Greint er frá undirritun í tilkynningu Blaðamannafélagsins, sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður ritar undir.
„Samningarnir byggja á grunni Stöðugleikasamningsins sem gerður var milli SA og sambanda og félaga ASÍ í mars sl. Samkvæmt samningunum taka launahækkanir gildi um næstu mánaðamót og gilda afturvirkt frá 1. febrúar.“
Kjarasamningarnir verði kynntir félagsmönnum á næstu dögum og í framhaldi verði haldin rafræn atkvæðagreiðsla um þá.
„Samningarnir eru annars vegar aðalkjarasamningur BÍ við SA, sem Árvakur, RÚV og SÝN eiga aðild að, og hins vegar kjarasamningur milli Félags fréttamanna og RÚV. Kjaraviðræður við aðra miðla fara fram í kjölfar þessara undirritana og byggja á aðalkjarasamningnum,“ segir í lok tilkynningar.