Lakers staðfesta ráðningu JJ Redick Siggeir Ævarsson skrifar 24. júní 2024 20:31 LeBron James og JJ Redick eru góðir félagar en þeir eru saman með hlaðvarpið Mind the Game Pod. Nú verða þeir samstarfsmenn hjá Lakers einnig Vísir/Getty Los Angeles Lakers hafa nú formlega staðfest verst geymda leyndarmál NBA deildarinnar: JJ Redick verður næsti aðalþjálfari liðsins. Bandarískir fjölmiðlamenn með innherjasambönd í NBA höfðu þegar greint frá að Redick væri að gera fjögurra ára samning við Lakers en liðið tilkynnti formlega um ráðninguna á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. OFFICIAL: JJ Redick, Head Coach, Los Angeles Lakers. pic.twitter.com/uDKV6sJIct— Los Angeles Lakers (@Lakers) June 24, 2024 Ráðning Redick hefur vakið nokkra athygli enda hefur hann enga reynslu af þjálfun í NBA og raunar mjög litla reynslu af þjálfun heilt yfir, eins og gárungar á Twitter hafa bent á. Redick er ekki beinlínis hokinn af reynsluSkjáskot Twitter Redick er þó alls ekki fyrsti NBA leikmaðurinn sem færir sig beint í stöðu aðalþjálfara án reynslu af þjálfun. Má þar nefna leikmenn eins og Steve Nash, Jason Kidd og Larry Bird, en Kidd fór alla leið í úrslit í vor með Dallas Mavericks. Redick, sem fagnar 40 ára afmæli sínu í dag, kom inn í deildina 2006 en hann lagði skóna á hilluna árið 2021. Hann hefur unnið sem sérfræðingur hjá ESPN undanfarið fyrir utan auðvitað að vera hlaðvarpsfélagi LeBrons James. Sjálfur er hann fullkomlega meðvitaður um reynsluleysi sitt og grínaðist með það á blaðafundinni áðan. “I have never coached in the NBA before… I don't know if you guys have heard that.”JJ has jokes in his debut as Lakers’ HC 😂 pic.twitter.com/9BU4A6gvp8— Bleacher Report (@BleacherReport) June 24, 2024 Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlamenn með innherjasambönd í NBA höfðu þegar greint frá að Redick væri að gera fjögurra ára samning við Lakers en liðið tilkynnti formlega um ráðninguna á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. OFFICIAL: JJ Redick, Head Coach, Los Angeles Lakers. pic.twitter.com/uDKV6sJIct— Los Angeles Lakers (@Lakers) June 24, 2024 Ráðning Redick hefur vakið nokkra athygli enda hefur hann enga reynslu af þjálfun í NBA og raunar mjög litla reynslu af þjálfun heilt yfir, eins og gárungar á Twitter hafa bent á. Redick er ekki beinlínis hokinn af reynsluSkjáskot Twitter Redick er þó alls ekki fyrsti NBA leikmaðurinn sem færir sig beint í stöðu aðalþjálfara án reynslu af þjálfun. Má þar nefna leikmenn eins og Steve Nash, Jason Kidd og Larry Bird, en Kidd fór alla leið í úrslit í vor með Dallas Mavericks. Redick, sem fagnar 40 ára afmæli sínu í dag, kom inn í deildina 2006 en hann lagði skóna á hilluna árið 2021. Hann hefur unnið sem sérfræðingur hjá ESPN undanfarið fyrir utan auðvitað að vera hlaðvarpsfélagi LeBrons James. Sjálfur er hann fullkomlega meðvitaður um reynsluleysi sitt og grínaðist með það á blaðafundinni áðan. “I have never coached in the NBA before… I don't know if you guys have heard that.”JJ has jokes in his debut as Lakers’ HC 😂 pic.twitter.com/9BU4A6gvp8— Bleacher Report (@BleacherReport) June 24, 2024
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira