Framkvæmdir hafnar við umferðarþyngstu gatnamótin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2024 12:59 Framkvæmdunum er ætlað að auka öryggi þeirra sem fara ferðir sínar gangandi og hjólandi. Vísir/arnar Framkvæmdir eru hafnar við umferðarþyngstu gatnamót landsins. Þær munu tefja umferð í sumar en markmiðið er að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Borgarbúar gætu hafa fundið fyrir þyngri umferð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verkfræðistofan Efla hannaði breytingarnar en verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar og er til að auka öryggi gangandi og hjólandi. „Það er þannig í dag að á öllum fjórum örmum gatnamótanna er frítt flæði fyrir þá sem eru að beygja til hægri þannig að þeir þurfa ekki að stoppa á ljósum, það þýðir að þegar gangandi og hjólandi eru að fara yfir þá er mögulegur árekstrapunktur þar. Það er verið að reyna að hægja á þeim sem eru að aka þannig að það verði þá minni líkur á slysi milli þeirra. Síðan er verið að bæta við lýsingu og gera þá sem eru gangandi og hjólandi sýnilegri og bæta við öryggisatriðum eins og aðvörunarhellum og leiðilínum fyrir blinda og sjónskerta,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Þessum framkvæmdum munu fylgja umferðartafir á þessum umferðaþungu gatnamótum en verklok eru áætluð 19. ágúst. „Því var við að búast þess vegna væri rétt að gera þetta á tímum þar sem bílaumferð er minni. Nú eru skólarnir flestir komnir í sumarfrí og umferðin er hægt og rólega að minnka og þess vegna er þessi tími valinn,“ segir Bjarni. Er þetta mikil framkvæmd sem þið eruð að ráðast í? „Þetta er ekki stór framkvæmd í rauninni en hins vegar er þetta mjög flókið út af því að þetta eru umferðarþyngstu gatnamótin á Íslandi og þetta tekur mesta tímann út af því en verkið í sjálfu sér er einfalt en allt í kringum það er flókið. Það eru bílarnir, það er umferðin já, og bara vonandi að fólk geti sýnt okkur smá skilning á meðan við erum að reyna að klára þetta,“ segir Jón Kristinsson, verkstjóri hjá Gleipni verktökum. Vegagerð Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Veður Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Sjá meira
Borgarbúar gætu hafa fundið fyrir þyngri umferð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verkfræðistofan Efla hannaði breytingarnar en verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar og er til að auka öryggi gangandi og hjólandi. „Það er þannig í dag að á öllum fjórum örmum gatnamótanna er frítt flæði fyrir þá sem eru að beygja til hægri þannig að þeir þurfa ekki að stoppa á ljósum, það þýðir að þegar gangandi og hjólandi eru að fara yfir þá er mögulegur árekstrapunktur þar. Það er verið að reyna að hægja á þeim sem eru að aka þannig að það verði þá minni líkur á slysi milli þeirra. Síðan er verið að bæta við lýsingu og gera þá sem eru gangandi og hjólandi sýnilegri og bæta við öryggisatriðum eins og aðvörunarhellum og leiðilínum fyrir blinda og sjónskerta,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Þessum framkvæmdum munu fylgja umferðartafir á þessum umferðaþungu gatnamótum en verklok eru áætluð 19. ágúst. „Því var við að búast þess vegna væri rétt að gera þetta á tímum þar sem bílaumferð er minni. Nú eru skólarnir flestir komnir í sumarfrí og umferðin er hægt og rólega að minnka og þess vegna er þessi tími valinn,“ segir Bjarni. Er þetta mikil framkvæmd sem þið eruð að ráðast í? „Þetta er ekki stór framkvæmd í rauninni en hins vegar er þetta mjög flókið út af því að þetta eru umferðarþyngstu gatnamótin á Íslandi og þetta tekur mesta tímann út af því en verkið í sjálfu sér er einfalt en allt í kringum það er flókið. Það eru bílarnir, það er umferðin já, og bara vonandi að fólk geti sýnt okkur smá skilning á meðan við erum að reyna að klára þetta,“ segir Jón Kristinsson, verkstjóri hjá Gleipni verktökum.
Vegagerð Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Veður Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Sjá meira