Ofsaakstur eftir vopnað rán frá Suðurlandsbraut upp í Kópavog Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júní 2024 15:46 Samkvæmt ákæru mun aksturinn hafa hafist í Lágmúla í Reykjavík og endað við Fífuhvammsveg í Kópavogi. Leiðin hefur verið einhvernveginn eins og sjá má á kortinu. Vísir/Já.is Dagur Þór Hjartarson hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum vegna fjölda brota. Samverkamaður hans hlaut tíu mánaða fangelsisdóm að hluta til skilorðsbundinn. Ákæruliðir málsins voru fjórtán talsins og beindust flestir að Degi. Fyrstu tveir vörðuðu vopnað rán sem hann framdi og ofsaakstur hans af vettvangi á flótta undan lögreglu. Umrætt rán framdi Dagur í verslun Nettó í Lágmúla í júní 2022. Honum var gefið að sök að ráðast að starfsmanni Nettó, slá hann í andlitið með hnúajárni og hafa á brott rúmlega 35 þúsund krónur sem hann tók úr sjóðsvél verslunarinnar. Í kjölfarið hófst ofsaakstur Dags sem var undir áhrifum amfetamíns og MDMA og ekki með gild ökuréttindi. Samkvæmt ákæru hófst aksturinn hjá Nettó í Lágmúla, en þaðan fór hann um Suðurlandsbraut. Þar fylgdi hann ekki fyrirmælum lögreglu um að hætta akstri. Í stað þess ók hann um Faxafen, gegn rauðu ljósi við gatnamót Skeiðarvogs og Miklubrautar og þaðan á móti umferð yfir á öfugan vegarhelming á Bústaðavegi. Síðan fór hann suður Reykjanesbraut, og inn á Dalveg í Kópavogi og að gatnamótum við Fífuhvammsveg. Þar lauk akstrinum þegar lögreglubíl var ekið í veg fyrir bíl Dags sem stöðvaði akstur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Líkt og áður kemur fram var Dagur ákærður fyrir ýmis önnur brot, en flest þeirra vörðuðu þjófnað. Mörg þeirra vörðuðu þjófnað á pening eða verðmætum sem hlupu á hundruðum þúsunda og í einu tilfellli rúmri milljón króna. Þess má geta að nærri því öll brotin sem málið varðar voru framin í Kópavogi. Rán í anddyrri banka Dagur og áðurnefndur samverkamaður hans voru ákærðir fyrir rán sem þeir frömdu í mars 2023. Þá veittust þeir að manni í andyrri Arion banka við Smáratorg í Kópavogi. Þeim var gefið að sök að slá manninn í höfuðið, sparka í fætur hans og hrifsa af honum 30 þúsund krónur og rafskútu sem þeir höfðu með sér á brott. Samverkamaðurinn var einnig ákærður fyrir annað rán í anddyri Landsbankans í Hamraborg í Kópavogi sem hann framdi með öðrum manni. Í ákæru segir að hann hafi ógnað manni með hníf og hrifsað af honum tíu þúsund krónur. Dagur og samverkamaðurinn játuðu sök. Líkt og áður segir hlaut Dagur tveggja ára dóm en samverkamaðurinn tíu mánaða dóm, en þar af voru sjö mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Dómsmál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Ákæruliðir málsins voru fjórtán talsins og beindust flestir að Degi. Fyrstu tveir vörðuðu vopnað rán sem hann framdi og ofsaakstur hans af vettvangi á flótta undan lögreglu. Umrætt rán framdi Dagur í verslun Nettó í Lágmúla í júní 2022. Honum var gefið að sök að ráðast að starfsmanni Nettó, slá hann í andlitið með hnúajárni og hafa á brott rúmlega 35 þúsund krónur sem hann tók úr sjóðsvél verslunarinnar. Í kjölfarið hófst ofsaakstur Dags sem var undir áhrifum amfetamíns og MDMA og ekki með gild ökuréttindi. Samkvæmt ákæru hófst aksturinn hjá Nettó í Lágmúla, en þaðan fór hann um Suðurlandsbraut. Þar fylgdi hann ekki fyrirmælum lögreglu um að hætta akstri. Í stað þess ók hann um Faxafen, gegn rauðu ljósi við gatnamót Skeiðarvogs og Miklubrautar og þaðan á móti umferð yfir á öfugan vegarhelming á Bústaðavegi. Síðan fór hann suður Reykjanesbraut, og inn á Dalveg í Kópavogi og að gatnamótum við Fífuhvammsveg. Þar lauk akstrinum þegar lögreglubíl var ekið í veg fyrir bíl Dags sem stöðvaði akstur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Líkt og áður kemur fram var Dagur ákærður fyrir ýmis önnur brot, en flest þeirra vörðuðu þjófnað. Mörg þeirra vörðuðu þjófnað á pening eða verðmætum sem hlupu á hundruðum þúsunda og í einu tilfellli rúmri milljón króna. Þess má geta að nærri því öll brotin sem málið varðar voru framin í Kópavogi. Rán í anddyrri banka Dagur og áðurnefndur samverkamaður hans voru ákærðir fyrir rán sem þeir frömdu í mars 2023. Þá veittust þeir að manni í andyrri Arion banka við Smáratorg í Kópavogi. Þeim var gefið að sök að slá manninn í höfuðið, sparka í fætur hans og hrifsa af honum 30 þúsund krónur og rafskútu sem þeir höfðu með sér á brott. Samverkamaðurinn var einnig ákærður fyrir annað rán í anddyri Landsbankans í Hamraborg í Kópavogi sem hann framdi með öðrum manni. Í ákæru segir að hann hafi ógnað manni með hníf og hrifsað af honum tíu þúsund krónur. Dagur og samverkamaðurinn játuðu sök. Líkt og áður segir hlaut Dagur tveggja ára dóm en samverkamaðurinn tíu mánaða dóm, en þar af voru sjö mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára.
Dómsmál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira