Skálkaskjól Gunnlaugur Stefánsson skrifar 10. maí 2024 12:31 Núna standa alþingismenn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að leyfa opnu sjókvíaeldi að eyða villtum laxastofnum. Þetta er ekki pólitísk spurning, heldur siðræn, fjallar um siðferði gagnvart náttúru og villtum laxastofnum. Hvergi í veröldinni hefur tekist að stunda opið sjókvíaeldi án þess að skaða lífríkið varanlega og eyða villtum laxastofnum. Frumvarpið um lagareldi, sem matvælaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og atvinnuveganefnd þingsins fjallar nú um, gengur í raun út frá að norskur og kynþroska lax haldi áfram að sleppa úr kvíum með óhjákvæmilegri erfðablöndum við villtan íslenskan lax, lúsin haldi áfram að herja og sjúkdómar að malla. Opið sjókvíaeldi er afar ófullkomin framleiðslutækni og dýrkeypt fyrir lífríkið. Það staðfestir reynslan. En þetta er ódýrt í uppsetningu og rekstri með von um gríðarlegan skammtímagróða fyrir eigendurna. Þess vegna er ekkert sparað í áróðri og ágengni til að stjórnsýslan og stjórnmálamenn láti óskapnaðinn yfir sig ganga og segjast svo vera að bjarga búsetunni í brothættum byggðum á eldissvæðunum. Það er alveg klárt að í fyllingu tímans mun opna sjókvíaeldið heyra sögunni til. Ef það gerist ekki með upplýstri ákvörðun stjórnmálamanna af virðingu við lífríkið, þá mun íslensk náttúran sjá um það. Veður, hafís, lús, marglytta, hvalur og sjúkdómar gera það auk slysasleppinga sem halda áfram hér eftir sem hingað til. Þá skiptir engu máli hvað skrifað er í lög. Náttúran er ólæs og fer sínu fram. En hvað verður eldið búið að valda miklum skaða og eyða af lífríkinu með alvarlegum afleiðingum fyrir búsetu í landbúnaðarhéruðum okkar? Hvað verður þá um atvinnulífið í brothættum byggðum á eldissvæðum? Eldisiðjan verður fljót að pakka saman og þakkar ekki einu sinni fyrir sig. Horfumst í augu við veruleikann. Opið sjókvíaeldi með norskum og frjóum eldislaxi, sem frumvarp matvælaráðherra ætlar að halda áfam að leyfa, eyðir villtum laxastofnum með erfðablöndum. Þá skiptir engu hvaða óskhyggju menn skrifa í lög til að telja sér trú um að koma í veg fyrir það. Það heitir skálkaskjól. Þess vegna verður sérhver alþingismaður að svara hinni siðrænu spurningu og bera ábyrgð á svarinu: Vil ég fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir opið sjókvíaeldi? Ef einhverjir efast enn, leyfum þá náttúrunni að njóta vafans eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum. Það bjóðast neyðarúrræði. Að eingöngu verði leyfður ófrjór fiskur í opna eldinu til skamms tíma til að koma í veg fyrir erfðablöndun, sett verði hörð viðurlög með leyfissviptingum og sektum þegar út af bregður og gjaldtaka stóraukin og nýtt til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Því verður vart trúað, að Alþingi samþykki í tímaþröng með valdi meirihlutans stórgallað frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax og í bullandi ágreiningi við þjóðina. Eða verður það forseti Íslands sem leyfir þjóðinni að kveða upp sinn úrskurð? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, formaður Náttúrufélagsins Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Núna standa alþingismenn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að leyfa opnu sjókvíaeldi að eyða villtum laxastofnum. Þetta er ekki pólitísk spurning, heldur siðræn, fjallar um siðferði gagnvart náttúru og villtum laxastofnum. Hvergi í veröldinni hefur tekist að stunda opið sjókvíaeldi án þess að skaða lífríkið varanlega og eyða villtum laxastofnum. Frumvarpið um lagareldi, sem matvælaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og atvinnuveganefnd þingsins fjallar nú um, gengur í raun út frá að norskur og kynþroska lax haldi áfram að sleppa úr kvíum með óhjákvæmilegri erfðablöndum við villtan íslenskan lax, lúsin haldi áfram að herja og sjúkdómar að malla. Opið sjókvíaeldi er afar ófullkomin framleiðslutækni og dýrkeypt fyrir lífríkið. Það staðfestir reynslan. En þetta er ódýrt í uppsetningu og rekstri með von um gríðarlegan skammtímagróða fyrir eigendurna. Þess vegna er ekkert sparað í áróðri og ágengni til að stjórnsýslan og stjórnmálamenn láti óskapnaðinn yfir sig ganga og segjast svo vera að bjarga búsetunni í brothættum byggðum á eldissvæðunum. Það er alveg klárt að í fyllingu tímans mun opna sjókvíaeldið heyra sögunni til. Ef það gerist ekki með upplýstri ákvörðun stjórnmálamanna af virðingu við lífríkið, þá mun íslensk náttúran sjá um það. Veður, hafís, lús, marglytta, hvalur og sjúkdómar gera það auk slysasleppinga sem halda áfram hér eftir sem hingað til. Þá skiptir engu máli hvað skrifað er í lög. Náttúran er ólæs og fer sínu fram. En hvað verður eldið búið að valda miklum skaða og eyða af lífríkinu með alvarlegum afleiðingum fyrir búsetu í landbúnaðarhéruðum okkar? Hvað verður þá um atvinnulífið í brothættum byggðum á eldissvæðum? Eldisiðjan verður fljót að pakka saman og þakkar ekki einu sinni fyrir sig. Horfumst í augu við veruleikann. Opið sjókvíaeldi með norskum og frjóum eldislaxi, sem frumvarp matvælaráðherra ætlar að halda áfam að leyfa, eyðir villtum laxastofnum með erfðablöndum. Þá skiptir engu hvaða óskhyggju menn skrifa í lög til að telja sér trú um að koma í veg fyrir það. Það heitir skálkaskjól. Þess vegna verður sérhver alþingismaður að svara hinni siðrænu spurningu og bera ábyrgð á svarinu: Vil ég fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir opið sjókvíaeldi? Ef einhverjir efast enn, leyfum þá náttúrunni að njóta vafans eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum. Það bjóðast neyðarúrræði. Að eingöngu verði leyfður ófrjór fiskur í opna eldinu til skamms tíma til að koma í veg fyrir erfðablöndun, sett verði hörð viðurlög með leyfissviptingum og sektum þegar út af bregður og gjaldtaka stóraukin og nýtt til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Því verður vart trúað, að Alþingi samþykki í tímaþröng með valdi meirihlutans stórgallað frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax og í bullandi ágreiningi við þjóðina. Eða verður það forseti Íslands sem leyfir þjóðinni að kveða upp sinn úrskurð? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, formaður Náttúrufélagsins Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun