Þetta staðfestir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Hverfisgötu, í samtali við Vísi. Átökin áttu sér stað rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Unnar tekur fram að um líkamsárás sé að ræða þar sem tveir ráðast á einn en ekki slagsmál þeirra á milli.
„Það eru slagsmál þarna þar sem tveir ráðast að einum og enda á því að einn gerandinn bítur í annað eyra þolandans. Hann bítur talsvert stóran bita úr eyranu. Þeir virðist hafa verið að ráðast á hinn með höggum og spörkum sem endar með því að þetta gerist,“ segir hann.
Hann tekur fram að þolandinn sé ekki alvarlega særður fyrir utan á eyra en bætir við að hann sé marinn og aumur. Málið er nú til rannsóknar.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.