Rýnum í rót lestrarvandans. Hvað ert þú að gera til að styðja við barn í þínu nærumhverfi ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 26. maí 2024 06:01 Lestrarnám byrjar við fæðingu og jafnvel fyrr vilja sumir meina. Það að tala við, lesa, syngja og útskýra fyrir börnum er hluti af lestrarnámi þeirra. Mikilvægur grunnur hefur verið lagður að lestrarnámi barna áður en hið eiginlega lestrarnám hefst í grunnskóla. Sinnuleysi hefur alvarlegar afleiðingar. Skólar mygla vegna skorts á viðhaldi. Lestri hrakar vegna skorts á metnaði. Brottfall ungra karla úr námi og starfsþjálfun á Íslandi í fyrra var það mesta í Evrópu. Háskóla og iðnaðarráðherra segir ástæðuna að finna í grunninum, í kerfi barnaskólanna og lestri. Ég er sammála Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að ástæðuna sé að finna í grunninum en ég er ekki sammála henni að þetta sé svo einfalt að einungis sé barnaskólunum og lestri um að kenna. Sem kennari í grunnskóla til margra ára með áhuga á lestrarfræðum þá er stutta útgáfan af minni kenningu um slaka lestrarfærni stráka sú að um margþættan vanda sé að ræða. Ég hef kennt börnum með miklar sérþarfir sem hafa virkilega þurft að hafa fyrir námi en komist í gegnum hindranir sínar með samstilltum stuðningi heimila og skóla. Þessi börn hafa náð góðri færni í lestri og lesskilningi sem hefur síðan greitt götur þeirra varðandi áframhaldandi samfellt nám. Ég hef einnig verið með börn af erlendu bergi brotin sem hafa komið inn í íslenskt skólakerfi án nokkurrar íslenskukunnáttu en þrátt fyrir það náð að skora hærra varðandi lestur og lesskilning í lok grunnskólagöngu sinnar en börn fædd hér á landi sem hafa búið á Íslandi alla tíð. Galdurinn við að ná góðri færni í einhverju er æfing og styðjandi umhverfi. Það á ekki bara við um skólaumhverfi heldur allt það umhverfi sem barn þrífst í. Ég hef áður haft orð á því að við kennarar sjáum mikinn mun á börnum sem eiga gott bakland, sem styður við nám þeirra og elur börn sín upp í því að lestur og lestrarfærni skipta máli, og þeim sem ekki eru svo lánsöm. En af hverju er svona mikill munur á kynjunum ? Það sem ég hef séð í mínu starfi sem kennari og rannsóknir styðja er að stelpur virðast vera samviskusamari en strákar og það fleytir þeim langt. Þær virðast því hafa betri grunn að byggja á sem er forsenda frekara náms. Eins virðast margir foreldrar á Íslandi sleppa tökunum fyrr á strákum en stelpum og virðast strákar frekar komast upp með það að fara sínar eigin leiðir en stelpur. Hvers vegna veit ég ekki. Í samtölum við nemendur í gegnum árin þá hefur mér fundist það meira ríkjandi hjá strákum en stelpum að hafa neikvætt viðhorf til skóla. Þegar rætt hefur verið um mikilvægi lesturs og lesskilnings þá hafa strákar frekar komið með þær skýringar að þeir þurfi ekki að læra það sem verið er að kenna þeim í skóla því að þeir geti alveg fengið vel borgað starf án þess að mennta sig. Máli sínu til stuðnings þá koma þeir oft með dæmi um laun kennara og einhverra sem þeir vita um sem eru ómenntaðir og geta lifað hátt. En hvaðan kemur þessi sýn þeirra ? Menntun er ekki metin að verðleikum. Það að strákar sjá ekki ástæðu til þess að leggja sig fram varðandi lestur og lesskilning því að þeirra sýn er oft sú að þeir ætla sér að verða atvinnumenn í fótbolta, Youtube-arar eða framfleyta sér með því að spila tölvuleiki er ekki að hjálpa okkur varðandi það að bæta lestrarfærni stráka. Viðhorf margra foreldra til náms barna sinna birtist síðan vel í sinnu foreldranna gagnvart því sem er í gangi í lífi barnanna. Hvað segir það okkur þegar foreldrar segjast ekki hafa tíma til að lesa með börnum sínum né láta þau lesa fyrir sig en sömu foreldrar eru tilbúnir til að fara á alla viðburði sem tengjast áhugamálum barna sinna og styðja þau að ná færni á þeim vettvangi með tilheyrandi fyrirhöfn og fjárútlátum . Þessum foreldrum er mikið í mun að börn þeirra nái færni á áhugasviðum sínum en sjá ekki tilganginn með því að leggja aukalega á sig til að styðja við skólanám barna sinna. Er hægt að segja að lestrarvandinn sé bara kerfislegur vandi ? Svarið er nei. Um er að ræða samfélagslegan vanda. Það er ekki nóg að börn hafi góðar lestrarfyrirmyndir í skólum. Góðar lestrarfyrirmyndir þurfa að vera í öllu raunlífi barna. Það þarf einnig að eiga samtal við börn utan skólanna um mikilvægi þess að vera vel læs og hvað það er að vera vel læs. Lestur er ekki bara það að þekkja stafi og tengja saman hljóð. Lestur er svo miklu, miklu meira. Mér finnst dapurt að kveðja nemendur mína í lok skólaárs vitandi það hvaða börn eiga eftir að halda færni sinni í lestri yfir sumartímann því að bakland þeirra heldur þeim við efnið og hvaða börn eiga eftir að fá bakslag vegna sinnuleysis. Það geta allir lagt sitt á vogarskálarnar og stutt við lestur barna í þeirra nærsamfélagi. Starfsfólk skólanna, mömmur, pabbar, bræður, systur, ömmur, afar, frændur, frænkur og vinir. Við erum öll í sama liði. Lestrarkunnátta stráka mun ekki batna fyrr en við tökum höndum saman og sýnum þeim að okkur er alvara með því að greiða vegferð þeirra með samtakamætti og jákvæðum gildum. Inni á Læsisvefnum er hægt að fræðast um lestrarþjálfun og þar er einnig hægt að nálgast áhugaverð myndbönd tengd lestri. Gleðilegt lestrarsumar. Höfundur er sérkennari, atferlisþjálfi, uppeldisráðgjafi, sáttamiðlari og trúnaðarmaður kennara í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Lestrarnám byrjar við fæðingu og jafnvel fyrr vilja sumir meina. Það að tala við, lesa, syngja og útskýra fyrir börnum er hluti af lestrarnámi þeirra. Mikilvægur grunnur hefur verið lagður að lestrarnámi barna áður en hið eiginlega lestrarnám hefst í grunnskóla. Sinnuleysi hefur alvarlegar afleiðingar. Skólar mygla vegna skorts á viðhaldi. Lestri hrakar vegna skorts á metnaði. Brottfall ungra karla úr námi og starfsþjálfun á Íslandi í fyrra var það mesta í Evrópu. Háskóla og iðnaðarráðherra segir ástæðuna að finna í grunninum, í kerfi barnaskólanna og lestri. Ég er sammála Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að ástæðuna sé að finna í grunninum en ég er ekki sammála henni að þetta sé svo einfalt að einungis sé barnaskólunum og lestri um að kenna. Sem kennari í grunnskóla til margra ára með áhuga á lestrarfræðum þá er stutta útgáfan af minni kenningu um slaka lestrarfærni stráka sú að um margþættan vanda sé að ræða. Ég hef kennt börnum með miklar sérþarfir sem hafa virkilega þurft að hafa fyrir námi en komist í gegnum hindranir sínar með samstilltum stuðningi heimila og skóla. Þessi börn hafa náð góðri færni í lestri og lesskilningi sem hefur síðan greitt götur þeirra varðandi áframhaldandi samfellt nám. Ég hef einnig verið með börn af erlendu bergi brotin sem hafa komið inn í íslenskt skólakerfi án nokkurrar íslenskukunnáttu en þrátt fyrir það náð að skora hærra varðandi lestur og lesskilning í lok grunnskólagöngu sinnar en börn fædd hér á landi sem hafa búið á Íslandi alla tíð. Galdurinn við að ná góðri færni í einhverju er æfing og styðjandi umhverfi. Það á ekki bara við um skólaumhverfi heldur allt það umhverfi sem barn þrífst í. Ég hef áður haft orð á því að við kennarar sjáum mikinn mun á börnum sem eiga gott bakland, sem styður við nám þeirra og elur börn sín upp í því að lestur og lestrarfærni skipta máli, og þeim sem ekki eru svo lánsöm. En af hverju er svona mikill munur á kynjunum ? Það sem ég hef séð í mínu starfi sem kennari og rannsóknir styðja er að stelpur virðast vera samviskusamari en strákar og það fleytir þeim langt. Þær virðast því hafa betri grunn að byggja á sem er forsenda frekara náms. Eins virðast margir foreldrar á Íslandi sleppa tökunum fyrr á strákum en stelpum og virðast strákar frekar komast upp með það að fara sínar eigin leiðir en stelpur. Hvers vegna veit ég ekki. Í samtölum við nemendur í gegnum árin þá hefur mér fundist það meira ríkjandi hjá strákum en stelpum að hafa neikvætt viðhorf til skóla. Þegar rætt hefur verið um mikilvægi lesturs og lesskilnings þá hafa strákar frekar komið með þær skýringar að þeir þurfi ekki að læra það sem verið er að kenna þeim í skóla því að þeir geti alveg fengið vel borgað starf án þess að mennta sig. Máli sínu til stuðnings þá koma þeir oft með dæmi um laun kennara og einhverra sem þeir vita um sem eru ómenntaðir og geta lifað hátt. En hvaðan kemur þessi sýn þeirra ? Menntun er ekki metin að verðleikum. Það að strákar sjá ekki ástæðu til þess að leggja sig fram varðandi lestur og lesskilning því að þeirra sýn er oft sú að þeir ætla sér að verða atvinnumenn í fótbolta, Youtube-arar eða framfleyta sér með því að spila tölvuleiki er ekki að hjálpa okkur varðandi það að bæta lestrarfærni stráka. Viðhorf margra foreldra til náms barna sinna birtist síðan vel í sinnu foreldranna gagnvart því sem er í gangi í lífi barnanna. Hvað segir það okkur þegar foreldrar segjast ekki hafa tíma til að lesa með börnum sínum né láta þau lesa fyrir sig en sömu foreldrar eru tilbúnir til að fara á alla viðburði sem tengjast áhugamálum barna sinna og styðja þau að ná færni á þeim vettvangi með tilheyrandi fyrirhöfn og fjárútlátum . Þessum foreldrum er mikið í mun að börn þeirra nái færni á áhugasviðum sínum en sjá ekki tilganginn með því að leggja aukalega á sig til að styðja við skólanám barna sinna. Er hægt að segja að lestrarvandinn sé bara kerfislegur vandi ? Svarið er nei. Um er að ræða samfélagslegan vanda. Það er ekki nóg að börn hafi góðar lestrarfyrirmyndir í skólum. Góðar lestrarfyrirmyndir þurfa að vera í öllu raunlífi barna. Það þarf einnig að eiga samtal við börn utan skólanna um mikilvægi þess að vera vel læs og hvað það er að vera vel læs. Lestur er ekki bara það að þekkja stafi og tengja saman hljóð. Lestur er svo miklu, miklu meira. Mér finnst dapurt að kveðja nemendur mína í lok skólaárs vitandi það hvaða börn eiga eftir að halda færni sinni í lestri yfir sumartímann því að bakland þeirra heldur þeim við efnið og hvaða börn eiga eftir að fá bakslag vegna sinnuleysis. Það geta allir lagt sitt á vogarskálarnar og stutt við lestur barna í þeirra nærsamfélagi. Starfsfólk skólanna, mömmur, pabbar, bræður, systur, ömmur, afar, frændur, frænkur og vinir. Við erum öll í sama liði. Lestrarkunnátta stráka mun ekki batna fyrr en við tökum höndum saman og sýnum þeim að okkur er alvara með því að greiða vegferð þeirra með samtakamætti og jákvæðum gildum. Inni á Læsisvefnum er hægt að fræðast um lestrarþjálfun og þar er einnig hægt að nálgast áhugaverð myndbönd tengd lestri. Gleðilegt lestrarsumar. Höfundur er sérkennari, atferlisþjálfi, uppeldisráðgjafi, sáttamiðlari og trúnaðarmaður kennara í grunnskóla.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun