Falinn fjársjóður fyrir atvinnulífið Ásgeir Ásgeirsson skrifar 30. maí 2024 08:00 Mikil umræða hefur skapast undanfarin misseri um svokallaðar STEM[1] greinar í námi og þá miklu eftirspurn eftir háskólamenntuðum sérfræðingum sem þörf er á í íslensku atvinnulífi. Þá eru greinar á borð við verkfræði og tölvunarfræði oft nefndar í þessu samhengi. Minna er fjallað um tæknifræði sem er rótgróið hagnýtt háskólanám á sviði verkfræði og skilar afar verðmætu vinnuafli út í atvinnulífið. Tæknifræði hefur verið kennd á Íslandi í yfir 50 ár og er starfsheitið „tæknifræðingur“ sem sækja má um að námi loknu lögverndað. En hvað er tæknifræði? Ekki aðeins fyrir iðnmenntaða Nám í tæknifræði er 3 ½ árs grunnám (BSc) á háskólastigi sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins. Tæknifræðinám er sambærilegt grunnámi í verkfræði þar sem sterkur fræðilegur grunnur er nýttur í lausnum hagnýtra verkefna ogí nánum tengslum við atvinnulíf á hverjum tíma. Þá býðst nemendum að fara í starfsnám hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins og vinna krefjandi lokaverkefni sem gjarnan er unnið undir leiðsögn leiðbeinenda úr atvinnulífinu. Hin ríka áhersla á hagnýta verkefnavinnu og krafa um lokaverkefni lengir námið um ½ ár samanborið við grunnám í verkfræði án þess að skerða fræðilegt gildi námsins. Tæknifræðinám er frábær valkostur fyrir nemendur sem ljúka framhaldsskóla með stúdentsprófi og vilja fara hratt út á vinnumarkaðinn eftir tækninám á háskólastigi með lögverndað starfsheiti. Það er misskilningur að tæknifræðinám sé eingöngu háskólanám fyrir iðnmenntaða eða þau sem ljúka verkmenntaskóla, og að tæknifræði sé í raun framhaldsnám í iðngreinum. Það er vissulega þannig að nemendur sem hafa lokið iðnnámi og nauðsynlegum grunni í raungreinum finna sig vel í tæknifræði og verða afar dýrmætir starfskraftar að námi loknu. Tæknifræðingar eftirsóttir starfskraftar En við hvað starfa tæknifræðingar? Forskot tæknifræðinga á vinnumarkaði snýr fyrst og fremst að þeirri hagnýtu þjálfun sem fæst í náminu. Það er mín reynsla eftir áratuga störf við nýsköpun og vöruþróun í iðnfyrirtækjum, bæði á sviði hátæknilausna og í líftækni að tæknifræðingar fá oft fjölbreyttustu störfin, þeir ganga hraðar inn í þessi störf en flestir og skila fyrr verðmætum. Það er einkum innsýn í hönnun, þjálfun á helstu teikni- og hönnunartæki, ásamt verkviti sem gerir tæknifræðinga að afar eftirsóttum starfskröftum. Tæknifræðinga má finna í fyrirtækjum á sviði byggingariðnaðar, hátækniiðnaðar og í orkuiðnaði, á verkfræðistofum og í sprotafyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Þar sinna þau verkefnum allt frá hönnun og þróun og til stjórnunarstarfa á öllum stigum. Þá er gjarnan auglýst samhliða eftir tæknifræðingum og verkfræðingum. Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað árið 1960 og það sameinaðist Verkfræðingafélagi Íslands undir nafni þess síðarnefnda árið 2016. Kjör tæknifræðinga og verkfræðinga eru sambærileg og Verkfræðingfélag Íslands stendur vörð um hagsmuni beggja. Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) býður upp á nám í tæknifræði, nánar tiltekið í byggingartæknifræði, orku- og véltæknifræði og í rafmagnstæknifræði. Þá býður deildin upp á sérstaka námsleið í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf Fyrir þau sem ekki hafa lokið tilskyldum forkröfum þá býður Háskólinn í Reykjavík upp á leið inn í tæknifræðinám í gegnum Háskólagrunn HR. Iðnmenntaðir geta einnig tekið skref inn í tæknifræði með því að ljúka námi í iðnfræði í HR. Þá geta nemendur sem ljúka tæknifræði haldið áfram námi og lokið meistaranámi í verkfræði í HR eða farið í framhaldsnám erlendis. Tæknifræði er frábært nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf. Námið er góður valkostur fyrir þau sem vilja komast hratt út á vinnumarkaðinn eftir öflugt háskólanám á tæknisviði með lögverndað starfsheiti. Nú er staðan sú að ungt fólk sem er að velja sér háskólanám og framtíðarstarf veit almennt ekki af námi í tæknifræði. Því má segja að nám í tæknifræði sé falinn fjársjóður fyrir nemendur og íslenskt atvinnulíf. Höfundur er forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. [1] STEM - Science, Technology, Engineering and Mathematics Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Tækni Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast undanfarin misseri um svokallaðar STEM[1] greinar í námi og þá miklu eftirspurn eftir háskólamenntuðum sérfræðingum sem þörf er á í íslensku atvinnulífi. Þá eru greinar á borð við verkfræði og tölvunarfræði oft nefndar í þessu samhengi. Minna er fjallað um tæknifræði sem er rótgróið hagnýtt háskólanám á sviði verkfræði og skilar afar verðmætu vinnuafli út í atvinnulífið. Tæknifræði hefur verið kennd á Íslandi í yfir 50 ár og er starfsheitið „tæknifræðingur“ sem sækja má um að námi loknu lögverndað. En hvað er tæknifræði? Ekki aðeins fyrir iðnmenntaða Nám í tæknifræði er 3 ½ árs grunnám (BSc) á háskólastigi sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins. Tæknifræðinám er sambærilegt grunnámi í verkfræði þar sem sterkur fræðilegur grunnur er nýttur í lausnum hagnýtra verkefna ogí nánum tengslum við atvinnulíf á hverjum tíma. Þá býðst nemendum að fara í starfsnám hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins og vinna krefjandi lokaverkefni sem gjarnan er unnið undir leiðsögn leiðbeinenda úr atvinnulífinu. Hin ríka áhersla á hagnýta verkefnavinnu og krafa um lokaverkefni lengir námið um ½ ár samanborið við grunnám í verkfræði án þess að skerða fræðilegt gildi námsins. Tæknifræðinám er frábær valkostur fyrir nemendur sem ljúka framhaldsskóla með stúdentsprófi og vilja fara hratt út á vinnumarkaðinn eftir tækninám á háskólastigi með lögverndað starfsheiti. Það er misskilningur að tæknifræðinám sé eingöngu háskólanám fyrir iðnmenntaða eða þau sem ljúka verkmenntaskóla, og að tæknifræði sé í raun framhaldsnám í iðngreinum. Það er vissulega þannig að nemendur sem hafa lokið iðnnámi og nauðsynlegum grunni í raungreinum finna sig vel í tæknifræði og verða afar dýrmætir starfskraftar að námi loknu. Tæknifræðingar eftirsóttir starfskraftar En við hvað starfa tæknifræðingar? Forskot tæknifræðinga á vinnumarkaði snýr fyrst og fremst að þeirri hagnýtu þjálfun sem fæst í náminu. Það er mín reynsla eftir áratuga störf við nýsköpun og vöruþróun í iðnfyrirtækjum, bæði á sviði hátæknilausna og í líftækni að tæknifræðingar fá oft fjölbreyttustu störfin, þeir ganga hraðar inn í þessi störf en flestir og skila fyrr verðmætum. Það er einkum innsýn í hönnun, þjálfun á helstu teikni- og hönnunartæki, ásamt verkviti sem gerir tæknifræðinga að afar eftirsóttum starfskröftum. Tæknifræðinga má finna í fyrirtækjum á sviði byggingariðnaðar, hátækniiðnaðar og í orkuiðnaði, á verkfræðistofum og í sprotafyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Þar sinna þau verkefnum allt frá hönnun og þróun og til stjórnunarstarfa á öllum stigum. Þá er gjarnan auglýst samhliða eftir tæknifræðingum og verkfræðingum. Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað árið 1960 og það sameinaðist Verkfræðingafélagi Íslands undir nafni þess síðarnefnda árið 2016. Kjör tæknifræðinga og verkfræðinga eru sambærileg og Verkfræðingfélag Íslands stendur vörð um hagsmuni beggja. Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) býður upp á nám í tæknifræði, nánar tiltekið í byggingartæknifræði, orku- og véltæknifræði og í rafmagnstæknifræði. Þá býður deildin upp á sérstaka námsleið í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf Fyrir þau sem ekki hafa lokið tilskyldum forkröfum þá býður Háskólinn í Reykjavík upp á leið inn í tæknifræðinám í gegnum Háskólagrunn HR. Iðnmenntaðir geta einnig tekið skref inn í tæknifræði með því að ljúka námi í iðnfræði í HR. Þá geta nemendur sem ljúka tæknifræði haldið áfram námi og lokið meistaranámi í verkfræði í HR eða farið í framhaldsnám erlendis. Tæknifræði er frábært nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf. Námið er góður valkostur fyrir þau sem vilja komast hratt út á vinnumarkaðinn eftir öflugt háskólanám á tæknisviði með lögverndað starfsheiti. Nú er staðan sú að ungt fólk sem er að velja sér háskólanám og framtíðarstarf veit almennt ekki af námi í tæknifræði. Því má segja að nám í tæknifræði sé falinn fjársjóður fyrir nemendur og íslenskt atvinnulíf. Höfundur er forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. [1] STEM - Science, Technology, Engineering and Mathematics
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar