Nú sannast hið fornkveðna: kvótakerfið hefur ekkert með fiskvernd að gera Kjartan Sveinsson skrifar 22. júní 2024 15:01 Strandveiðifélag Íslands mótmælir harðlega áformum um kvótasetningu grásleppu. Tillögurnar eru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og koma til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Að baki kvótasetningu á grásleppu liggja engin rök sem lúta að: fiskifræði, enda eru engar áreiðanlegar aðferðir til stofnstærðarmælinga til, en það er þó ekkert sem bendir til þess að grásleppa sé ofveidd eða í nokkurri hættu. Aukin heldur hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið ekki viðkennt aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar við stofnmælingu grásleppu, enda ekki trúverðug aðferð að stofnmæla grásleppu með stórum togurum og botntrollum byggðafestu, enda hefur kvótasetning allra annarra tegunda leitt til linnulausrar blóðtöku úr brothættum byggðum fyrirsjáanleika í greininni, enda væri framseljanleiki kvótans óþarfur ef svo væri nýliðun, enda hefur kvótasetning eingöngu leitt til skerðingar á atvinnufrelsi. Yfirvofandi kvótasetning stjórnvalda síðustu ár hefur aftrað mönnum frá því að byrja á grásleppu vegna óvissunar sem stjórnvöld hafa skapað. Auk þess hafa aðilar með grásleppuleyfi og veiðireynslu haldið að sér höndum að selja báta og grásleppuleyfi, í von um að kvótasetning grásleppu færi þeim gríðarleg verðmæti til að selja eða leigja frá sér hagræðingu, enda mun hið boðaða 1,5% kvótaþak (sem kemur þó til með að hækka ört á skömmum tíma) ekki nægja kröfum SFS um samþjöppun Þessi þráhyggja einkavæðingarsinna um kvótasetningu grásleppu sýnir það og sannar sem allir vita: kvótakerfið hefur ekkert með verndun fiskistofna að gera. Markmiðið er að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og aðalsprautan í þessu sorgarferli, felur sig á bak við 1,5% kvótaþak sem sönnun þess að kvótinn muni ekki allur enda hjá stórútgerðinni. Það verður þó auðsótt mál, þegar grásleppan hefur verið geirnegld í kvóta, að hækka þakið. Við höfum áður séð þann trójuhest innan fiskveiðistjórnunarkerfis Íslendinga. Nú þegar liggja fyrir áform um lagasetningu um að hækka kvótaþakið úr 12% í 15% af heildarkvóta fiskveiðiflotans. Eftir situr að „hagræðing“ getur ekki talist til réttlætingar kvótasetningarinnar. Það er þó engin girðing fyrir aðila sem vilja fara í kringum kvótaþakið, að gera það með sama hætti og stórútgerðin, sem sagt að setja kvótann og bátana í nógu mörg félög og færa kvóta á milli innan fiskveiðiársins, sleppa þannig undan reglum um kvótaþakið. Það er því alveg ljóst að frumvarpið markar upphaf verksmiðjuveiða í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyrir nú sögunni til. Þegar menn fara hægt og bítandi að selja sig út vilja þeir væntanlega nota bátana sína í eitthvað annað og þá liggja strandveiðar beint við. Því má búast við töluverðri aukningu á sókn innan strandveiðikerfisins, sem nú þegar er löngu komið út að ystu þanmörkum. Fyrst skerða á atvinnufrelsi smábátasjómanna með þessum hætti verða stjórnvöld að grípa til mótvægisaðgerða og stækka strandveiðipottinn svo um munar. STÍ bíður spennt eftir tilkynningu þar að lútandi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Strandveiðifélag Íslands mótmælir harðlega áformum um kvótasetningu grásleppu. Tillögurnar eru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og koma til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Að baki kvótasetningu á grásleppu liggja engin rök sem lúta að: fiskifræði, enda eru engar áreiðanlegar aðferðir til stofnstærðarmælinga til, en það er þó ekkert sem bendir til þess að grásleppa sé ofveidd eða í nokkurri hættu. Aukin heldur hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið ekki viðkennt aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar við stofnmælingu grásleppu, enda ekki trúverðug aðferð að stofnmæla grásleppu með stórum togurum og botntrollum byggðafestu, enda hefur kvótasetning allra annarra tegunda leitt til linnulausrar blóðtöku úr brothættum byggðum fyrirsjáanleika í greininni, enda væri framseljanleiki kvótans óþarfur ef svo væri nýliðun, enda hefur kvótasetning eingöngu leitt til skerðingar á atvinnufrelsi. Yfirvofandi kvótasetning stjórnvalda síðustu ár hefur aftrað mönnum frá því að byrja á grásleppu vegna óvissunar sem stjórnvöld hafa skapað. Auk þess hafa aðilar með grásleppuleyfi og veiðireynslu haldið að sér höndum að selja báta og grásleppuleyfi, í von um að kvótasetning grásleppu færi þeim gríðarleg verðmæti til að selja eða leigja frá sér hagræðingu, enda mun hið boðaða 1,5% kvótaþak (sem kemur þó til með að hækka ört á skömmum tíma) ekki nægja kröfum SFS um samþjöppun Þessi þráhyggja einkavæðingarsinna um kvótasetningu grásleppu sýnir það og sannar sem allir vita: kvótakerfið hefur ekkert með verndun fiskistofna að gera. Markmiðið er að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og aðalsprautan í þessu sorgarferli, felur sig á bak við 1,5% kvótaþak sem sönnun þess að kvótinn muni ekki allur enda hjá stórútgerðinni. Það verður þó auðsótt mál, þegar grásleppan hefur verið geirnegld í kvóta, að hækka þakið. Við höfum áður séð þann trójuhest innan fiskveiðistjórnunarkerfis Íslendinga. Nú þegar liggja fyrir áform um lagasetningu um að hækka kvótaþakið úr 12% í 15% af heildarkvóta fiskveiðiflotans. Eftir situr að „hagræðing“ getur ekki talist til réttlætingar kvótasetningarinnar. Það er þó engin girðing fyrir aðila sem vilja fara í kringum kvótaþakið, að gera það með sama hætti og stórútgerðin, sem sagt að setja kvótann og bátana í nógu mörg félög og færa kvóta á milli innan fiskveiðiársins, sleppa þannig undan reglum um kvótaþakið. Það er því alveg ljóst að frumvarpið markar upphaf verksmiðjuveiða í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyrir nú sögunni til. Þegar menn fara hægt og bítandi að selja sig út vilja þeir væntanlega nota bátana sína í eitthvað annað og þá liggja strandveiðar beint við. Því má búast við töluverðri aukningu á sókn innan strandveiðikerfisins, sem nú þegar er löngu komið út að ystu þanmörkum. Fyrst skerða á atvinnufrelsi smábátasjómanna með þessum hætti verða stjórnvöld að grípa til mótvægisaðgerða og stækka strandveiðipottinn svo um munar. STÍ bíður spennt eftir tilkynningu þar að lútandi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun