Börn forrita til framtíðar Úlfur Atlason og Zuzanna Elvira Korpak skrifa 20. júní 2024 09:02 Í síbreytilegum tækniheimi nútímans hefur tæknilæsi og þekking á forritun aldrei verið jafn dýrmæt. Það er því mikilvægt að við styðjum við börnin okkar þannig að þau verði ekki aðeins neytendur tækni heldur líka skapandi notendur sem hafa gott tæknilæsi og grunnþekkingu á forritun. Börn eiga einstaklega einfalt með að tileinka sér grunnþætti forritunar. Forritunarnám krefst ekki læsis og því er hægt að byrja að læra að læra grunnforritun mjög snemma á lífsleiðinni. Árangursríkasta leiðin til að læra forritun er í gegnum leiki og sköpun. Til eru ýmsir leikir, forrit og leikföng sem hafa það að markmiði að þjálfa upp forritun og rökhugsun hjá ungum börnum. Til dæmis eru til mörg forritunarviðmót þar sem börn geta skapað sínar eigin persónur og heima og forritað tölvuleiki út frá sínum eigin hugmyndum. Því getur forritunarnám verið einstaklega skemmtilegt, áhugavert og höfðað vel til barna. Forritunarnám barna styður við þau í sínu námi og getur skapað ýmis tækifæri í framtíðinni. Í grunninn er forritun einfaldlega að gefa skipanir á markvissan og rökréttan hátt. Börn tileinka sér fjölþætta hæfni þegar þau læra forritun, þ.á.m. rökhugsun, rýmisgreind, sköpun og forritunarlega hugsun. Forritunarleg hugsun er hugsunarháttur þar sem margþættum verkefnum er skipt upp í smærri hluta og þeir leystir markvisst. Þessi hugsunarháttur nýtist ekki aðeins í forritun heldur í flestum öðrum námsgreinum og jafnvel hversdagslegum hlutum. Til dæmis nýtist þetta vel við að leysa stærðfræði, skrifa ritgerð, mála mynd eða jafnvel brjóta saman þvott. Einnig krefjast sífellt fleiri störf og framhaldsnám einhvers konar þekkingar á forritun eða tækni. Þekking á þessu sviði gefur þeim forskot yfir aðra sem ekki hafa tileinkað sér grunnþætti forritunar. Það er því afar gagnlegt fyrir öll börn að læra grunnforritun, þótt það sé ekki nema til þess að auka tæknilæsi eða námsárangur í framhalds- og háskóla, eða eiga forskot á vinnumarkaði í framtíðinni. Börn sem læra að forrita öðlast nýjan vettvang til að læra, skapa og leika. Forritunarnám barna fer oft fram í formi tölvuleikjagerðar. Börn læra að útfæra eigin hugmyndir, hvort sem það er í formi stafrænnar hönnunnar á persónum og heimum eða að forrita ákveðna virkni inn í leikinn. Þegar grunnhæfni í forritun hefur verið náð geta börn nýtt hugarflugið til að færa líf í eigin hugmyndir á vettvangi þar sem sköpunargáfunni eru engin takmörk sett. Stór hluti af forritun er að fara yfir sinn eigin kóða, finna villur og fá hugmyndir að endurbótum. Þess konar lausnaleitarnám styður við og eflir gagnrýna hugsun og rökhugsun, sem eru mikilvægir þættir þegar það kemur að því að leysa vandamál, taka ákvarðanir og takast á við fjölbreytt verkefni. Forritunarnám barna hefur marga frábæra kosti og getur haft jákvæð áhrif á nám, sköpun og úrlausn vandamála. Börn eiga auðvelt með að læra forritun þar sem námið fer fram á skemmtilegan og skapandi hátt sem höfðar vel til þeirra. Þau öðlast ýmsa hagnýta hæfni eins og rökhugsun, rýmisgreind og aukna getu í verkefnalausnum. Forritunarnám opnar á ýmis framtíðartækifæri og styður við áframhaldandi nám. Við ættum því öll að styðja við börnin í samfélaginu með því að gefa þeim tækifæri á að kynnast spennandi heimi forritunar og öðlast forskot til framtíðar! Höfundar eru forritunarþjálfarar hjá Skema í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í síbreytilegum tækniheimi nútímans hefur tæknilæsi og þekking á forritun aldrei verið jafn dýrmæt. Það er því mikilvægt að við styðjum við börnin okkar þannig að þau verði ekki aðeins neytendur tækni heldur líka skapandi notendur sem hafa gott tæknilæsi og grunnþekkingu á forritun. Börn eiga einstaklega einfalt með að tileinka sér grunnþætti forritunar. Forritunarnám krefst ekki læsis og því er hægt að byrja að læra að læra grunnforritun mjög snemma á lífsleiðinni. Árangursríkasta leiðin til að læra forritun er í gegnum leiki og sköpun. Til eru ýmsir leikir, forrit og leikföng sem hafa það að markmiði að þjálfa upp forritun og rökhugsun hjá ungum börnum. Til dæmis eru til mörg forritunarviðmót þar sem börn geta skapað sínar eigin persónur og heima og forritað tölvuleiki út frá sínum eigin hugmyndum. Því getur forritunarnám verið einstaklega skemmtilegt, áhugavert og höfðað vel til barna. Forritunarnám barna styður við þau í sínu námi og getur skapað ýmis tækifæri í framtíðinni. Í grunninn er forritun einfaldlega að gefa skipanir á markvissan og rökréttan hátt. Börn tileinka sér fjölþætta hæfni þegar þau læra forritun, þ.á.m. rökhugsun, rýmisgreind, sköpun og forritunarlega hugsun. Forritunarleg hugsun er hugsunarháttur þar sem margþættum verkefnum er skipt upp í smærri hluta og þeir leystir markvisst. Þessi hugsunarháttur nýtist ekki aðeins í forritun heldur í flestum öðrum námsgreinum og jafnvel hversdagslegum hlutum. Til dæmis nýtist þetta vel við að leysa stærðfræði, skrifa ritgerð, mála mynd eða jafnvel brjóta saman þvott. Einnig krefjast sífellt fleiri störf og framhaldsnám einhvers konar þekkingar á forritun eða tækni. Þekking á þessu sviði gefur þeim forskot yfir aðra sem ekki hafa tileinkað sér grunnþætti forritunar. Það er því afar gagnlegt fyrir öll börn að læra grunnforritun, þótt það sé ekki nema til þess að auka tæknilæsi eða námsárangur í framhalds- og háskóla, eða eiga forskot á vinnumarkaði í framtíðinni. Börn sem læra að forrita öðlast nýjan vettvang til að læra, skapa og leika. Forritunarnám barna fer oft fram í formi tölvuleikjagerðar. Börn læra að útfæra eigin hugmyndir, hvort sem það er í formi stafrænnar hönnunnar á persónum og heimum eða að forrita ákveðna virkni inn í leikinn. Þegar grunnhæfni í forritun hefur verið náð geta börn nýtt hugarflugið til að færa líf í eigin hugmyndir á vettvangi þar sem sköpunargáfunni eru engin takmörk sett. Stór hluti af forritun er að fara yfir sinn eigin kóða, finna villur og fá hugmyndir að endurbótum. Þess konar lausnaleitarnám styður við og eflir gagnrýna hugsun og rökhugsun, sem eru mikilvægir þættir þegar það kemur að því að leysa vandamál, taka ákvarðanir og takast á við fjölbreytt verkefni. Forritunarnám barna hefur marga frábæra kosti og getur haft jákvæð áhrif á nám, sköpun og úrlausn vandamála. Börn eiga auðvelt með að læra forritun þar sem námið fer fram á skemmtilegan og skapandi hátt sem höfðar vel til þeirra. Þau öðlast ýmsa hagnýta hæfni eins og rökhugsun, rýmisgreind og aukna getu í verkefnalausnum. Forritunarnám opnar á ýmis framtíðartækifæri og styður við áframhaldandi nám. Við ættum því öll að styðja við börnin í samfélaginu með því að gefa þeim tækifæri á að kynnast spennandi heimi forritunar og öðlast forskot til framtíðar! Höfundar eru forritunarþjálfarar hjá Skema í HR.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun