Á hvaða stefnu erum við? Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2024 15:00 Fyrir um ári síðan tók ég stolt við útskriftarskírteini mínu frá Skipstjórnarskólanum og verðlaunum fyrir framúrskarandi árangur í skipstjórnargreinum og fagensku. Stoltið var ekki minna þá en rúmum 10 árum áður, þegar ég tók við Mag.jur. prófi mínu frá Lagadeild Háskóla Íslands og svo málflutningsréttindum fyrir héraðsdómi. Fljótlega eftir útskrift árið 2023, tók ég ákvörðun að segja starfi mínu sem lögfræðingur hjá hinu opinbera lausu, og hefja vegferð mína sem sjómaður. Ég var þó ekki að hefja vegferðina í hátt launuðu starfi og ekki heldur í brúnni sem slíkri, heldur sem nemi í starfsþjálfun (kadett) hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í flutningum. Þó tók ég þessa ákvörðun stolt og gekk um borð í flutningaskip með öðrum sjómönnum, sem tóku mér opnum örmum og lögðu sig fram við að kenna mér framkvæmd allra starfa um borð í skipum. Ekki minnkaði stoltið þegar ég var spurð af áhafnastjóra mínum hvort ég vildi ganga til liðs við Félag skipstjórnarmanna. Því játti ég um leið, og kvaddi Bandalag háskólamenntaðra að sinni. Ég er gríðarlega stolt af námi mínu við Skipstjórnarskólann, stjórnendum skólans og kennurum hans, enda höfðu allir hlutaðeigandi hvatt mig áfram í náminu og haft trú á því að lögfræðingurinn, með nánast enga reynslu af sjómennsku, gæti tekið að sér starf stýrimanns einn daginn. Ég tiplaði því varla í tærnar þegar mér bauðst á síðastliðinni vorönn að kenna einn grunnáfanga í siglingafræði í fjarnámi við Skipstjórnarskólann. Mér fannst mikill heiður að fá að starfa við hlið reynslumikilla skipstjórnarkennara, og að mér hafi verið falið það traust að koma frá mér fræðum, sem ég hafði haft svo gaman af að læra, til annarra nemenda. Fullyrðingar formanns Þriðjudaginn 4. júní sl. opnaði ég Morgunblaðið og við mér blasti grein eftir háttvirtan formann Félags skipstjórnarmanna. Ég las greinina í tvígang því ég trúði vart því sem ég hafði lesið í fyrra skiptið. Ekki var betur séð en að umræddur formaður hefði lastað menntun mína og annarra útskrifaðra skipstjórnarnema, alla kennara og nemendur við skólann og stjórnendur hans. Þó var hvergi að sjá í umræddri grein hvaða upplýsingar það væru nákvæmlega sem félaginu hefði borist frá „nemendum, kennurum og útgerðum“ sem rökstuddu þær fullyrðingar að skipstjórnarmenntun hefði hrakað undir stjórn Tækniskólans. Ómálefnaleg umræða Að mínu mati og viti er Skipstjórnarskóli Tækniskólans ávallt að reyna að stefna til framtíðar. Skólinn leggur sig fram við að koma til móts við stóran hluta nemenda sem kjósa að stunda nám sitt samhliða vinnu, enda margir nemendur búnir að stofna til fjölskyldna og annarra skuldbindinga. Ljóst er að fjarnám á ekki við alla enda krefst slíkt nám agaðra vinnubragða og skipulags. Það er sömuleiðis mín vitneskja að mjög virkt samtal sé á milli Skipstjórnarskóla Tækniskólans og erlendra skóla, þótt annað megi lesa af grein formanns félagsins. Þá hef ég ekki orðið vör við að skólastjóri Skipstjórnarskólans hafi lítinn áhuga á skipstjórn. Þvert á móti virðist hann koma ótrúlegustu hlutum í gagnið og er smekkfullur af góðum hugmyndum. Það er ekki formanni félagsins til sóma að draga menntun skólastjóra Skipstjórnarskólans, sem er m.a. vélstjórnarmenntaður, inn í ómálefnalega umræðu um menntun skipstjórnarmanna, til þess eins að rýra trúverðugleika hans sem skólastjóra. Hvað myndi háttvirtur formaður segja ef honum væri svarað á þá leið að skipstjórnarmenntaður maður væri alls ekki til þess fallinn að stýra Félagi skipstjórnarmanna, heldur ætti viðskiptamenntaður maður að vera formaður? Málatilbúnaður sem væri til þess fallinn að gera lítið úr menntun formanns, væri ekki undir neinum kringumstæðum málefnalegur, þrátt fyrir að launagjöld félagsins á ári fyrir 4 stöðugildi séu um 100 milljón kr., eigið fé félagsins á þriðja milljarð og fasteignir þess metnar á tæpan milljarð, ef marka má ársreikning félagsins árið 2023. Að mati undirritaðrar er einkennilegt að kasta fram dylgjum um gæði skipstjórnarmenntunar og fullyrða að menntunin hafi hrakað undir stjórn Tækniskólans, án þess þó að tilgreina nákvæmlega hvað er átt við með fullyrðingunum. Þannig kastar formaður félagsins rýrð á menntun stór hóps félagsmanna sinna, núverandi nemendur Skipstjórnarskólans, kennara hans og stjórnendur. Starfsþjálfunarnám í skipstjórn (kadett) Í grein formanns Félags skipstjórnarmanna lagði hann til að Ísland ætti að nýta sér verknám í skipstjórn, líkt og gert væri í öðrum löndum. Átti hann þar við svokallaða starfsþjálfunarnám (kadett), en formaðurinn fullyrti að það hefði verið lítið notað hér á landi. Líkt og áður greinir fékk ég boð árið 2023 að fara á sjó sem kadett, en það var einmitt Tækniskólinn sem bauð mér að fara í þjálfunina í samvinnu við virt fyrirtæki í flutningum. Það er kórrétt hjá formanni að slíkt hefur verið lítið notað hér á landi, því í raun er ég fyrsti og eini íslenski neminn í slíku námi á vegum Tækniskólans og umrædds fyrirtækis. En skyldi starfsþjálfunarnám ná þeirri útbreiðslu sem formaður leggur til? Því miður tel ég að svarið við því sé neitandi, því fjármál nemenda muni ráða þar úrslitum. Erfitt er að gera kröfu um að fyrirtæki sem tekur að sér nema um borð í skip og greiði tryggingar, fatnað og fæði, greiði sömuleiðis laun fyrir nemann, þar sem viðkomandi nemi sinnir ekki beinlínis föstum störfum um borð. Fyrirtækið sem undirrituð er á námsamningi hjá, var þó reiðubúið að greiða lágmarksgreiðslur fyrir tíma minn um borð í skipunum og verð ég fyrirtækinu ævinlega þakklát fyrir. Þrátt fyrir lágmarksgreiðslur, varð ég þó alfarið að breyta um takt til að láta dæmið ganga upp, s.s. setja íbúð mína í útleigu, taka bílinn af númerum, reiða sig mig á uppsafnaðan sparnað minn og aðstoð frá foreldrum. Þrátt fyrir að ég hafi verið svo lánsöm að vera í slíkri aðstöðu, verður augljóslega ekki sömu sögu að segja um alla aðra nemendur í skipstjórn. Ég hef rætt við þónokkra samnemendur mína við Skipstjórnarskólann og margir verið mjög spenntir fyrir starfsþjálfunarnámi (kadett), en segjast því miður ekki hafa efni á að fara í slíkt nám, enda sumir stofnað til fjölskyldna og/eða með fjárhagslegar skuldbindingar. Hvernig sér formaður Félags skipstjórnarmanna það fyrir sér að skylda skipstjórnarnemendur í launalaust eða -lítið starf í allt að 12 mánuði? Ætlar Félag skipstjórnarmanna að koma til móts við þessa nemendur s.s. í formi styrkveitinga, eða verður námið einungis fyrir útvalda sem hafa kost á því að byggja sér upp góðan sjóð fyrir námið eða með gott bakland? Í ljósi þess að formaður virðist beinlínis leggja til að skipstjórnarnemendur verði gert skylt að fara í starfsþjálfunarnám, þykir mér einstaklega sérkennilegt að formaður félagsins hafi aldrei átt samtal við eina og fyrsta kadett landsins, þótt það væri ekki nema rétt til að athuga hvernig námið gengi út frá sjónarhóli nemandans. Hugleiðingar kadetts Fyrir mitt leyti vísa ég fullyrðingum formanns Félags skipstjórnarmanna til föðurhúsanna um að menntun skipstjórnarmanna hafi hrakað undir stjórn Tækniskólans, og hvet hann jafnframt að eiga samtal við lágværan meirihlutann í stað þess að taka orð háværs minnihluta sem heilögum sannleika. Ég tel að það sé ávallt gott að tileinka sér þau vinnubrögð að kynna sér málefni til hlíta, áður en farið er í opinbera sleggjudóma. En hvað veit ég, ég er bara fáfróður kadett. Höfundur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands, með lögmannspróf og hefur lokið burtfaraprófi í skipstjórn D. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skóla- og menntamál Stéttarfélög Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Fyrir um ári síðan tók ég stolt við útskriftarskírteini mínu frá Skipstjórnarskólanum og verðlaunum fyrir framúrskarandi árangur í skipstjórnargreinum og fagensku. Stoltið var ekki minna þá en rúmum 10 árum áður, þegar ég tók við Mag.jur. prófi mínu frá Lagadeild Háskóla Íslands og svo málflutningsréttindum fyrir héraðsdómi. Fljótlega eftir útskrift árið 2023, tók ég ákvörðun að segja starfi mínu sem lögfræðingur hjá hinu opinbera lausu, og hefja vegferð mína sem sjómaður. Ég var þó ekki að hefja vegferðina í hátt launuðu starfi og ekki heldur í brúnni sem slíkri, heldur sem nemi í starfsþjálfun (kadett) hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í flutningum. Þó tók ég þessa ákvörðun stolt og gekk um borð í flutningaskip með öðrum sjómönnum, sem tóku mér opnum örmum og lögðu sig fram við að kenna mér framkvæmd allra starfa um borð í skipum. Ekki minnkaði stoltið þegar ég var spurð af áhafnastjóra mínum hvort ég vildi ganga til liðs við Félag skipstjórnarmanna. Því játti ég um leið, og kvaddi Bandalag háskólamenntaðra að sinni. Ég er gríðarlega stolt af námi mínu við Skipstjórnarskólann, stjórnendum skólans og kennurum hans, enda höfðu allir hlutaðeigandi hvatt mig áfram í náminu og haft trú á því að lögfræðingurinn, með nánast enga reynslu af sjómennsku, gæti tekið að sér starf stýrimanns einn daginn. Ég tiplaði því varla í tærnar þegar mér bauðst á síðastliðinni vorönn að kenna einn grunnáfanga í siglingafræði í fjarnámi við Skipstjórnarskólann. Mér fannst mikill heiður að fá að starfa við hlið reynslumikilla skipstjórnarkennara, og að mér hafi verið falið það traust að koma frá mér fræðum, sem ég hafði haft svo gaman af að læra, til annarra nemenda. Fullyrðingar formanns Þriðjudaginn 4. júní sl. opnaði ég Morgunblaðið og við mér blasti grein eftir háttvirtan formann Félags skipstjórnarmanna. Ég las greinina í tvígang því ég trúði vart því sem ég hafði lesið í fyrra skiptið. Ekki var betur séð en að umræddur formaður hefði lastað menntun mína og annarra útskrifaðra skipstjórnarnema, alla kennara og nemendur við skólann og stjórnendur hans. Þó var hvergi að sjá í umræddri grein hvaða upplýsingar það væru nákvæmlega sem félaginu hefði borist frá „nemendum, kennurum og útgerðum“ sem rökstuddu þær fullyrðingar að skipstjórnarmenntun hefði hrakað undir stjórn Tækniskólans. Ómálefnaleg umræða Að mínu mati og viti er Skipstjórnarskóli Tækniskólans ávallt að reyna að stefna til framtíðar. Skólinn leggur sig fram við að koma til móts við stóran hluta nemenda sem kjósa að stunda nám sitt samhliða vinnu, enda margir nemendur búnir að stofna til fjölskyldna og annarra skuldbindinga. Ljóst er að fjarnám á ekki við alla enda krefst slíkt nám agaðra vinnubragða og skipulags. Það er sömuleiðis mín vitneskja að mjög virkt samtal sé á milli Skipstjórnarskóla Tækniskólans og erlendra skóla, þótt annað megi lesa af grein formanns félagsins. Þá hef ég ekki orðið vör við að skólastjóri Skipstjórnarskólans hafi lítinn áhuga á skipstjórn. Þvert á móti virðist hann koma ótrúlegustu hlutum í gagnið og er smekkfullur af góðum hugmyndum. Það er ekki formanni félagsins til sóma að draga menntun skólastjóra Skipstjórnarskólans, sem er m.a. vélstjórnarmenntaður, inn í ómálefnalega umræðu um menntun skipstjórnarmanna, til þess eins að rýra trúverðugleika hans sem skólastjóra. Hvað myndi háttvirtur formaður segja ef honum væri svarað á þá leið að skipstjórnarmenntaður maður væri alls ekki til þess fallinn að stýra Félagi skipstjórnarmanna, heldur ætti viðskiptamenntaður maður að vera formaður? Málatilbúnaður sem væri til þess fallinn að gera lítið úr menntun formanns, væri ekki undir neinum kringumstæðum málefnalegur, þrátt fyrir að launagjöld félagsins á ári fyrir 4 stöðugildi séu um 100 milljón kr., eigið fé félagsins á þriðja milljarð og fasteignir þess metnar á tæpan milljarð, ef marka má ársreikning félagsins árið 2023. Að mati undirritaðrar er einkennilegt að kasta fram dylgjum um gæði skipstjórnarmenntunar og fullyrða að menntunin hafi hrakað undir stjórn Tækniskólans, án þess þó að tilgreina nákvæmlega hvað er átt við með fullyrðingunum. Þannig kastar formaður félagsins rýrð á menntun stór hóps félagsmanna sinna, núverandi nemendur Skipstjórnarskólans, kennara hans og stjórnendur. Starfsþjálfunarnám í skipstjórn (kadett) Í grein formanns Félags skipstjórnarmanna lagði hann til að Ísland ætti að nýta sér verknám í skipstjórn, líkt og gert væri í öðrum löndum. Átti hann þar við svokallaða starfsþjálfunarnám (kadett), en formaðurinn fullyrti að það hefði verið lítið notað hér á landi. Líkt og áður greinir fékk ég boð árið 2023 að fara á sjó sem kadett, en það var einmitt Tækniskólinn sem bauð mér að fara í þjálfunina í samvinnu við virt fyrirtæki í flutningum. Það er kórrétt hjá formanni að slíkt hefur verið lítið notað hér á landi, því í raun er ég fyrsti og eini íslenski neminn í slíku námi á vegum Tækniskólans og umrædds fyrirtækis. En skyldi starfsþjálfunarnám ná þeirri útbreiðslu sem formaður leggur til? Því miður tel ég að svarið við því sé neitandi, því fjármál nemenda muni ráða þar úrslitum. Erfitt er að gera kröfu um að fyrirtæki sem tekur að sér nema um borð í skip og greiði tryggingar, fatnað og fæði, greiði sömuleiðis laun fyrir nemann, þar sem viðkomandi nemi sinnir ekki beinlínis föstum störfum um borð. Fyrirtækið sem undirrituð er á námsamningi hjá, var þó reiðubúið að greiða lágmarksgreiðslur fyrir tíma minn um borð í skipunum og verð ég fyrirtækinu ævinlega þakklát fyrir. Þrátt fyrir lágmarksgreiðslur, varð ég þó alfarið að breyta um takt til að láta dæmið ganga upp, s.s. setja íbúð mína í útleigu, taka bílinn af númerum, reiða sig mig á uppsafnaðan sparnað minn og aðstoð frá foreldrum. Þrátt fyrir að ég hafi verið svo lánsöm að vera í slíkri aðstöðu, verður augljóslega ekki sömu sögu að segja um alla aðra nemendur í skipstjórn. Ég hef rætt við þónokkra samnemendur mína við Skipstjórnarskólann og margir verið mjög spenntir fyrir starfsþjálfunarnámi (kadett), en segjast því miður ekki hafa efni á að fara í slíkt nám, enda sumir stofnað til fjölskyldna og/eða með fjárhagslegar skuldbindingar. Hvernig sér formaður Félags skipstjórnarmanna það fyrir sér að skylda skipstjórnarnemendur í launalaust eða -lítið starf í allt að 12 mánuði? Ætlar Félag skipstjórnarmanna að koma til móts við þessa nemendur s.s. í formi styrkveitinga, eða verður námið einungis fyrir útvalda sem hafa kost á því að byggja sér upp góðan sjóð fyrir námið eða með gott bakland? Í ljósi þess að formaður virðist beinlínis leggja til að skipstjórnarnemendur verði gert skylt að fara í starfsþjálfunarnám, þykir mér einstaklega sérkennilegt að formaður félagsins hafi aldrei átt samtal við eina og fyrsta kadett landsins, þótt það væri ekki nema rétt til að athuga hvernig námið gengi út frá sjónarhóli nemandans. Hugleiðingar kadetts Fyrir mitt leyti vísa ég fullyrðingum formanns Félags skipstjórnarmanna til föðurhúsanna um að menntun skipstjórnarmanna hafi hrakað undir stjórn Tækniskólans, og hvet hann jafnframt að eiga samtal við lágværan meirihlutann í stað þess að taka orð háværs minnihluta sem heilögum sannleika. Ég tel að það sé ávallt gott að tileinka sér þau vinnubrögð að kynna sér málefni til hlíta, áður en farið er í opinbera sleggjudóma. En hvað veit ég, ég er bara fáfróður kadett. Höfundur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands, með lögmannspróf og hefur lokið burtfaraprófi í skipstjórn D.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun