Hann hefur átt það til reglulega að tala um geimverur og fljúgandi furðuhluti. Crosby er ekki hættur því.
Hann var í spjallþætti á dögunum þar sem hann sagði merkilega sögu af því er hann var að fljúga frá Miami til Las Vegas með Raiders-liðinu.
„Geimverur eru til. Það er ekki spurning. Við vorum að fljúga heim og við sáum fljúgandi furðuhlut ég og sætisfélagi minn,“ sagði Crosby.
„Ég geri mér grein fyrir að þetta hljómar klikkað en þið getið spurt flugstjórann til að mynda. Þetta var klikkað. Það sáu þetta margir og enginn gat útskýrt hvað var í gangi. Það sást ekkert á radar en það var stórt, bjart ljós sem fór fram og til baka.“