Dauðþreyttur Jón eyddi átta milljónum króna Árni Sæberg skrifar 2. júní 2024 13:12 Jón er þakklátur fyrir Jógu sína. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segist aldrei á ævinni hafa verið jafnþreyttur og nú, daginn eftir lok strembinnar kosningabaráttu. Hann segir að framboðið hafi kostað um átta milljónir króna en hann hafi komið út á sléttu eftir styrki. Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook. Þar segir að hann hafi verið hálfmeir síðan hann vaknaði í morgun, ekki vegna úrslita kosninganna þó. „Ég get nú bara mjög vel við unað og var nú búinn að átta mig á því hvert stefndi. Þetta er frekar svona spennufall.“ Tvö kíló af sílikoni Jón segir að undanfarnar fjórar vikur hafi verið skringilegasti tími sem hann hefur upplifað. Hann vakni á hverjum virkum degi klukkan 05:15 og sé mættur til vinnu klukkan 06. Vinnudagurinn byrji á fjögurra klukkustunda förðun þar sem andliti hans er umbreytt með um það bil tveimur kílóum af sílikoni og farða, hárkollu, gervitönnum og linsum. Þannig sé honum breytt í 79 ára gamlan mann sem heitir Felix. „Svona er ég svo allan daginn til 6. Þá er þetta allt rifið af mér og við tekur forsetaframboð. Þá hitti ég fólk sem ég sjálfur, fer í viðtöl, kappræður eða funda með stuðningsfólki mínu. Helgarnar hafa allar farið í flandur út á land.“ Vildi frekar vaxa en vinna Hann hafi aldrei á ævinni verið jafnþreyttur og hann er núna. „Þessi þreyta er alltumlykjandi og smýgur inní vöðva, bein og taugakerfi. Ég er þreyttur í hausnum. Sálinni líka.“ Hann hafi farið í framboð vegna þess að hann „langaði að reyna að uppfæra sjálfan“ sig með því að takast á við þá áskorun. Hann hafi viljað vaxa frekar en endilega vinna kosningarnar. „Ég var tilbúinn að vinna og vildi mjög gjarnan verða forseti okkar en mig langaði mest að þroskast og styrkja mig sem einstakling en líka sem opinber persóna á Íslandi. Það hefur kostað hugrekki, vinnu og fórnir en það hefur tekist. Ég er ákaflega stoltur af framgöngu minni og árangri.“ Fyrst og fremst þakklátur Jón segir að það sem umlykji hann mest núna sé auðmýkt og þakklæti. Hann sé þakklátur fyrir að hafa komist í gegnum kosningarnar, fyrir að vera sá sem hann er, þakklátur fyrir börnin sín, barnabörn og hundinn Klaka. Mest sé hann þó þakklátur fyrir Jógu, eiginkonu sína, þeirra samband og vináttu, sem hafi styrkst í kosningabaráttunni. Þá sé hann þakklátur öllum þeim sem lögðu honum lið, studdu hann og hvöttu áfram. „Ég þakka öllum sem styrktu mig fjárhagslega. Framboðið sýnist mér hafa kostað 8 milljónir og reiknast til að við höfum komið út á sléttu.“ Forsetakosningar 2024 Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1. júní 2024 11:59 Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. 2. júní 2024 12:09 Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. 2. júní 2024 01:49 Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. 2. júní 2024 01:32 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook. Þar segir að hann hafi verið hálfmeir síðan hann vaknaði í morgun, ekki vegna úrslita kosninganna þó. „Ég get nú bara mjög vel við unað og var nú búinn að átta mig á því hvert stefndi. Þetta er frekar svona spennufall.“ Tvö kíló af sílikoni Jón segir að undanfarnar fjórar vikur hafi verið skringilegasti tími sem hann hefur upplifað. Hann vakni á hverjum virkum degi klukkan 05:15 og sé mættur til vinnu klukkan 06. Vinnudagurinn byrji á fjögurra klukkustunda förðun þar sem andliti hans er umbreytt með um það bil tveimur kílóum af sílikoni og farða, hárkollu, gervitönnum og linsum. Þannig sé honum breytt í 79 ára gamlan mann sem heitir Felix. „Svona er ég svo allan daginn til 6. Þá er þetta allt rifið af mér og við tekur forsetaframboð. Þá hitti ég fólk sem ég sjálfur, fer í viðtöl, kappræður eða funda með stuðningsfólki mínu. Helgarnar hafa allar farið í flandur út á land.“ Vildi frekar vaxa en vinna Hann hafi aldrei á ævinni verið jafnþreyttur og hann er núna. „Þessi þreyta er alltumlykjandi og smýgur inní vöðva, bein og taugakerfi. Ég er þreyttur í hausnum. Sálinni líka.“ Hann hafi farið í framboð vegna þess að hann „langaði að reyna að uppfæra sjálfan“ sig með því að takast á við þá áskorun. Hann hafi viljað vaxa frekar en endilega vinna kosningarnar. „Ég var tilbúinn að vinna og vildi mjög gjarnan verða forseti okkar en mig langaði mest að þroskast og styrkja mig sem einstakling en líka sem opinber persóna á Íslandi. Það hefur kostað hugrekki, vinnu og fórnir en það hefur tekist. Ég er ákaflega stoltur af framgöngu minni og árangri.“ Fyrst og fremst þakklátur Jón segir að það sem umlykji hann mest núna sé auðmýkt og þakklæti. Hann sé þakklátur fyrir að hafa komist í gegnum kosningarnar, fyrir að vera sá sem hann er, þakklátur fyrir börnin sín, barnabörn og hundinn Klaka. Mest sé hann þó þakklátur fyrir Jógu, eiginkonu sína, þeirra samband og vináttu, sem hafi styrkst í kosningabaráttunni. Þá sé hann þakklátur öllum þeim sem lögðu honum lið, studdu hann og hvöttu áfram. „Ég þakka öllum sem styrktu mig fjárhagslega. Framboðið sýnist mér hafa kostað 8 milljónir og reiknast til að við höfum komið út á sléttu.“
Forsetakosningar 2024 Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1. júní 2024 11:59 Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. 2. júní 2024 12:09 Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. 2. júní 2024 01:49 Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. 2. júní 2024 01:32 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1. júní 2024 11:59
Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. 2. júní 2024 12:09
Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. 2. júní 2024 01:49
Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. 2. júní 2024 01:32