Ómögulegt að vita hvað leynist í „brúnku-nefspreyjum“ sem seld eru á samfélagsmiðlum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. júní 2024 21:03 Fullyrt er í auglýsingunni að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í 7-10 daga til að verða „sjúklega brún/n.“ Besti árangurinn fáist með því að fara samhliða í ljósabekk. Instagram Alvarlegum aukaverkunum hefur verið lýst í kjölfar notkunar á svokölluðum brúnku-nefspreyjum sem fullyrt er í auglýsingum að auki og viðhaldi sólbrúnku. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir skýrt í lögum að auglýsingar megi ekki vera villandi gagnvart neytendum. Sólbrúnka hefur löngum þótt eftirsóknarvert útlit, þrátt fyrir að síðustu ár hafi nokkuð dregið úr sólbrúnkuæðinu, ekki síst vegna aukins fjölda húðkrabbameinstilfella og tengsla þeirra við sólböð og ljósabekki. Síðustu misseri hafa þó borist fréttir af því að ungmenni hér á landi séu á ný að sækja í auknum mæli í ljósabekki og hafa húðlæknar lýst yfir áhyggjum. Á samfélagsmiðlum hafa að undanförnu sprottið upp auglýsingar um ósamþykkt brúnkuaukandi efni. Má þar helst nefna brúnku-nefsprey sem fullyrt er að sé það notað samhliða sólböðum eða ljósabekkjanotkun verði sólbrúnkan dýpri og endist lengur. Spreyin eru seld hér á landi og í auglýsingu á Instagram er því lýst að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í viku til tíu daga til að verða „sjúklega brúnn,“ eins og það er orðað. Fullyrt er í auglýsingum að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í 7-10 daga til að verða „sjúklega brún/n.“ Besti árangurinn fáist með því að fara samhliða í ljósabekk.Instagram Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifaði grein á dögunum þar sem hún útskýrir að rík ástæða væri fyrir því að þessi svokölluðu „barbí-brúnkulyf“ eins og hún kallar þau, fáist ekki á hinum almenna markaði. Þar sem eftirlitið sé ekkert væri ómögulegt að vita hvað leynist í þeim. Virka efnið í brúnkuspreyinu heitir Melanotan II, en lítið er vitað um áhrif efnisins í lengri tíma. Aukaverkanir geta meðal annars verið ógleði, uppköst, sýkingar og langvarandi sársaukafull standpína hjá körlum. Lára segir lífshættulegum einkennum einnig hafa verið lýst, svo sem brjóstverk, andnauð og krömpum. Neytendastofa hyggst taka málið til skoðunar Neytendastofa hefur eftirlit með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur stofnunarinnar, segir að málið verði tekið til skoðunar. Hún geti ekki tjáð sig efnislega einstök dæmi fyrr en það hefur verið gert. „En það á svosem við um auglýsingar á samfélagsmiðlum og hvar sem þær birtast, að þær mega ekki vera villandi gagnvart neytendum. Fyrirtæki þurfa að geta sannað það sem fram kemur.“ Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur Neytendastofu.Vísir/Stefán Neytendastofa hafi ýmis úrræði ef fyrirtæki eða einstaklingar gerist sekir um brot á neytendalögum. „Það hefur til dæmis verið gert í tilfellum þar sem einhverjar vörur sem ekki eru lyf, en fullyrt var að hefðu einhverja virkni sem væri sambærileg lyfjum, þá hefur stofnunin hiklaust beitt sektum.“ Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Heilsa Tengdar fréttir Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19. janúar 2024 15:19 Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. 12. september 2023 12:14 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Sólbrúnka hefur löngum þótt eftirsóknarvert útlit, þrátt fyrir að síðustu ár hafi nokkuð dregið úr sólbrúnkuæðinu, ekki síst vegna aukins fjölda húðkrabbameinstilfella og tengsla þeirra við sólböð og ljósabekki. Síðustu misseri hafa þó borist fréttir af því að ungmenni hér á landi séu á ný að sækja í auknum mæli í ljósabekki og hafa húðlæknar lýst yfir áhyggjum. Á samfélagsmiðlum hafa að undanförnu sprottið upp auglýsingar um ósamþykkt brúnkuaukandi efni. Má þar helst nefna brúnku-nefsprey sem fullyrt er að sé það notað samhliða sólböðum eða ljósabekkjanotkun verði sólbrúnkan dýpri og endist lengur. Spreyin eru seld hér á landi og í auglýsingu á Instagram er því lýst að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í viku til tíu daga til að verða „sjúklega brúnn,“ eins og það er orðað. Fullyrt er í auglýsingum að aðeins þurfi að nota spreyið einu sinni á dag í 7-10 daga til að verða „sjúklega brún/n.“ Besti árangurinn fáist með því að fara samhliða í ljósabekk.Instagram Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifaði grein á dögunum þar sem hún útskýrir að rík ástæða væri fyrir því að þessi svokölluðu „barbí-brúnkulyf“ eins og hún kallar þau, fáist ekki á hinum almenna markaði. Þar sem eftirlitið sé ekkert væri ómögulegt að vita hvað leynist í þeim. Virka efnið í brúnkuspreyinu heitir Melanotan II, en lítið er vitað um áhrif efnisins í lengri tíma. Aukaverkanir geta meðal annars verið ógleði, uppköst, sýkingar og langvarandi sársaukafull standpína hjá körlum. Lára segir lífshættulegum einkennum einnig hafa verið lýst, svo sem brjóstverk, andnauð og krömpum. Neytendastofa hyggst taka málið til skoðunar Neytendastofa hefur eftirlit með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur stofnunarinnar, segir að málið verði tekið til skoðunar. Hún geti ekki tjáð sig efnislega einstök dæmi fyrr en það hefur verið gert. „En það á svosem við um auglýsingar á samfélagsmiðlum og hvar sem þær birtast, að þær mega ekki vera villandi gagnvart neytendum. Fyrirtæki þurfa að geta sannað það sem fram kemur.“ Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur Neytendastofu.Vísir/Stefán Neytendastofa hafi ýmis úrræði ef fyrirtæki eða einstaklingar gerist sekir um brot á neytendalögum. „Það hefur til dæmis verið gert í tilfellum þar sem einhverjar vörur sem ekki eru lyf, en fullyrt var að hefðu einhverja virkni sem væri sambærileg lyfjum, þá hefur stofnunin hiklaust beitt sektum.“
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Heilsa Tengdar fréttir Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19. janúar 2024 15:19 Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54 Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. 12. september 2023 12:14 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. 19. janúar 2024 15:19
Fá sekt vegna fullyrðinga um CBD-olíuna Sprota Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum. 8. september 2023 10:54
Enn sektar Neytendastofa vegna fullyrðinga um CBD-olíu Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Adotta CBD Reykjavík ehf. um 100 þúsund króna vegna brota í tengslum við fullyrðingar félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. 12. september 2023 12:14