Skora á Sjúkratryggingar að semja við tvo heimilislækna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. júní 2024 13:00 Akureyri Vísir/Vilhelm Yfir fimm hundruð manns hafa skrifað undir lista þar sem skorað er á Sjúkratryggirnar Íslands að semja um læknisþjónustu á Akureyri við heimilislæknana Guðrúnu Dóru Clarke og Val Helga Kristinsson eftir að starfsemi þeirra í bænum var stöðvuð tímabundið. Skjólstæðingur annars þeirra til margra ára segir út í hött að nýta ekki þá starfskrafta sem séu íbúum til boða. Valur Helgi og Guðrún Dóra störfuðu lengi á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri en fyrir nokkrum mánuðum réðu þau sig til starfa hjá heilsugæslunni í Urðarhvarfi í Kópavogi. Þau höfðu áfram aðstöðu á Læknastofum Akureyrar þar sem þau ætluðu sér að sinna skjólstæðingum sínum sem búa á Akureyri og í nágreni. Í febrúar fóru Sjúkratryggingar Íslands hins vegar fram á það að læknarnir tveir hefðu eingöngu aðsetur á Urðarhvarfi og starfsemin á Akureyri var stöðvuð tímabundið. Þetta eru sjúklingar þeirra fyrir norðan afar ósáttir með og ein þeirra, Steinunn Benna Hreiðarsdóttir, stofnaði undurskriftalista á Ísland.is þar sem skorað er á Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Farið langt fram úr væntingun „Það er nú bara þannig að ég var sjálf búin að fá nóg af heilbrigðisþjónustunni. Mín heilsa er þannig að ég þarf að hafa góðan lækni. Mér finnst líka svolítið út í hött að nýta ekki þá starfskrafta sem eru í bænum. Þessir læknar eru alveg framúrskarandi góðir,“ segir Steinunn Benna. Guðrún Dóra hefur verið heimilislæknir hennar og fjölskyldunnnar í mörg ár. „Eins og ég segi með mitt heilsufar og dóttir mín og hennar börn, þau þurfa bara að hafa lækni sem þekkir söguna okkar og veit hvað á að gera.“ Yfir 500 manns hafa nú skrifað undir listann sem Steinunn segir að sé langt fram ur hennar væntingum. Hún skorar á Sjúkratryggingar Íslands að semja við Guðrúnu Dóru og Val Helga þannig að þau geti áfram tekið á móti sjúklingum sínum á Akureyri. „Bara gefa þeim leyfi til að starfa hér á Akureyri bara strax sko. Einn tveir og tíu.“ Akureyri Sjúkratryggingar Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Valur Helgi og Guðrún Dóra störfuðu lengi á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri en fyrir nokkrum mánuðum réðu þau sig til starfa hjá heilsugæslunni í Urðarhvarfi í Kópavogi. Þau höfðu áfram aðstöðu á Læknastofum Akureyrar þar sem þau ætluðu sér að sinna skjólstæðingum sínum sem búa á Akureyri og í nágreni. Í febrúar fóru Sjúkratryggingar Íslands hins vegar fram á það að læknarnir tveir hefðu eingöngu aðsetur á Urðarhvarfi og starfsemin á Akureyri var stöðvuð tímabundið. Þetta eru sjúklingar þeirra fyrir norðan afar ósáttir með og ein þeirra, Steinunn Benna Hreiðarsdóttir, stofnaði undurskriftalista á Ísland.is þar sem skorað er á Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Farið langt fram úr væntingun „Það er nú bara þannig að ég var sjálf búin að fá nóg af heilbrigðisþjónustunni. Mín heilsa er þannig að ég þarf að hafa góðan lækni. Mér finnst líka svolítið út í hött að nýta ekki þá starfskrafta sem eru í bænum. Þessir læknar eru alveg framúrskarandi góðir,“ segir Steinunn Benna. Guðrún Dóra hefur verið heimilislæknir hennar og fjölskyldunnnar í mörg ár. „Eins og ég segi með mitt heilsufar og dóttir mín og hennar börn, þau þurfa bara að hafa lækni sem þekkir söguna okkar og veit hvað á að gera.“ Yfir 500 manns hafa nú skrifað undir listann sem Steinunn segir að sé langt fram ur hennar væntingum. Hún skorar á Sjúkratryggingar Íslands að semja við Guðrúnu Dóru og Val Helga þannig að þau geti áfram tekið á móti sjúklingum sínum á Akureyri. „Bara gefa þeim leyfi til að starfa hér á Akureyri bara strax sko. Einn tveir og tíu.“
Akureyri Sjúkratryggingar Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira