Kosningaáróður skrifstofu Alþingis? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2024 08:00 Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti. Það er öllu heldur mótstaða flokkanna við stóraukinn fjölda innflytjenda og hælisleitenda til Evrópu sem hefur leitt til þessa merkimiða. Sú afmörkun fellur ekki vel að hefðbundinni flokkun stjórnmálanna í hægri og vinstri. Þessi þróun ráðandi stjórnmálaafla innan Evrópuþingsins hefur vofað yfir í einhvern tíma og valdið töluverðum titringi í Brussel. Við þingmenn sem sóttum fund þingmannanefndar EES í Strassborg fyrr í vetur fórum ekki varhluta af því. Á fundinum, sem fór fram í Evrópuþinginu sjálfu, fengum við einkar áhugaverðan fyrirlestur frá forstöðumanni kosningaherferðaskrifstofu Evrópuþingsins (e. Directorate for Campaigns). Forstöðumaðurinn („óháði“ embættismaðurinn) fór þar grímulaust yfir áhyggjur Brusselvaldsins af vinsældabylgju fyrrgreindra flokka. Þeir væru enda mjög gagnrýnir á Evrópusambandið. Því væri mikilvægt fyrir Evrópuþingið að standa fyrir kröftugri kosningaherferð um mikilvægi Evrópuþingskosninga. Góð þátttaka í þeim væri líklegri til að draga úr vægi framangreindra flokka. Ég staldraði við þessi skilaboð. Auðvitað er mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt til að kjósa og í sjálfu sér jákvætt að hvetja til kosningaþátttöku. Hvernig fyndist okkur annars sú hugmynd að skrifstofa Alþingis ræki kosningabaráttu og talaði fyrir (eða gegn) ákveðnum kosningaúrslitum? Þessi orðræða kom í það minnsta illa við mig. Ég gerði því athugasemd og spurði fyrirlesarann að því hvort þetta væru ekki veigamikil rök í málflutningi þessara róttæku flokka, þ.e.a.s. að afskipti Brusselvaldsins og embættismanna væri komin út fyrir öll velsæmismörk. Sömuleiðis að útþensla og kostnaður hefðu aukist úr hófi. Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum kosninganna. Þær varða okkur auðvitað óbeint vegna náins samstarfs okkar við Evrópusambandið. Hitt er svo annað mál hvort embættismönnum Evrópuþingsins verður að ósk sinni. Eða hvort þeir sem eiga taki til sín verðskuldaða gagnrýni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Diljá Mist Einarsdóttir Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti. Það er öllu heldur mótstaða flokkanna við stóraukinn fjölda innflytjenda og hælisleitenda til Evrópu sem hefur leitt til þessa merkimiða. Sú afmörkun fellur ekki vel að hefðbundinni flokkun stjórnmálanna í hægri og vinstri. Þessi þróun ráðandi stjórnmálaafla innan Evrópuþingsins hefur vofað yfir í einhvern tíma og valdið töluverðum titringi í Brussel. Við þingmenn sem sóttum fund þingmannanefndar EES í Strassborg fyrr í vetur fórum ekki varhluta af því. Á fundinum, sem fór fram í Evrópuþinginu sjálfu, fengum við einkar áhugaverðan fyrirlestur frá forstöðumanni kosningaherferðaskrifstofu Evrópuþingsins (e. Directorate for Campaigns). Forstöðumaðurinn („óháði“ embættismaðurinn) fór þar grímulaust yfir áhyggjur Brusselvaldsins af vinsældabylgju fyrrgreindra flokka. Þeir væru enda mjög gagnrýnir á Evrópusambandið. Því væri mikilvægt fyrir Evrópuþingið að standa fyrir kröftugri kosningaherferð um mikilvægi Evrópuþingskosninga. Góð þátttaka í þeim væri líklegri til að draga úr vægi framangreindra flokka. Ég staldraði við þessi skilaboð. Auðvitað er mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt til að kjósa og í sjálfu sér jákvætt að hvetja til kosningaþátttöku. Hvernig fyndist okkur annars sú hugmynd að skrifstofa Alþingis ræki kosningabaráttu og talaði fyrir (eða gegn) ákveðnum kosningaúrslitum? Þessi orðræða kom í það minnsta illa við mig. Ég gerði því athugasemd og spurði fyrirlesarann að því hvort þetta væru ekki veigamikil rök í málflutningi þessara róttæku flokka, þ.e.a.s. að afskipti Brusselvaldsins og embættismanna væri komin út fyrir öll velsæmismörk. Sömuleiðis að útþensla og kostnaður hefðu aukist úr hófi. Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum kosninganna. Þær varða okkur auðvitað óbeint vegna náins samstarfs okkar við Evrópusambandið. Hitt er svo annað mál hvort embættismönnum Evrópuþingsins verður að ósk sinni. Eða hvort þeir sem eiga taki til sín verðskuldaða gagnrýni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar