Skipulagsmál og uppbygging í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 5. maí 2024 09:31 Uppbyggingin í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið með ótrúlegu móti undanfarin ár og haft töluverð áhrif á samfélagið. Í því samhengi ber að horfa til bæði jákvæðra og neikvæðra áhrifa enda skiptir miklu máli í vaxandi samfélagi að skipulag og framtíðarsýn sé til staðar sem styður við slíkan vöxt. Hvers má vænta? Það eru ákveðin forréttindi fyrir Sveitarfélagið Árborg að vera í þeirri stöðu að þrátt fyrir háa vexti og verðbólgu sé áhugi til uppbyggingar eins mikill og raun ber vitni. Trú fjárfesta á svæðinu er til staðar sem fyrr, og sést best á áhuga í nýlegum útboðum lóða til uppbyggingar. Er þar fyrst og fremst um að ræða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en áhugi fyrirtækja til uppbyggingar atvinnustarfsemi hefur vaxið samhliða. Miðbærinn heldur áfram að byggjast upp, ný fyrirtæki hafa bæst í flóru svæðisins, nokkur hafa stækkað við sig og mörg áhugaverð verkefni í farvatninu. Þegar horft er til uppbyggingu íbúða og þróunar íbúafjölgunar þarf að líta til fleiri þátta en prósentufjölgunar á ári hverju. Það er auðvelt að leggja fram áætlun um einhverja prósentu íbúafjölgunar á ári en ef aðrar áætlanir og framtíðarsýn bæjarstjórnar styður ekki við þá tölu getur endað illa gagnvart innviðum og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Á meðal þátta sem þarf að horfa til eru: Landrými til uppbyggingar Skipulag á landi og stefna bæjaryfirvalda gagnvart aðal- og deiliskipulagi Fjármunir til innviðauppbyggingar Eftirspurn eftir húsnæði á umræddu svæði og geta markaðarins til að mæta henni Hvernig passar þetta Árborg? Innan Árborgar er nægt landrými við alla þéttbýliskjarna sem styður við vöxt þeirra til framtíðar. Uppbygging á nokkrum svæðum í útjaðri Selfoss stendur yfir eða fyrir dyrum og til stendur að bjóða út nýjar götur á Stokkseyri og Eyrarbakka á þessu ári. Stefna D-listans er að uppbygging sé jöfn, stöðug og skynsamleg og taki mið af innviðum samfélagsins. Ef áætlanir sveitarfélagsins ganga eftir næstu 7-10 ár má búast við uppbyggingu um 2500 - 3000 íbúða auk fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Mynd að neðan úr húsnæðisáætlun sveitarfélagins 2024-2033 sýnir mögulega íbúaþróun og fjölda íbúða út frá lág-, mið- eða háspá ef tekið er mið af forsendum í dag. Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024-2033 Samræmi þarf að vera í skipulagsmálum, fjárhag og rekstri og annarri þjónustu sveitarfélagsins til að minnka hættu á að þjónusta skerðist eða skuldasöfnun verði óbærileg vegna uppbyggingar innviða. Fasteignamarkaður hefur verið mjög virkur í Árborg og nærliggjandi sveitarfélögum og engar vísbendingar um að eftirspurn sé að dragast saman á næstu árum. Fjárfestar, framkvæmdaaðilar og verktakar á svæðinu eru öflugir og með getu til að byggja hagkvæmt og þannig viðhaldið framboði á nýjum eignum. Hvernig getur vöxturinn gengið upp? Að teknu tillit til þessara lykilþátta geta bæjaryfirvöld tengt þá saman sem verður til þess að vöxturinn verði stöðugur, skynsamlegur og staðist fjárhagslega. Þar skipta upplýsingar frá öllum fagsviðum sveitarfélagsins máli til að bæjarstjórn hafi sem best gögn við ákvarðanatöku og stefnumörkun. Sveitarfélög þurfa flest að styrkja sína tekjustofna til að standa undir daglegri þjónustu sem og uppbyggingu mikilvægra innviða. Þar hefur m.a. verið horft til svokallaðs “byggingarréttargjalds” sem greitt er til sveitarfélagsins í samræmi við byggingarheimildir á lóð. Slíkt gjald á að nýtast til fjárfestingar í innviðum. Mörg sveitarfélög hafa nýtt sér slíkt gjald á undanförnum árum líkt og Árborg gerir nú. Samskipti sveitarfélagsins við framkvæmdaraðila er einnig mikilvægur þáttur. Þegar skipulögð eru stærri uppbyggingarverkefni þurfa bæði sveitarfélagið og framkvæmdaraðilinn að ganga í takt varðandi framkvæmdahraða, áfangaskiptingu og fleira. Huga þarf jafnframt að því að sveitarfélagið geti mætt þörfum um innviði og þjónustu, svo sem leik- og grunnskóla, heitt vatn og fleira í þeim dúr. Með skynsemi í rekstri að leiðarljósi eigum við betur með að sinna slíkri þörf. Það eru spennandi tímar áfram í Sveitarfélaginu Árborg og lykilatriði að vel sé á málum haldið. Okkur eru allir vegir færir og hef ég óbilandi trú á samfélaginu okkar og uppbyggingu þess til framtíðar. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skipulag Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Uppbyggingin í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið með ótrúlegu móti undanfarin ár og haft töluverð áhrif á samfélagið. Í því samhengi ber að horfa til bæði jákvæðra og neikvæðra áhrifa enda skiptir miklu máli í vaxandi samfélagi að skipulag og framtíðarsýn sé til staðar sem styður við slíkan vöxt. Hvers má vænta? Það eru ákveðin forréttindi fyrir Sveitarfélagið Árborg að vera í þeirri stöðu að þrátt fyrir háa vexti og verðbólgu sé áhugi til uppbyggingar eins mikill og raun ber vitni. Trú fjárfesta á svæðinu er til staðar sem fyrr, og sést best á áhuga í nýlegum útboðum lóða til uppbyggingar. Er þar fyrst og fremst um að ræða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en áhugi fyrirtækja til uppbyggingar atvinnustarfsemi hefur vaxið samhliða. Miðbærinn heldur áfram að byggjast upp, ný fyrirtæki hafa bæst í flóru svæðisins, nokkur hafa stækkað við sig og mörg áhugaverð verkefni í farvatninu. Þegar horft er til uppbyggingu íbúða og þróunar íbúafjölgunar þarf að líta til fleiri þátta en prósentufjölgunar á ári hverju. Það er auðvelt að leggja fram áætlun um einhverja prósentu íbúafjölgunar á ári en ef aðrar áætlanir og framtíðarsýn bæjarstjórnar styður ekki við þá tölu getur endað illa gagnvart innviðum og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Á meðal þátta sem þarf að horfa til eru: Landrými til uppbyggingar Skipulag á landi og stefna bæjaryfirvalda gagnvart aðal- og deiliskipulagi Fjármunir til innviðauppbyggingar Eftirspurn eftir húsnæði á umræddu svæði og geta markaðarins til að mæta henni Hvernig passar þetta Árborg? Innan Árborgar er nægt landrými við alla þéttbýliskjarna sem styður við vöxt þeirra til framtíðar. Uppbygging á nokkrum svæðum í útjaðri Selfoss stendur yfir eða fyrir dyrum og til stendur að bjóða út nýjar götur á Stokkseyri og Eyrarbakka á þessu ári. Stefna D-listans er að uppbygging sé jöfn, stöðug og skynsamleg og taki mið af innviðum samfélagsins. Ef áætlanir sveitarfélagsins ganga eftir næstu 7-10 ár má búast við uppbyggingu um 2500 - 3000 íbúða auk fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Mynd að neðan úr húsnæðisáætlun sveitarfélagins 2024-2033 sýnir mögulega íbúaþróun og fjölda íbúða út frá lág-, mið- eða háspá ef tekið er mið af forsendum í dag. Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024-2033 Samræmi þarf að vera í skipulagsmálum, fjárhag og rekstri og annarri þjónustu sveitarfélagsins til að minnka hættu á að þjónusta skerðist eða skuldasöfnun verði óbærileg vegna uppbyggingar innviða. Fasteignamarkaður hefur verið mjög virkur í Árborg og nærliggjandi sveitarfélögum og engar vísbendingar um að eftirspurn sé að dragast saman á næstu árum. Fjárfestar, framkvæmdaaðilar og verktakar á svæðinu eru öflugir og með getu til að byggja hagkvæmt og þannig viðhaldið framboði á nýjum eignum. Hvernig getur vöxturinn gengið upp? Að teknu tillit til þessara lykilþátta geta bæjaryfirvöld tengt þá saman sem verður til þess að vöxturinn verði stöðugur, skynsamlegur og staðist fjárhagslega. Þar skipta upplýsingar frá öllum fagsviðum sveitarfélagsins máli til að bæjarstjórn hafi sem best gögn við ákvarðanatöku og stefnumörkun. Sveitarfélög þurfa flest að styrkja sína tekjustofna til að standa undir daglegri þjónustu sem og uppbyggingu mikilvægra innviða. Þar hefur m.a. verið horft til svokallaðs “byggingarréttargjalds” sem greitt er til sveitarfélagsins í samræmi við byggingarheimildir á lóð. Slíkt gjald á að nýtast til fjárfestingar í innviðum. Mörg sveitarfélög hafa nýtt sér slíkt gjald á undanförnum árum líkt og Árborg gerir nú. Samskipti sveitarfélagsins við framkvæmdaraðila er einnig mikilvægur þáttur. Þegar skipulögð eru stærri uppbyggingarverkefni þurfa bæði sveitarfélagið og framkvæmdaraðilinn að ganga í takt varðandi framkvæmdahraða, áfangaskiptingu og fleira. Huga þarf jafnframt að því að sveitarfélagið geti mætt þörfum um innviði og þjónustu, svo sem leik- og grunnskóla, heitt vatn og fleira í þeim dúr. Með skynsemi í rekstri að leiðarljósi eigum við betur með að sinna slíkri þörf. Það eru spennandi tímar áfram í Sveitarfélaginu Árborg og lykilatriði að vel sé á málum haldið. Okkur eru allir vegir færir og hef ég óbilandi trú á samfélaginu okkar og uppbyggingu þess til framtíðar. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun