Fölsk vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður? Erna Guðmundsdóttir skrifar 27. júní 2024 15:00 Hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi, var starfsmanni sem hafði nýlega sagt frá því að hann ætti von á barni, sagt upp störfum. Um er að ræða verðandi föður og á fundinum þar sem honum var afhent uppsagnarbréfið sagði hann að þetta gæti ekki verið lögleg uppsögn þar sem hann væri verndaður skv. fæðingarorlofslögum. Svar fyrirtækisins var að þessi vernd gildi einungis fyrir konur. Túlkun á vernd fyrir karl samkvæmt fæðingorlofslögunum er sú að vernd fyrir verðandi föður gildi einungis þegar hann hafi tilkynnt formlega, með skriflegum hætti um hvernig hann ætli að haga töku fæðingarorlofs. Samkvæmt þessari túlkun þá er vernd verðandi föður engin fyrr en hann er búinn að tilkynna með formlega, skriflegum hætti um töku fæðingarorlofs. Vinnuveitanda virðist því vera í lófa lagið að segja verðandi föður upp strax og hann hefur sagt þær gleðifréttir á vinnustaðnum að hann eigi von á barni. Í mörgum tilvikum segja verðandi foreldrar frá því að þeir eigi von á barni eftir tólftu viku. Á þeim tímapunkti eru foreldrarnir oft ekki búnir að taka ákvörðun um hvernig þau ætla að haga töku fæðingarorlofs. Ef túlkun umrædds ferðaþjónustufyrirtækis er rétt þá hefur vinnuveitandi mjög rúman tíma til að segja verðandi föður upp störfum en frá því að verðandi faðir tilkynnir yfirmanni sínum og samstarfsfólki í gleði sinni að hann eigi von á barni og þar til hann afhendir formlega, skriflega tilkynningu um tilhögun fæðingarorlofs geta liðið nokkrar vikur og skapast því stór gluggi fyrir vinnuveitanda að segja verðandi föður upp án nokkurra eftirmála. Fyrirtæki virðast því hafa frítt spil til að segja verðandi föður upp sé þessi túlkun rétt. Hver er vernd verðanda feðra þegar um slík fyrirtæki er að ræða ? og spyr ég er um að ræða falska vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður? Höfundur er lögmaður og eigandi Magistra ehf. lögfræðiþjónusta og ráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi, var starfsmanni sem hafði nýlega sagt frá því að hann ætti von á barni, sagt upp störfum. Um er að ræða verðandi föður og á fundinum þar sem honum var afhent uppsagnarbréfið sagði hann að þetta gæti ekki verið lögleg uppsögn þar sem hann væri verndaður skv. fæðingarorlofslögum. Svar fyrirtækisins var að þessi vernd gildi einungis fyrir konur. Túlkun á vernd fyrir karl samkvæmt fæðingorlofslögunum er sú að vernd fyrir verðandi föður gildi einungis þegar hann hafi tilkynnt formlega, með skriflegum hætti um hvernig hann ætli að haga töku fæðingarorlofs. Samkvæmt þessari túlkun þá er vernd verðandi föður engin fyrr en hann er búinn að tilkynna með formlega, skriflegum hætti um töku fæðingarorlofs. Vinnuveitanda virðist því vera í lófa lagið að segja verðandi föður upp strax og hann hefur sagt þær gleðifréttir á vinnustaðnum að hann eigi von á barni. Í mörgum tilvikum segja verðandi foreldrar frá því að þeir eigi von á barni eftir tólftu viku. Á þeim tímapunkti eru foreldrarnir oft ekki búnir að taka ákvörðun um hvernig þau ætla að haga töku fæðingarorlofs. Ef túlkun umrædds ferðaþjónustufyrirtækis er rétt þá hefur vinnuveitandi mjög rúman tíma til að segja verðandi föður upp störfum en frá því að verðandi faðir tilkynnir yfirmanni sínum og samstarfsfólki í gleði sinni að hann eigi von á barni og þar til hann afhendir formlega, skriflega tilkynningu um tilhögun fæðingarorlofs geta liðið nokkrar vikur og skapast því stór gluggi fyrir vinnuveitanda að segja verðandi föður upp án nokkurra eftirmála. Fyrirtæki virðast því hafa frítt spil til að segja verðandi föður upp sé þessi túlkun rétt. Hver er vernd verðanda feðra þegar um slík fyrirtæki er að ræða ? og spyr ég er um að ræða falska vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður? Höfundur er lögmaður og eigandi Magistra ehf. lögfræðiþjónusta og ráðgjöf.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun