Fór í gegnum djúpa dali áður en hann slátraði Íslandsmetinu Valur Páll Eiríksson skrifar 25. maí 2024 09:01 Það liggur við að lengja þurfi gryfjuna í Kaplakrika haldi hraður uppgangur Daníels áfram. Vísir/Einar Langstökkvarinn Daníel Ingi Egilsson gekk í gegnum djúpa dali meðan hann glímdi við meiðsli, en missti aldrei trúna. Hann kom sá og sigraði á Norðurlandamótinu síðustu helgi og stórbætti 20 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar. Næsta markmið er að ná metinu hans Jóns Arnars. Það er langt síðan að það hefur verið einhver svona sérhæfður langstökkvari þannig að það er kominn tími til að slá metið hans Jóns Arnars líka, sagði Daníel í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Þá hafði hann nýslegið Íslandsmet innanhúss í þrístökki. Skömmu eftir það meiddist hann illa á læri, meiðsli sem plöguðu hann í um átta mánuði. Það var hins vegar ekki að sjá um síðustu helgi þegar hann stökk 8,21 metra á Norðurlandamótinu og bætti þar með fyrra Íslandsmet Jóns Arnar Magnússonar frá 1994 um 21 sentimetra. „Þetta er ákveðinn tilfinningarússibani sem fer að stað þegar maður gerir eitthvað svona. Sérstaklega þegar maður er búinn að ganga í gegnum erfið átta mánaða meiðsli. Loksins að vera kominn á brautina og gera þetta er hreint út sagt ótrúlegt og bara alveg frábær tilfinning,“ segir methafinn Daníel Ingi. Þokkalegasta vegalengd.Vísir/Einar „Ég gerði ekki einu sinni ráð fyrir að fara yfir átta metra á þessu móti, hvað þá 20 sentimetra yfir. Ég hef svo sem alltaf haft trú á því að ég eigi heima yfir átta metrum, en ég átti ekki von á því að gera það svona snemma,“ „Maður veit þá líka að maður á miklu meira inni. Þar sem maður er að stökkva 8,21 svona snemma. Það er aldrei að vita nema maður fari að sækja á þá bestu í heiminum,“ segir Daníel Daníel sleit sin í læri í september og í kjölfarið tognaði hann illa á sama læri. Alls héldu þau meiðsli honum frá stökkinu í tæplega átta mánuði. Þá reyndi á hausinn, líkt og líkamann. „Þetta er ógeðslega erfitt. Það má ekki gleyma í umræðunni að meiðsli fyrir íþróttafólk geta tekið hrikalega andlega á. Það fara allskonar hugsanir í gang um að maður vilji hætta þessu því maður sér ekki ljósið í gegnum erfið meiðsli. Maður þarf að fara í gegnum það á hörkunni og reyna að vera jákvæður,“ segir Daníel. Fjölskyldan mikilvæg Fjölskylda og vinir Daníels reyndust honum mikilvæg þegar mest á reyndi. „Í gegnum meiðslin fór maður alveg mjög langt niður og hugsaði sér að segja þetta gott. Að maður kæmi aldrei til bara. Maður fór langt niður í dimma dali. Það er mikilvægt að maður hafi mjög góða vini og fjölskyldu í kringum sig sem segja manni að gefast ekki upp,“ „Guði sé lof að maður hafi gott bakland. Það hjálpar rosalega mikið að við að gefast ekki upp,“ segir Daníel. Daníel er þakklátur fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðninginn í gegnum meiðslin.Vísir/Einar Séns á ÓL Fram undan er EM eftir rúmar tvær vikur og þá er enn möguleiki á Ólympíusæti í ágúst. „Næsta skref er bara EM í Róm eftir tvær vikur og svo vonandi kemst ég inn á mót erlendis eftir það til að reyna að færa mig nær Ólympíulágmarkinu og að komast inn á Ólympíuleikana. Ég ætla samt ekki að fara of hávært með það að fara á leikana. Ég ætla að taka eitt skref í einu, byrja á EM og sjá hvernig það fer. Svo bara heldur maður áfram í þessu og sér hvernig framhaldið fer,“ segir Daníel. En hvernig fer maður eiginlega að því að stökkva svona langt? „Það er erfitt að segja. Þetta er þrautseigja, erfiðisvinna og líklegast eitthvað genatengt og eitthvað sem maður hefur í DNA-inu sínu,“ segir Daníel. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá efst. Að neðan má sjá viðtalið í heild. Klippa: Fór í gegnum djúpa dali: „Guði sé lof að maður hafi gott bakland“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Næsta markmið er að ná metinu hans Jóns Arnars. Það er langt síðan að það hefur verið einhver svona sérhæfður langstökkvari þannig að það er kominn tími til að slá metið hans Jóns Arnars líka, sagði Daníel í samtali við Stöð 2 fyrir rúmu ári síðan. Þá hafði hann nýslegið Íslandsmet innanhúss í þrístökki. Skömmu eftir það meiddist hann illa á læri, meiðsli sem plöguðu hann í um átta mánuði. Það var hins vegar ekki að sjá um síðustu helgi þegar hann stökk 8,21 metra á Norðurlandamótinu og bætti þar með fyrra Íslandsmet Jóns Arnar Magnússonar frá 1994 um 21 sentimetra. „Þetta er ákveðinn tilfinningarússibani sem fer að stað þegar maður gerir eitthvað svona. Sérstaklega þegar maður er búinn að ganga í gegnum erfið átta mánaða meiðsli. Loksins að vera kominn á brautina og gera þetta er hreint út sagt ótrúlegt og bara alveg frábær tilfinning,“ segir methafinn Daníel Ingi. Þokkalegasta vegalengd.Vísir/Einar „Ég gerði ekki einu sinni ráð fyrir að fara yfir átta metra á þessu móti, hvað þá 20 sentimetra yfir. Ég hef svo sem alltaf haft trú á því að ég eigi heima yfir átta metrum, en ég átti ekki von á því að gera það svona snemma,“ „Maður veit þá líka að maður á miklu meira inni. Þar sem maður er að stökkva 8,21 svona snemma. Það er aldrei að vita nema maður fari að sækja á þá bestu í heiminum,“ segir Daníel Daníel sleit sin í læri í september og í kjölfarið tognaði hann illa á sama læri. Alls héldu þau meiðsli honum frá stökkinu í tæplega átta mánuði. Þá reyndi á hausinn, líkt og líkamann. „Þetta er ógeðslega erfitt. Það má ekki gleyma í umræðunni að meiðsli fyrir íþróttafólk geta tekið hrikalega andlega á. Það fara allskonar hugsanir í gang um að maður vilji hætta þessu því maður sér ekki ljósið í gegnum erfið meiðsli. Maður þarf að fara í gegnum það á hörkunni og reyna að vera jákvæður,“ segir Daníel. Fjölskyldan mikilvæg Fjölskylda og vinir Daníels reyndust honum mikilvæg þegar mest á reyndi. „Í gegnum meiðslin fór maður alveg mjög langt niður og hugsaði sér að segja þetta gott. Að maður kæmi aldrei til bara. Maður fór langt niður í dimma dali. Það er mikilvægt að maður hafi mjög góða vini og fjölskyldu í kringum sig sem segja manni að gefast ekki upp,“ „Guði sé lof að maður hafi gott bakland. Það hjálpar rosalega mikið að við að gefast ekki upp,“ segir Daníel. Daníel er þakklátur fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðninginn í gegnum meiðslin.Vísir/Einar Séns á ÓL Fram undan er EM eftir rúmar tvær vikur og þá er enn möguleiki á Ólympíusæti í ágúst. „Næsta skref er bara EM í Róm eftir tvær vikur og svo vonandi kemst ég inn á mót erlendis eftir það til að reyna að færa mig nær Ólympíulágmarkinu og að komast inn á Ólympíuleikana. Ég ætla samt ekki að fara of hávært með það að fara á leikana. Ég ætla að taka eitt skref í einu, byrja á EM og sjá hvernig það fer. Svo bara heldur maður áfram í þessu og sér hvernig framhaldið fer,“ segir Daníel. En hvernig fer maður eiginlega að því að stökkva svona langt? „Það er erfitt að segja. Þetta er þrautseigja, erfiðisvinna og líklegast eitthvað genatengt og eitthvað sem maður hefur í DNA-inu sínu,“ segir Daníel. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá efst. Að neðan má sjá viðtalið í heild. Klippa: Fór í gegnum djúpa dali: „Guði sé lof að maður hafi gott bakland“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira