fjárfestar, framkvæmdaaðilar og verktakar á svæðinu eru öflugir og með getu til að byggja hagkvæmt og þannig viðhaldið framboði á nýjum eignum. Hvernig getur vöxturinn gengið upp? Að teknu tillit til þessara lykilþátta geta bæjaryfirvöld tengt þá saman sem verður til þess að vöxturinn verði stöðugur, skynsamlegur og staðist fjárhagslega. Þar skipta upplýsingar frá öllum fagsviðum sveitarfélagsins máli til að bæjarstjórn hafi sem best gögn við ákvarðanatöku og stefnumörkun. Sveitarfélög þurfa flest að styrkja sína tekjustofna til að standa undir daglegri þjónustu sem og uppbyggingu mikilvægra innviða. Þar hefur m.a. verið horft til svokallaðs “byggingarréttargjalds” sem greitt er til sveitarfélagsins í samræmi við byggingarheimildir á lóð. Slíkt gjald á að nýtast til fjárfestingar í innviðum. Mörg sveitarfélög hafa nýtt sér slíkt gjald á undanförnum árum líkt og Árborg gerir nú. Samskipti sveitarfélagsins við framkvæmdaraðila er einnig mikilvægur þáttur. Þegar skipulögð eru stærri uppbyggingarverkefni þurfa bæði sveitarfélagið og framkvæmdaraðilinn að ganga í takt varðandi framkvæmdahraða, áfangaskiptingu og fleira. Huga þarf jafnframt að því að sveitarfélagið geti mætt þörfum um innviði og þjónustu, svo sem leik- og grunnskóla, heitt vatn og fleira í þeim dúr. Með skynsemi í rekstri að leiðarljósi eigum við betur með að sinna slíkri þörf. Það eru spennandi tímar áfram í Sveitarfélaginu Árborg og lykilatriði að vel sé á málum haldið. Okkur eru allir vegir færir og hef ég óbilandi trú á samfélaginu okkar og uppbyggingu þess til framtíðar. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skipulag Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Uppbyggingin í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið með ótrúlegu móti undanfarin ár og haft töluverð áhrif á samfélagið. Í því samhengi ber að horfa til bæði jákvæðra og neikvæðra áhrifa enda skiptir miklu máli í vaxandi samfélagi að skipulag og framtíðarsýn sé til staðar sem styður við slíkan vöxt. Hvers má vænta? Það eru ákveðin forréttindi fyrir Sveitarfélagið Árborg að vera í þeirri stöðu að þrátt fyrir háa vexti og verðbólgu sé áhugi til uppbyggingar eins mikill og raun ber vitni. Trú fjárfesta á svæðinu er til staðar sem fyrr, og sést best á áhuga í nýlegum útboðum lóða til uppbyggingar. Er þar fyrst og fremst um að ræða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en áhugi fyrirtækja til uppbyggingar atvinnustarfsemi hefur vaxið samhliða. Miðbærinn heldur áfram að byggjast upp, ný fyrirtæki hafa bæst í flóru svæðisins, nokkur hafa stækkað við sig og mörg áhugaverð verkefni í farvatninu. Þegar horft er til uppbyggingu íbúða og þróunar íbúafjölgunar þarf að líta til fleiri þátta en prósentufjölgunar á ári hverju. Það er auðvelt að leggja fram áætlun um einhverja prósentu íbúafjölgunar á ári en ef aðrar áætlanir og framtíðarsýn bæjarstjórnar styður ekki við þá tölu getur endað illa gagnvart innviðum og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Á meðal þátta sem þarf að horfa til eru: Landrými til uppbyggingar Skipulag á landi og stefna bæjaryfirvalda gagnvart aðal- og deiliskipulagi Fjármunir til innviðauppbyggingar Eftirspurn eftir húsnæði á umræddu svæði og geta markaðarins til að mæta henni Hvernig passar þetta Árborg? Innan Árborgar er nægt landrými við alla þéttbýliskjarna sem styður við vöxt þeirra til framtíðar. Uppbygging á nokkrum svæðum í útjaðri Selfoss stendur yfir eða fyrir dyrum og til stendur að bjóða út nýjar götur á Stokkseyri og Eyrarbakka á þessu ári. Stefna D-listans er að uppbygging sé jöfn, stöðug og skynsamleg og taki mið af innviðum samfélagsins. Ef áætlanir sveitarfélagsins ganga eftir næstu 7-10 ár má búast við uppbyggingu um 2500 - 3000 íbúða auk fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Mynd að neðan úr húsnæðisáætlun sveitarfélagins 2024-2033 sýnir mögulega íbúaþróun og fjölda íbúða út frá lág-, mið- eða háspá ef tekið er mið af forsendum í dag. Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024-2033 Samræmi þarf að vera í skipulagsmálum, fjárhag og rekstri og annarri þjónustu sveitarfélagsins til að minnka hættu á að þjónusta skerðist eða skuldasöfnun verði óbærileg vegna uppbyggingar innviða. Fasteignamarkaður hefur verið mjög virkur í Árborg og nærliggjandi sveitarfélögum og engar vísbendingar um að eftirspurn sé að dragast saman á næstu árum. Fjárfestar, framkvæmdaaðilar og verktakar á svæðinu eru öflugir og með getu til að byggja hagkvæmt og þannig viðhaldið framboði á nýjum eignum. Hvernig getur vöxturinn gengið upp? Að teknu tillit til þessara lykilþátta geta bæjaryfirvöld tengt þá saman sem verður til þess að vöxturinn verði stöðugur, skynsamlegur og staðist fjárhagslega. Þar skipta upplýsingar frá öllum fagsviðum sveitarfélagsins máli til að bæjarstjórn hafi sem best gögn við ákvarðanatöku og stefnumörkun. Sveitarfélög þurfa flest að styrkja sína tekjustofna til að standa undir daglegri þjónustu sem og uppbyggingu mikilvægra innviða. Þar hefur m.a. verið horft til svokallaðs “byggingarréttargjalds” sem greitt er til sveitarfélagsins í samræmi við byggingarheimildir á lóð. Slíkt gjald á að nýtast til fjárfestingar í innviðum. Mörg sveitarfélög hafa nýtt sér slíkt gjald á undanförnum árum líkt og Árborg gerir nú. Samskipti sveitarfélagsins við framkvæmdaraðila er einnig mikilvægur þáttur. Þegar skipulögð eru stærri uppbyggingarverkefni þurfa bæði sveitarfélagið og framkvæmdaraðilinn að ganga í takt varðandi framkvæmdahraða, áfangaskiptingu og fleira. Huga þarf jafnframt að því að sveitarfélagið geti mætt þörfum um innviði og þjónustu, svo sem leik- og grunnskóla, heitt vatn og fleira í þeim dúr. Með skynsemi í rekstri að leiðarljósi eigum við betur með að sinna slíkri þörf. Það eru spennandi tímar áfram í Sveitarfélaginu Árborg og lykilatriði að vel sé á málum haldið. Okkur eru allir vegir færir og hef ég óbilandi trú á samfélaginu okkar og uppbyggingu þess til framtíðar. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar