Taka bóluefni AstraZeneca úr sölu vegna dvínandi eftirspurnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 11:20 Bóluefni AstraZeneca var meðal annars gefið á Íslandi þegar bólusetningar gegn Covid-19 hófust árið 2021. Vísir/Vilhelm Lyfjafyrirtækið AstraZeneca hefur ákveðið að innkalla bóluefni sitt gegn Covid-19 vegna dvínandi eftirspurnar á heimsvísu. Fyrirtækið var áður hætt að framleiða og dreifa bóluefninu sem var eitt það fyrsta sem var þróað gegn veirunni skæðu. Auk þess að innkalla bóluefnið Vaxzevria skilaði AstraZeneca inn markaðsleyfi þess í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að efnið hefði ekki lengur markaðsleyfi í álfunni. Í tilkynningu vísaði fyrirtækið til mikils framboðs á nýrri bóluefnum gegn ýmsu afbrigðum Covid-19 sem hefði dregið mjög úr eftirspurn eftir Vaxzevria. Fyrirtækið hafi ekki haft tekjur af bóluefninu frá því í apríl í fyrra. Bóluefni AstraZeneca var á meðal þeirra fyrstu gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sem olli heimsfaraldri árið 2020. Um þremur milljörðum skammta af bóluefninu var dreift eftir að fyrsti skammturinn var gefinn í Bretlandi í janúar 2021, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Bjargaði milljónum mannslífa Þrátt fyrir að bóluefnið hafi almennt verið metið öruggt og gagnlegt kom í ljós sjaldgæf en alvarleg aukaverkun sem var hætta á blóðtappamyndun. Hópur ríkja hætti notkun bóluefnisins tímabundið. Reuters-fréttastofan segir að fyrirtækið hafi viðurkennt í dómsmálum að sjaldgæfar hliðarverkanir bóluefnisins hafi meðal annars verið blóðtappar og fækkun blóðflaga. Í yfirlýsingu sinni sagðist AstraZeneca stolt af því að bóluefnið hafi átt þátt í að binda enda á heimsfaraldurinn sem olli milljónum dauðsfalla. Catherine Bennet, forstöðumaður smitsjúkdómafræðideildar Deakin-háskóla í Ástralíu, segir við The Guardian að bóluefni AstraZeneca hafi reynst heimsbyggðinni mikilvægt, sérstaklega í fyrstu viðbrögðunum við faraldrinum. Það hafi þó verið hannað fyrir upphaflegt afbrigði veirunnar og nýrri bóluefni nái utan um seinni tíma afbrigðin. „Það hefur bjargað milljónum mannslífa og því skyldi ekki gleyma,“ segir Bennet. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Auk þess að innkalla bóluefnið Vaxzevria skilaði AstraZeneca inn markaðsleyfi þess í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að efnið hefði ekki lengur markaðsleyfi í álfunni. Í tilkynningu vísaði fyrirtækið til mikils framboðs á nýrri bóluefnum gegn ýmsu afbrigðum Covid-19 sem hefði dregið mjög úr eftirspurn eftir Vaxzevria. Fyrirtækið hafi ekki haft tekjur af bóluefninu frá því í apríl í fyrra. Bóluefni AstraZeneca var á meðal þeirra fyrstu gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sem olli heimsfaraldri árið 2020. Um þremur milljörðum skammta af bóluefninu var dreift eftir að fyrsti skammturinn var gefinn í Bretlandi í janúar 2021, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Bjargaði milljónum mannslífa Þrátt fyrir að bóluefnið hafi almennt verið metið öruggt og gagnlegt kom í ljós sjaldgæf en alvarleg aukaverkun sem var hætta á blóðtappamyndun. Hópur ríkja hætti notkun bóluefnisins tímabundið. Reuters-fréttastofan segir að fyrirtækið hafi viðurkennt í dómsmálum að sjaldgæfar hliðarverkanir bóluefnisins hafi meðal annars verið blóðtappar og fækkun blóðflaga. Í yfirlýsingu sinni sagðist AstraZeneca stolt af því að bóluefnið hafi átt þátt í að binda enda á heimsfaraldurinn sem olli milljónum dauðsfalla. Catherine Bennet, forstöðumaður smitsjúkdómafræðideildar Deakin-háskóla í Ástralíu, segir við The Guardian að bóluefni AstraZeneca hafi reynst heimsbyggðinni mikilvægt, sérstaklega í fyrstu viðbrögðunum við faraldrinum. Það hafi þó verið hannað fyrir upphaflegt afbrigði veirunnar og nýrri bóluefni nái utan um seinni tíma afbrigðin. „Það hefur bjargað milljónum mannslífa og því skyldi ekki gleyma,“ segir Bennet.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira