Horford á að baki 184 leiki í úrslitakeppni NBA á sínum 17 ára ferli. Hann hefur aðeins tvisvar misst af úrslitakeppninni, sex sinnum hefur hann farið í úrslitaeinvígi austursins og tvisvar í úrslit deildarinnar.
If the Celtics win the championship, Al Horford would become the 48th player in NBA History to win both a NCAA Championship and a NBA Championship pic.twitter.com/DZJDwEJmfM
— Ian Inangelo (@iinangelo) June 13, 2024
Hann er aðeins einn af þremur spilandi leikmönnum í NBA deildinni sem á fleiri en 149 leiki í úrslitakeppninni án þess að vinna titill. Hinir tveir eru James Harden og Chris Paul.
Þrátt fyrir að vera svo nálægt markmiðinu heldur Horford einbeitingu og hugsar ekki um annað en að klára verkefnið.
„Við leyfum okkur ekki að hugsa fram í tímann. Við erum bara að reyna að einbeita okkur að því sem við þurfum að gera. Verkefninu er ekki lokið ennþá,“ sagði Horford í viðtali.
Horford hefur verið leikmaður Celtics tvívegis, fyrst frá 2016-19 og aftur frá 2021. Í fyrri tíð fór hann lengst í úrslit austursins árið 2018 þegar Celtics duttu úr leik gegn Cleveland Cavaliers. Í seinni tíð komst hann í úrslit 2021 en tapaði fyrir Golden State Warriors.
Nýlega hafa liðsfélagar hans undirstrikað mikilvægi hans fyrir Celtics og sagt að þeir ætli að vinna titilinn fyrir hann.
Jrue Holiday on Al Horford:
— Justin Turpin (@JustinmTurpin) June 13, 2024
“Al is the more reliable teammate we’ve seen and had. He’s the ultimate leader. He keeps everybody calm… Al makes some of the biggest plays… Very, very fortunate and lucky to have Al.”
Adds “I want to win it for Al.” pic.twitter.com/DG6dIJncXY
Al Horford on the “Win it for Al” movement:
— Justin Turpin (@JustinmTurpin) June 13, 2024
“I’ve heard it, but basketball is a team sport. When you are fortunate enough to play for the Boston Celtics, you quickly realize that it's more than just the team that you're representing and the things that you're trying to do.” pic.twitter.com/YTJJMws40W
En Horford segir sigurinn ekki snúast um sig aðdáendur liðsins eigi hann skilið eftir að hafa stutt við bakið á liðinu öll þessi ár.
„Þetta snýst um meira en bara mig. Við erum með fullt af aðdáendum sem hafa verið að bíða eftir þessu tækifæri. Við höfum gengið í gegnum erfiðleika sem lið undanfarin ár. Að vera svona nálægt þessu núna er ótrúlegt.“
Fjórði leikur Boston Celtics gegn Dallas Mavericks fer fram í kvöld. Upphitun og bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 00:00.