Stjórnmálamenn sem reiða sig á gleymsku kjósenda Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. júní 2024 07:30 Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. Ég hef ítrekað vakið athygli á þessum vanda með skrifum og á Alþingi. Enda þótt börnin mín séu komin af leikskólaaldri er þessi tími mér í mjög fersku minni. Ég taldist lánsöm, en í tvö ár keyrði ég úr Grafarvogi vestur í bæ þar sem ég fékk ungbarnapláss fyrir þau frá eins árs aldri. Ég greiddi m.a.s. fyrir annað plássið í nokkra mánuði á meðan ég kláraði fæðingarorlofið til að halda því fráteknu. Svona af því að fjárhæðin sem ég fékk greidda í framlengdu orlofi dugðu fyrir svo miklum útgjöldum. Krafa fólks um að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað endurspeglar breytta atvinnu- og samfélagshætti þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Ég lagði því fram beiðni á Alþingi sl. haust, ásamt hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu frá innviðaráðherra um kostnað sem foreldrar þurfa að standa straum af eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til dagvistunarúrræði bjóðast. Í því skyni er lykilatriði að afla upplýsinga um hvaða hlutfall foreldra er í þessari stöðu. Þá er mikilvægt að skoða ýmsar breytur í þessu samhengi, m.a. hjúskaparstöðu, félagslega stöðu og tekjur. Eins og Sylvía bendir réttilega á bera konur hitann og þungann af því að brúa bilið. Þær taka lengra fæðingarorlof og missa jafnvel atvinnu sína ef engin dagvistunarúrræði eru í boði að loknu orlofi. Konur verða því fyrir enn meiri tekjumissi, dragast aftur úr framgangsröð í starfi og verða af lífeyristekjum í framtíðinni. Dagvistunarmálin eru þannig gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Það verður fróðlegt að fá loksins skýrslu ráðherrans inn í umræðuna um þessa erfiðu stöðu barna og foreldra. Lögbundinn réttur foreldra til fæðingarorlofs var nýlega lengdur úr samtals níu mánuðum í tólf. Með lagasetningunni vildu stjórnvöld minnka þetta bil. Framlag sveitarfélaga hefur hins vegar verið misjafnt. Það er brýnt að forgangsraða vegna þessarar óásættanlegu stöðu barnafólks. Stjórnmálamenn mega ekki reiða sig á að endurnýjun „kúnnahópsins“ sé hröð þar sem börnin eldist og vandamálin gleymist því fljótt. Baráttufólk eins og Sylvía á hrós skilið fyrir að halda okkur við efnið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Fæðingarorlof Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. Ég hef ítrekað vakið athygli á þessum vanda með skrifum og á Alþingi. Enda þótt börnin mín séu komin af leikskólaaldri er þessi tími mér í mjög fersku minni. Ég taldist lánsöm, en í tvö ár keyrði ég úr Grafarvogi vestur í bæ þar sem ég fékk ungbarnapláss fyrir þau frá eins árs aldri. Ég greiddi m.a.s. fyrir annað plássið í nokkra mánuði á meðan ég kláraði fæðingarorlofið til að halda því fráteknu. Svona af því að fjárhæðin sem ég fékk greidda í framlengdu orlofi dugðu fyrir svo miklum útgjöldum. Krafa fólks um að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað endurspeglar breytta atvinnu- og samfélagshætti þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Ég lagði því fram beiðni á Alþingi sl. haust, ásamt hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu frá innviðaráðherra um kostnað sem foreldrar þurfa að standa straum af eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til dagvistunarúrræði bjóðast. Í því skyni er lykilatriði að afla upplýsinga um hvaða hlutfall foreldra er í þessari stöðu. Þá er mikilvægt að skoða ýmsar breytur í þessu samhengi, m.a. hjúskaparstöðu, félagslega stöðu og tekjur. Eins og Sylvía bendir réttilega á bera konur hitann og þungann af því að brúa bilið. Þær taka lengra fæðingarorlof og missa jafnvel atvinnu sína ef engin dagvistunarúrræði eru í boði að loknu orlofi. Konur verða því fyrir enn meiri tekjumissi, dragast aftur úr framgangsröð í starfi og verða af lífeyristekjum í framtíðinni. Dagvistunarmálin eru þannig gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Það verður fróðlegt að fá loksins skýrslu ráðherrans inn í umræðuna um þessa erfiðu stöðu barna og foreldra. Lögbundinn réttur foreldra til fæðingarorlofs var nýlega lengdur úr samtals níu mánuðum í tólf. Með lagasetningunni vildu stjórnvöld minnka þetta bil. Framlag sveitarfélaga hefur hins vegar verið misjafnt. Það er brýnt að forgangsraða vegna þessarar óásættanlegu stöðu barnafólks. Stjórnmálamenn mega ekki reiða sig á að endurnýjun „kúnnahópsins“ sé hröð þar sem börnin eldist og vandamálin gleymist því fljótt. Baráttufólk eins og Sylvía á hrós skilið fyrir að halda okkur við efnið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun