Hækka leigu á stúdentagörðum um tvö prósent í haust Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 10:26 Samliggjandi stofa og eldhús í þriggja herbergja íbúð á Skógargörðum. Mynd/Félagsstofnun stúdenta Félagsstofnun stúdenta, FS, hækkar leigu á stúdentagörðunum um tvö prósent frá og með 1. september næstkomandi. Ástæða hækkunar er aukin rekstrarkostnaður og aukin viðhaldskostnaður sem ekki hefur tekist að rétta úr undanfarin ár. „Mikilvægt er að leiðrétta reksturinn og er þetta skref í átt til þess,“ segir í tilkynningu frá Félagsstofnun Stúdenta. Leiga á Stúdentagörðum er mishá eftir íbúðum. Sem dæmi er hægt að fá 16 fermetra einstaklingsherbergi á Gamla Garði við Hringbraut á 121 þúsund krónur á mánuði. Á Hótel Sögu er hægt að fá 20 fermetra stúdíó á 152 þúsund krónur. Við Eggertsgötu er hægt að fá paríbúð á 169 þúsund. Fyrir sama verð er hægt að fá tveggja herbergja fjölskylduíbúð við Eggertsgötu. Þá er einnig hægt að fá fjögurra herbergja fjölskylduíbúð á Eggertsgötu á um 237 þúsund. Með hækkuninni má gera ráð fyrir að slík íbúð hækki um fjögur þúsund krónur í leigu og einstaklingsíbúð á Gamla garði um þrjú þúsund krónur. Myndin er tekin af einstaklingsherbergi á Sögu, því sem áður var Hótel Saga. Mynd/Félagsstofnun stúdenta Á vef FS kemur fram að alls séu 1.600 leigueiningar í útleigu hjá þeim á ellefu stöðum. Um Félagsstofnun stúdenta: Félagsstofnun stúdenta (FS) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð árið 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og Menntamálaráðuneytið. FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði þeirra. Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða, Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta, Hámu veitingasölu og Leikskóla stúdenta (Sólgarð og Mánagarð). Gildi FS eru virk samvinna, góð þjónusta, jákvæð upplifun og markviss árangur. Leigumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Efnahagsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjón Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
„Mikilvægt er að leiðrétta reksturinn og er þetta skref í átt til þess,“ segir í tilkynningu frá Félagsstofnun Stúdenta. Leiga á Stúdentagörðum er mishá eftir íbúðum. Sem dæmi er hægt að fá 16 fermetra einstaklingsherbergi á Gamla Garði við Hringbraut á 121 þúsund krónur á mánuði. Á Hótel Sögu er hægt að fá 20 fermetra stúdíó á 152 þúsund krónur. Við Eggertsgötu er hægt að fá paríbúð á 169 þúsund. Fyrir sama verð er hægt að fá tveggja herbergja fjölskylduíbúð við Eggertsgötu. Þá er einnig hægt að fá fjögurra herbergja fjölskylduíbúð á Eggertsgötu á um 237 þúsund. Með hækkuninni má gera ráð fyrir að slík íbúð hækki um fjögur þúsund krónur í leigu og einstaklingsíbúð á Gamla garði um þrjú þúsund krónur. Myndin er tekin af einstaklingsherbergi á Sögu, því sem áður var Hótel Saga. Mynd/Félagsstofnun stúdenta Á vef FS kemur fram að alls séu 1.600 leigueiningar í útleigu hjá þeim á ellefu stöðum. Um Félagsstofnun stúdenta: Félagsstofnun stúdenta (FS) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð árið 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og Menntamálaráðuneytið. FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði þeirra. Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða, Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta, Hámu veitingasölu og Leikskóla stúdenta (Sólgarð og Mánagarð). Gildi FS eru virk samvinna, góð þjónusta, jákvæð upplifun og markviss árangur.
Leigumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Efnahagsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjón Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira