Í úrslitaleiknum sigraði Littler Luke Humphries, 11-7. Hann náði því fram hefndum fyrir tapið í úrslitum HM í byrjun árs.
Í stöðunni 5-5 í úrslitaleiknum í gær náði Littler fullkominni heimsókn; tók út 501 með aðeins níu pílum. Níu pílna leikinn má sjá hér fyrir neðan.
🚨 LITTLER HITS A NINE-DARTER! 🚨
— PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2024
Luke Littler hits a nine-darter in the Premier League final! 🤯
📺 https://t.co/gbUt9q25Jh#PLDarts | Play-Offs | Final pic.twitter.com/MmoJUlGoIi
Áhorfendur í O2 höllinni í London fögnuðu Littler vel og innilega eftir níu pílna leikinn og Humphries gat ekki annað en klappað fyrir andstæðingi sínum og faðmað hann.
Þetta var fjórði níu pílna leikurinn sem Littler nær á árinu 2024 sem er ótrúleg tölfræði hjá þessum sautján ára strák.