Flokkur fólksins mun ekki samþykkja að hækka leigu hjá Félagsbústöðum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 10. maí 2024 11:00 Félagsbústaðir eru B-hluta fyrirtæki Reykjavíkurborgar og er óhagnaðardrifið félag. Viðskiptamódel Félagsbústaða gengur ekki upp miðað við núverandi forsendur sem er að rekstur félagsins skuli vera sjálfbær. Í umræðunni er að hækka leiguna. Félagsbústaðir standa ekki undir greiðslubyrði lána að óbreyttu. Það þarf atkvæði meirihluta fulltrúa í velferðarráði til að hækka leiguna hjá Félagsbústöðum. Flokkur fólksins sem á þar fulltrúa mun ekki samþykkja að leiga verði hækkuð til þess að halda þessu fyrirtæki á floti. Finna þarf aðrar leiðir eða breyta viðskiptamódelinu. Skoða mætti að styrkja Félagsbústaði með öðrum hætti en þá er það vissulega í skjön við markmið félagsins þ.e. að verða sjálfbært. En atkvæði minnihlutans mega sín lítils því meirihlutinn í velferðarráði er með sín meirihlutaatkvæði. Taki meirihlutinn ákvörðun um að hækka leigu félagslegum íbúðum geta þau gert það sama hvernig minnihlutinn greiðir atkvæði. Aðeins verið að blekkja Enn og aftur er borgarbúum boðið upp á hálfgert gerviuppgjör hjá Félagsbústöðum Reykjavíkurborgar. Í því sambandi er vísað til matsbreytinga fjárfestingaeigna í ársreikningi Félagsbústaða Reykjavíkurborgar. Í þessu felst að bókfært verð íbúða Félagsbústaða er endurmetið samkvæmt matsbreytingum á almennum íbúðamarkaði. Aukið verðmæti þeirra er ár hvert fært sem hagnaður í ársreikningi. Þessi reikningsskilaaðferð hefur margsinnis verið gagnrýnd af Flokki fólksins og fleirum. Matsbreytingar námu um 5 milljörðum króna á síðasta ári og eru þær færðar sem hagnaður sem er einungis tilkominn vegna hækkunar á virði fasteignamats eigna Félagsbústaða. Hér er því um gervikrónur að ræða því íbúðir Félagsbústaða verða aldrei seldar á almennum markaði. Áður var verðmæti eigna Félagsbústaða bókfært á kostnaðarverði en ekki samkvæmt reiknuðu gangvirði samkvæmt verðþróun á almennum markaði. Þegar harðna fór á dalnum í fjármálum var gripið til þess ráðs að skipta um matsaðferð til að láta stöðuna líta skár út. Með þessu er verið að slá ryki í augu borgarbúa til að láta svo líta út að afkoman sé betri en hún er í raun og veru. Ef eignir Félagsbústaða væru metnar á kostnaðarverði fremur en gangvirði á almennum markaði þá kæmi skýrt í ljós hve illa fjárhagslega Félagsbústaðir eru í raun staddir. Reikningsskil eiga að sýna fjárhagslega stöðu fyrirtækisins (rekstur og efnahag) eins og hún er í raun og veru en ekki vera nýtt til að setja upp einhvern gerviveruleika. Það væri alveg eins hægt að reikna alla skóla borgarinnar, sundlaugar og íþróttahús upp til einhvers matsverðs til að breyta ,,efnahagslegri ásýnd“ borgarsjóðs. Rekstur félagslegs húsnæðis er lögbundið skylduverkefni sveitarfélaga og því verða allar eignir Félagsbústaða aldrei seldar allar í einu. Hægt er að fullyrða að með þessari reikningsskilaaðferð sé ekki aðeins verið að slá ryki í augu borgarbúa, heldur að farið sé á svig við alþjóðalega reikningsskilastaðla sem þó er fullyrt að hafðir séu að leiðarljósi í ársreikningi Félagsbústaða. Í ársreikningi segir fullum fetum að hann sé gerður í samræmi við IFRS reikningsskilastaðalinn (International Financial Reporting Standards) sem byggir á fjórum grundvallaratriðum en þau eru skýrleiki (clarity), mikilvægi (relevance), áreiðanleiki (reliability) og samanburðarhæfni (comparability). Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hvort ársreikningur Félagsbústaða standist þær kröfur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir eru B-hluta fyrirtæki Reykjavíkurborgar og er óhagnaðardrifið félag. Viðskiptamódel Félagsbústaða gengur ekki upp miðað við núverandi forsendur sem er að rekstur félagsins skuli vera sjálfbær. Í umræðunni er að hækka leiguna. Félagsbústaðir standa ekki undir greiðslubyrði lána að óbreyttu. Það þarf atkvæði meirihluta fulltrúa í velferðarráði til að hækka leiguna hjá Félagsbústöðum. Flokkur fólksins sem á þar fulltrúa mun ekki samþykkja að leiga verði hækkuð til þess að halda þessu fyrirtæki á floti. Finna þarf aðrar leiðir eða breyta viðskiptamódelinu. Skoða mætti að styrkja Félagsbústaði með öðrum hætti en þá er það vissulega í skjön við markmið félagsins þ.e. að verða sjálfbært. En atkvæði minnihlutans mega sín lítils því meirihlutinn í velferðarráði er með sín meirihlutaatkvæði. Taki meirihlutinn ákvörðun um að hækka leigu félagslegum íbúðum geta þau gert það sama hvernig minnihlutinn greiðir atkvæði. Aðeins verið að blekkja Enn og aftur er borgarbúum boðið upp á hálfgert gerviuppgjör hjá Félagsbústöðum Reykjavíkurborgar. Í því sambandi er vísað til matsbreytinga fjárfestingaeigna í ársreikningi Félagsbústaða Reykjavíkurborgar. Í þessu felst að bókfært verð íbúða Félagsbústaða er endurmetið samkvæmt matsbreytingum á almennum íbúðamarkaði. Aukið verðmæti þeirra er ár hvert fært sem hagnaður í ársreikningi. Þessi reikningsskilaaðferð hefur margsinnis verið gagnrýnd af Flokki fólksins og fleirum. Matsbreytingar námu um 5 milljörðum króna á síðasta ári og eru þær færðar sem hagnaður sem er einungis tilkominn vegna hækkunar á virði fasteignamats eigna Félagsbústaða. Hér er því um gervikrónur að ræða því íbúðir Félagsbústaða verða aldrei seldar á almennum markaði. Áður var verðmæti eigna Félagsbústaða bókfært á kostnaðarverði en ekki samkvæmt reiknuðu gangvirði samkvæmt verðþróun á almennum markaði. Þegar harðna fór á dalnum í fjármálum var gripið til þess ráðs að skipta um matsaðferð til að láta stöðuna líta skár út. Með þessu er verið að slá ryki í augu borgarbúa til að láta svo líta út að afkoman sé betri en hún er í raun og veru. Ef eignir Félagsbústaða væru metnar á kostnaðarverði fremur en gangvirði á almennum markaði þá kæmi skýrt í ljós hve illa fjárhagslega Félagsbústaðir eru í raun staddir. Reikningsskil eiga að sýna fjárhagslega stöðu fyrirtækisins (rekstur og efnahag) eins og hún er í raun og veru en ekki vera nýtt til að setja upp einhvern gerviveruleika. Það væri alveg eins hægt að reikna alla skóla borgarinnar, sundlaugar og íþróttahús upp til einhvers matsverðs til að breyta ,,efnahagslegri ásýnd“ borgarsjóðs. Rekstur félagslegs húsnæðis er lögbundið skylduverkefni sveitarfélaga og því verða allar eignir Félagsbústaða aldrei seldar allar í einu. Hægt er að fullyrða að með þessari reikningsskilaaðferð sé ekki aðeins verið að slá ryki í augu borgarbúa, heldur að farið sé á svig við alþjóðalega reikningsskilastaðla sem þó er fullyrt að hafðir séu að leiðarljósi í ársreikningi Félagsbústaða. Í ársreikningi segir fullum fetum að hann sé gerður í samræmi við IFRS reikningsskilastaðalinn (International Financial Reporting Standards) sem byggir á fjórum grundvallaratriðum en þau eru skýrleiki (clarity), mikilvægi (relevance), áreiðanleiki (reliability) og samanburðarhæfni (comparability). Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hvort ársreikningur Félagsbústaða standist þær kröfur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar