Hlaðvarpsvinur LeBron líklegastur til að taka við Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2024 07:00 Næsti þjálfari Lakers? Mitchell Leff/Getty Images Leikmaðurinn fyrrverandi Jonathan Clay „JJ“ Reddick hefur óvænt verið orðaður við þjálfarastöðu Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Það vekur athygli þar sem undanfarnar vikur hefur hann haldið úti hlaðvarpi með LeBron James, skærustu stjörnu Lakers. Reddick og LeBron eru fæddir árið 1984 og verða því fertugir á árinu. Á meðan Reddick hefur lagt skóna á hilluna og snúið sér að leikgreiningu í sjónvarpi sem og hlaðvarpi þá er LeBron enn í fullu fjöri með Lakers. Reddick lék alls 15 tímabil í NBA-deildinni. Hann var leikmaður Orlando Magic frá 2006 til 2013. Þaðan fór hann til Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers, Philadelphia 76ers, New Orleans Pelicans og loks Dallas Mavericks áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2021. Síðan hefur hefur hann starfað fyrir ESPN. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Reddick gæti fært sig yfir í þjálfun. LeBron og félagar eru í þjálfaraleit en Darvin Ham var látinn taka poka sinn eftir að Lakers tapaði fyrir Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Félagið hefur fengið hinn goðsagnakennda Coach K, Mike Krzyzewski, til aðstoða sig við leitina. Sá þjálfaði háskólalið Duke frá 1980 til 2021 en það er skólinn sem Reddick spilaði fyrir á sínum tíma. Það hefur verið staðfest að Reddick sé meðal þeirra nafna sem eru á blaði hjá Lakers en nú hafa Jovan Buha, sérfræðingur The Athletic um Lakers, og hinn áreiðanlegi Shams Charania gefið til kynna að hann sé líklegasti kosturinn eins og staðan er í dag. The Lakers have begun meetings to discuss their head coaching job, interviewing JJ Redick, New Orleans’ James Borrego and Boston’s Sam Cassell, sources tell me and @ShamsCharania. More interviews to come.The latest at @TheAthletic: https://t.co/JGjkYPW4p3— Jovan Buha (@jovanbuha) May 21, 2024 Samkvæmt Buha og Charania er orðið á götunni að Lakers hafi trú á því að Reddick gæti fetað í fótspor Pat Riley. Sá var einnig leikmaður og hafði starfað í fjölmiðlum áður en hann gerðist þjálfari. Riley byrjaði reyndar sem aðstoðarþjálfari Lakers, og varð meistari sem slíkur, áður en hann tók við liðinu og vann fjóra titla til viðbótar. Riley endurtók svo leikinn með Miami Heat árið 2006 og starfar enn þann í dag fyrir félagið. Þau sem valdið hafa hjá Lakers trúa að Reddick búi yfir svipuðum eiginleikum og Riley. Þá trúa þau einnig að hann gæti hjálpað liðinu til skamms tíma og ef vel fer þá gæti hann stýrt því næstu árin. Reddick hefur undanfarnar vikur haldið úti hlaðvarpinu Mind the Game með LeBron. Þar sitja þeir félagar og ræða körfubolta í þaula ásamt því að gæða sér á rauðvíni. Þegar hlaðvarpið fór fyrst af stað var grínast með það að LeBron væri að undirbúa Reddick fyrir þjálfarastarf Lakers. Nú virðist hreinlega sem það gæti orðið að veruleika. Körfubolti NBA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Reddick og LeBron eru fæddir árið 1984 og verða því fertugir á árinu. Á meðan Reddick hefur lagt skóna á hilluna og snúið sér að leikgreiningu í sjónvarpi sem og hlaðvarpi þá er LeBron enn í fullu fjöri með Lakers. Reddick lék alls 15 tímabil í NBA-deildinni. Hann var leikmaður Orlando Magic frá 2006 til 2013. Þaðan fór hann til Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers, Philadelphia 76ers, New Orleans Pelicans og loks Dallas Mavericks áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2021. Síðan hefur hefur hann starfað fyrir ESPN. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Reddick gæti fært sig yfir í þjálfun. LeBron og félagar eru í þjálfaraleit en Darvin Ham var látinn taka poka sinn eftir að Lakers tapaði fyrir Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Félagið hefur fengið hinn goðsagnakennda Coach K, Mike Krzyzewski, til aðstoða sig við leitina. Sá þjálfaði háskólalið Duke frá 1980 til 2021 en það er skólinn sem Reddick spilaði fyrir á sínum tíma. Það hefur verið staðfest að Reddick sé meðal þeirra nafna sem eru á blaði hjá Lakers en nú hafa Jovan Buha, sérfræðingur The Athletic um Lakers, og hinn áreiðanlegi Shams Charania gefið til kynna að hann sé líklegasti kosturinn eins og staðan er í dag. The Lakers have begun meetings to discuss their head coaching job, interviewing JJ Redick, New Orleans’ James Borrego and Boston’s Sam Cassell, sources tell me and @ShamsCharania. More interviews to come.The latest at @TheAthletic: https://t.co/JGjkYPW4p3— Jovan Buha (@jovanbuha) May 21, 2024 Samkvæmt Buha og Charania er orðið á götunni að Lakers hafi trú á því að Reddick gæti fetað í fótspor Pat Riley. Sá var einnig leikmaður og hafði starfað í fjölmiðlum áður en hann gerðist þjálfari. Riley byrjaði reyndar sem aðstoðarþjálfari Lakers, og varð meistari sem slíkur, áður en hann tók við liðinu og vann fjóra titla til viðbótar. Riley endurtók svo leikinn með Miami Heat árið 2006 og starfar enn þann í dag fyrir félagið. Þau sem valdið hafa hjá Lakers trúa að Reddick búi yfir svipuðum eiginleikum og Riley. Þá trúa þau einnig að hann gæti hjálpað liðinu til skamms tíma og ef vel fer þá gæti hann stýrt því næstu árin. Reddick hefur undanfarnar vikur haldið úti hlaðvarpinu Mind the Game með LeBron. Þar sitja þeir félagar og ræða körfubolta í þaula ásamt því að gæða sér á rauðvíni. Þegar hlaðvarpið fór fyrst af stað var grínast með það að LeBron væri að undirbúa Reddick fyrir þjálfarastarf Lakers. Nú virðist hreinlega sem það gæti orðið að veruleika.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira