Ókeypis lán í hverjum mánuði Svandís Edda Hólm Jónudóttir skrifar 19. júní 2024 10:00 Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. Þannig er hægt að líta á kreditkort sem ágætis lánakost, sér í lagi í því vaxtastigi sem nú ríkir. Úttektirnar eru vaxtalausar og bera engin lántökugjöld. Þess ber þó að geta að ef kortareikningur er ekki greiddur á eindaga reiknast vextir og kostnaður ofan á skuldina. Tvö einföld dæmi um kosti þess að nota kreditkort Tökum einfalt dæmi um kreditkort: Sigga notar kortið sitt á hverju kortatímabili innanlands fyrir 350.000 kr. Að meðaltali fjármagnar bankinn hennar úttektirnar í 19 daga. Gefum okkur að Sigga leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hún peninginn sinn um 1.432 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 17.179 kr. Tökum annað dæmi: Hjá flestum bönkum er hægt að fá svokölluð premium kort. Tóti á þannig kort og notar það á hverju kortatímabili fyrir 700.000 kr. (innanlands og erlendis). Að meðaltali fjármagnar bankinn hans Tóta úttektirnar í 19 daga og ef við gefum okkur að hann leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hann peninginn um 2.862 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 34.359 kr. Bæði Sigga og Tóti gætu verið með kortin sín tengd einhvers konar veltutengdri söfnun sem veitir þeim t.d. punkta hjá flugfélagi og eykur þar með ábata þeirra umtalsvert í hverjum mánuði. Heyrðu, en hvað með árgjöldin? Nú gæti einhver sagt, heyrðu, hvað með árgjald kortsins? Jú vissulega bera kortin árgjöld en fyrir þau fá Sigga og Tóti ýmis fríðindi, s.s. ferðatryggingar sem er mjög mikilvægt að hafa ef alvarleg slys eða veikindi koma upp erlendis. Árgjöldin eru föst og tengjast ekki veltu kortsins. Þeir sem greiða hátt árgjald njóta jafnan meiri og víðtækari fríðinda en þeir sem greiða lægra árgjald. Kreditkorthafar hafa sömuleiðis aðgang að neyðarþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og því mikilvægur öryggisþáttur. Af þessu sést að kreditkort eru um margt góður valkostur séu þau notuð skynsamlega og greidd á gjalddaga. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Fjármál heimilisins Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. Þannig er hægt að líta á kreditkort sem ágætis lánakost, sér í lagi í því vaxtastigi sem nú ríkir. Úttektirnar eru vaxtalausar og bera engin lántökugjöld. Þess ber þó að geta að ef kortareikningur er ekki greiddur á eindaga reiknast vextir og kostnaður ofan á skuldina. Tvö einföld dæmi um kosti þess að nota kreditkort Tökum einfalt dæmi um kreditkort: Sigga notar kortið sitt á hverju kortatímabili innanlands fyrir 350.000 kr. Að meðaltali fjármagnar bankinn hennar úttektirnar í 19 daga. Gefum okkur að Sigga leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hún peninginn sinn um 1.432 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 17.179 kr. Tökum annað dæmi: Hjá flestum bönkum er hægt að fá svokölluð premium kort. Tóti á þannig kort og notar það á hverju kortatímabili fyrir 700.000 kr. (innanlands og erlendis). Að meðaltali fjármagnar bankinn hans Tóta úttektirnar í 19 daga og ef við gefum okkur að hann leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hann peninginn um 2.862 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 34.359 kr. Bæði Sigga og Tóti gætu verið með kortin sín tengd einhvers konar veltutengdri söfnun sem veitir þeim t.d. punkta hjá flugfélagi og eykur þar með ábata þeirra umtalsvert í hverjum mánuði. Heyrðu, en hvað með árgjöldin? Nú gæti einhver sagt, heyrðu, hvað með árgjald kortsins? Jú vissulega bera kortin árgjöld en fyrir þau fá Sigga og Tóti ýmis fríðindi, s.s. ferðatryggingar sem er mjög mikilvægt að hafa ef alvarleg slys eða veikindi koma upp erlendis. Árgjöldin eru föst og tengjast ekki veltu kortsins. Þeir sem greiða hátt árgjald njóta jafnan meiri og víðtækari fríðinda en þeir sem greiða lægra árgjald. Kreditkorthafar hafa sömuleiðis aðgang að neyðarþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og því mikilvægur öryggisþáttur. Af þessu sést að kreditkort eru um margt góður valkostur séu þau notuð skynsamlega og greidd á gjalddaga. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar