„Ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2024 21:52 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þakkar Jökli Elísabetarsyni, þjálfara Stjörnunnar, fyrir leikinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í 7. umferð Bestu deildar karla. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með stigin þrjú eftir leik. „Það var ljúft að vinna. Þetta endaði þannig að við þurftum að halda þetta út. Það var of langur tími að gera það í 15-20 mínútur. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum okkur í færi til að skora fleiri mörk en náðum því ekki. Við vorum að mæta sterku liði sem henti öllu fram undir lokin og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og gerðum það vel,“ sagði Halldór í samtali við Vísi og bætti við að þetta hafi verið sætur sigur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik og Halldór var ánægður með spilið hjá sínu liði sem skilaði tveimur mörkum. „Mörkin komu eftir frábærar sóknir. Mér fannst við byrja leikinn vel og vorum með góða stjórn á leiknum og komum okkur í góðar stöður og ég var ánægður með það. Um miðjan fyrri hálfleik fannst mér við fara að verja 1-0 forskot en þetta var opinn og skemmtilegur leikur.“ Eina mark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Halldór viðurkenndi að það var þungt farandi inn í hálfleik. „Þetta fræga þriðja mark kom rétt fyrir hálfleik. Markið kom úr uppspili þar sem við vorum með klippurnar klárar í hálfleik og það var svekkjandi. Eftir að þeir spiluðu í gegnum fyrstu pressuna áttum við að gera betur og það er mikil munur á 2-0 og 2-1 þannig að það var svekkjandi að vera ekki með tveggja marka forskot í hálfleik.“ Damir Muminovic gerðist brotlegur inn í teig og fékk á sig vítaspyrnu. Damir tæklaði Örvar Eggertsson og Halldór hefði viljað sjá hann standa í lappirnar. „Það er ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar. Hann veit það sjálfur en stundum í hita leiksins þá gleymist það og þetta var klaufalegt og óþarfi en vandamálið byrjaði ofar í pressunni.“ Stjarnan fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn undir lokin og Halldór viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Mér fannst þetta of langur tími. Auðvitað er það þannig að maður er stressaður á hliðarlínunni þegar að maður er lítið með boltann en raunverulega voru þeir ekki að skapa mikið og mér fannst við standa þetta vel af okkur en þetta var of langur tími. Þegar að við unnum boltann hefðum við átt að halda betur í hann en við lærum af því og höldum áfram,“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
„Það var ljúft að vinna. Þetta endaði þannig að við þurftum að halda þetta út. Það var of langur tími að gera það í 15-20 mínútur. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum okkur í færi til að skora fleiri mörk en náðum því ekki. Við vorum að mæta sterku liði sem henti öllu fram undir lokin og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og gerðum það vel,“ sagði Halldór í samtali við Vísi og bætti við að þetta hafi verið sætur sigur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik og Halldór var ánægður með spilið hjá sínu liði sem skilaði tveimur mörkum. „Mörkin komu eftir frábærar sóknir. Mér fannst við byrja leikinn vel og vorum með góða stjórn á leiknum og komum okkur í góðar stöður og ég var ánægður með það. Um miðjan fyrri hálfleik fannst mér við fara að verja 1-0 forskot en þetta var opinn og skemmtilegur leikur.“ Eina mark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Halldór viðurkenndi að það var þungt farandi inn í hálfleik. „Þetta fræga þriðja mark kom rétt fyrir hálfleik. Markið kom úr uppspili þar sem við vorum með klippurnar klárar í hálfleik og það var svekkjandi. Eftir að þeir spiluðu í gegnum fyrstu pressuna áttum við að gera betur og það er mikil munur á 2-0 og 2-1 þannig að það var svekkjandi að vera ekki með tveggja marka forskot í hálfleik.“ Damir Muminovic gerðist brotlegur inn í teig og fékk á sig vítaspyrnu. Damir tæklaði Örvar Eggertsson og Halldór hefði viljað sjá hann standa í lappirnar. „Það er ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar. Hann veit það sjálfur en stundum í hita leiksins þá gleymist það og þetta var klaufalegt og óþarfi en vandamálið byrjaði ofar í pressunni.“ Stjarnan fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn undir lokin og Halldór viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Mér fannst þetta of langur tími. Auðvitað er það þannig að maður er stressaður á hliðarlínunni þegar að maður er lítið með boltann en raunverulega voru þeir ekki að skapa mikið og mér fannst við standa þetta vel af okkur en þetta var of langur tími. Þegar að við unnum boltann hefðum við átt að halda betur í hann en við lærum af því og höldum áfram,“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti