Hefja könnun á nýjum flugvelli fyrir Færeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2024 10:52 Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Egill Aðalsteinsson Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja. Tilgangurinn er sagður að skapa betri grundvöll fyrir frekari undirbúning, þar með talið skipulags- og fjárhagslega. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir borgarráð til pólitískrar stefnumörkunar. Í fréttamiðlinum Sósíalurin í gær kom fram að tillaga borgarstjórans Heðins Mortensen hafi verið samþykkt með níu atkvæðum fulltrúa Javnaðarflokksins, Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Framsóknar. Fjórir fulltrúar Þjóðveldis hafi greitt atkvæði á móti. Svona gæti upplýst flugbraut á Glyvursnesi litið út með byggðina í Þórshöfn í baksýn.Tórshavnar kommuna Heðin Mortensen tilkynnti í marsmánuði að hann hygðist setja flugvöll á Glyvursnesi aftur á dagskrá eftir að upplýst var um takmarkanir sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga. Flugbrautin þar, 1.800 metra löng, er of stutt til að Boeing 757-þota félagsins geti hafið sig til flugs fullhlaðin í langflug. Flugvélin neyðist af þeim sökum til að millilenda í Keflavík til eldsneytistöku í flugi með lax til New York. Heðin Mortensen hvatti svo til þess í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að rætt yrði við Atlantshafsbandalagið, NATO, um gerð flugvallarins. Þau ummæli komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, brugðust hart við og sögðu þessa hugmynd ekki koma til greina. Þeir settu jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Í viðtali við Dimmalætting segir Annika Olsen, borgarfulltrúi Þjóðveldis, að það sé algerlega óskiljanlegt að borgarstjórnin skuli hafa samþykkt að setja fjármuni í að kanna flugvöll á Glyvursnesi. Það að borgarstjórinn hafi í viðtali við íslenskan fjölmiðil blandað NATO í málið geri það bæði hlægilegt og sorglegt, en Þjóðveldi er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi. Samskipti við NATO séu utanríkis- og varnarmál og ekki eitt af verkefnum sveitarfélaga. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Borgarstjórinn Heðin Mortensen segir að ef bíða ætti eftir því að Landsstjórn Færeyja gerði eitthvað í málinu yrði það löng bið. „Landsstjórnin getur ekki skipt sér af því hvað við gerum innan okkar lögsagnarumdæmis,” segir borgarstjórinn og kveðst ekki skilja í því að það hafi verið blásið upp að hann hafi nefnt NATO í viðtali við íslenskan fjölmiðil. Hér má sjá viðtalið umdeilda: Færeyjar Fréttir af flugi Samgöngur NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Tilgangurinn er sagður að skapa betri grundvöll fyrir frekari undirbúning, þar með talið skipulags- og fjárhagslega. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir borgarráð til pólitískrar stefnumörkunar. Í fréttamiðlinum Sósíalurin í gær kom fram að tillaga borgarstjórans Heðins Mortensen hafi verið samþykkt með níu atkvæðum fulltrúa Javnaðarflokksins, Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Framsóknar. Fjórir fulltrúar Þjóðveldis hafi greitt atkvæði á móti. Svona gæti upplýst flugbraut á Glyvursnesi litið út með byggðina í Þórshöfn í baksýn.Tórshavnar kommuna Heðin Mortensen tilkynnti í marsmánuði að hann hygðist setja flugvöll á Glyvursnesi aftur á dagskrá eftir að upplýst var um takmarkanir sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga. Flugbrautin þar, 1.800 metra löng, er of stutt til að Boeing 757-þota félagsins geti hafið sig til flugs fullhlaðin í langflug. Flugvélin neyðist af þeim sökum til að millilenda í Keflavík til eldsneytistöku í flugi með lax til New York. Heðin Mortensen hvatti svo til þess í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að rætt yrði við Atlantshafsbandalagið, NATO, um gerð flugvallarins. Þau ummæli komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, brugðust hart við og sögðu þessa hugmynd ekki koma til greina. Þeir settu jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Í viðtali við Dimmalætting segir Annika Olsen, borgarfulltrúi Þjóðveldis, að það sé algerlega óskiljanlegt að borgarstjórnin skuli hafa samþykkt að setja fjármuni í að kanna flugvöll á Glyvursnesi. Það að borgarstjórinn hafi í viðtali við íslenskan fjölmiðil blandað NATO í málið geri það bæði hlægilegt og sorglegt, en Þjóðveldi er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi. Samskipti við NATO séu utanríkis- og varnarmál og ekki eitt af verkefnum sveitarfélaga. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Borgarstjórinn Heðin Mortensen segir að ef bíða ætti eftir því að Landsstjórn Færeyja gerði eitthvað í málinu yrði það löng bið. „Landsstjórnin getur ekki skipt sér af því hvað við gerum innan okkar lögsagnarumdæmis,” segir borgarstjórinn og kveðst ekki skilja í því að það hafi verið blásið upp að hann hafi nefnt NATO í viðtali við íslenskan fjölmiðil. Hér má sjá viðtalið umdeilda:
Færeyjar Fréttir af flugi Samgöngur NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48