„Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 16:18 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri. Vilhelm/Arnar „Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“ Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við Vísi um Facebook-færslu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, þar sem hann sagðist vinna frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatíma sínum. Dagur sagði jafnframt að í raun væri um sparnað að ræða þar sem ekki þurfti að greiða biðlaun þegar hann sat sem borgarstjóri í tíu ár. „Hann er að þiggja um 2,6 milljónir í laun fyrir vinnuna sína í dag og kallar það að vinna frítt. Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt og ég efast um að nokkur annar geri það. Þetta er mjög sérkennilegt orðaval,“ segir Hildur. Greiðslan nemi niðurskurði í bókakaupum Hildur svaraði færslu Dags með sinni eigin færslu. Þar segir hún orlofsgreiðslu Dags nema sömu upphæð og niðurskurður í bókakaupum til skólabókasafna. „Í sundurliðun á uppgjöri vegna starfsloka Dags B. Eggertssonar kemur í ljós að hann hefur farið fram á 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur frá borginni! Bókakaup til skólabókasafna voru skorin niður um 10 milljónir króna á síðasta ári - mitt í umræðu um alvarlegan læsisvanda barna. En það er greinilega nóg til þegar skrifstofa borgarstjóra er annars vegar,“ segir í færslunni. „Fæ þetta ekki alveg til að ganga upp“ Rétt er að laun og launatengdur kostnaður vegna orlofsuppgjörs Dags nemur 9.773.617 krónum. Hildur segir að henni finnist orlofsgreiðslan verulega há og að hún sé búin að óska eftir ítarlegum skýringum um hvað býr þar að baki. Spurð hvort að Dagur eigi ekki rétt á svo hárri orlofsgreiðslu eftir tíu ár í starfi sem borgarstjóri samkvæmt ráðningarsamning segir Hildur: „Þetta er bara verulega hátt og ég fæ þetta ekki alveg til að ganga upp. Ég mun upplýsa um þær skýringar sem ég fæ. Við erum að horfa á niðurskurð í borgarkerfinu. Við Sjálfstæðismenn hefðum frekar viljað sjá niðurskurð í stjórnkerfinu en meirihlutinn hefur valið að skera niður í þjónustu íbúanna.“ Hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna Spurð hvað hún hefði viljað sjá Dag gera við borgarstjóraskiptin segir Hildur: „Ég spurði fyrir um hvernig þessum biðlauna málum yrði háttað. Ég fékk þau svör að hann fengi full borgarstjóralaun í sex mánuði og það yrðu laun hans sem formaður borgarráðs. Það er gott og vel. Mér er hins vegar mjög brugðið yfir þessum orlofslaunum. Mér þykir þær full háar og af þeim ástæðum hef ég óskað eftir skýringum.“ Í færslunni hnýtti Dagur í Hildi og Morgunblaðið og sagði það óþarfi að gefa til kynna að hann væri á tvöföldum launum. Spurð um viðbrögð við þessu segir Hildur: „Þetta er nú bara hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna. Ég hef aldrei fullyrt að hann væri á tvöföldum launum. Ég fékk bara spurningu frá Morgunblaðinu og ég sagðist ætla skoða málið.“ Reykjavík Kjaramál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við Vísi um Facebook-færslu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, þar sem hann sagðist vinna frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatíma sínum. Dagur sagði jafnframt að í raun væri um sparnað að ræða þar sem ekki þurfti að greiða biðlaun þegar hann sat sem borgarstjóri í tíu ár. „Hann er að þiggja um 2,6 milljónir í laun fyrir vinnuna sína í dag og kallar það að vinna frítt. Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt og ég efast um að nokkur annar geri það. Þetta er mjög sérkennilegt orðaval,“ segir Hildur. Greiðslan nemi niðurskurði í bókakaupum Hildur svaraði færslu Dags með sinni eigin færslu. Þar segir hún orlofsgreiðslu Dags nema sömu upphæð og niðurskurður í bókakaupum til skólabókasafna. „Í sundurliðun á uppgjöri vegna starfsloka Dags B. Eggertssonar kemur í ljós að hann hefur farið fram á 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur frá borginni! Bókakaup til skólabókasafna voru skorin niður um 10 milljónir króna á síðasta ári - mitt í umræðu um alvarlegan læsisvanda barna. En það er greinilega nóg til þegar skrifstofa borgarstjóra er annars vegar,“ segir í færslunni. „Fæ þetta ekki alveg til að ganga upp“ Rétt er að laun og launatengdur kostnaður vegna orlofsuppgjörs Dags nemur 9.773.617 krónum. Hildur segir að henni finnist orlofsgreiðslan verulega há og að hún sé búin að óska eftir ítarlegum skýringum um hvað býr þar að baki. Spurð hvort að Dagur eigi ekki rétt á svo hárri orlofsgreiðslu eftir tíu ár í starfi sem borgarstjóri samkvæmt ráðningarsamning segir Hildur: „Þetta er bara verulega hátt og ég fæ þetta ekki alveg til að ganga upp. Ég mun upplýsa um þær skýringar sem ég fæ. Við erum að horfa á niðurskurð í borgarkerfinu. Við Sjálfstæðismenn hefðum frekar viljað sjá niðurskurð í stjórnkerfinu en meirihlutinn hefur valið að skera niður í þjónustu íbúanna.“ Hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna Spurð hvað hún hefði viljað sjá Dag gera við borgarstjóraskiptin segir Hildur: „Ég spurði fyrir um hvernig þessum biðlauna málum yrði háttað. Ég fékk þau svör að hann fengi full borgarstjóralaun í sex mánuði og það yrðu laun hans sem formaður borgarráðs. Það er gott og vel. Mér er hins vegar mjög brugðið yfir þessum orlofslaunum. Mér þykir þær full háar og af þeim ástæðum hef ég óskað eftir skýringum.“ Í færslunni hnýtti Dagur í Hildi og Morgunblaðið og sagði það óþarfi að gefa til kynna að hann væri á tvöföldum launum. Spurð um viðbrögð við þessu segir Hildur: „Þetta er nú bara hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna. Ég hef aldrei fullyrt að hann væri á tvöföldum launum. Ég fékk bara spurningu frá Morgunblaðinu og ég sagðist ætla skoða málið.“
Reykjavík Kjaramál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira