Hæstiréttur segir Trump njóta friðhelgi að hluta Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 15:43 Sonia Sotomayor dómari sagði forsetann vera orðinn konung og yfir lög hafinn í minnihlutaálitinu. AP/Dave Sanders Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. Málið varðar friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020. Málinu var vísað aftur til neðra dómstigs. Dómararnir skiptust sex gegn þremur. John Roberts dómsforseti las upp meirihlutaákvörðunina þar sem segir að forseti njóti friðhelgi í málum sem lúta stjórnarskrárvörðu valdi hans. CNN greinir frá. Sonia Sotomayor, dómari hæstaréttar, kaus gegn meirihlutaákvörðuninni og kom óánægju sinni skýrt á framfæri í minnihlutaálitinu. „Sama hvernig [forsetinn] beitir sínu embættisvaldi verður hann friðhelgur, samkvæmt málflutningi meirihlutans. Ef hann skipar sérsveit sjóhersins að taka stjórnmálaandstæðing af lífi, nýtur hann friðhelgi. Skipuleggur valdarán með hernum til að halda í völd sín, nýtur hann friðhelgi. Þiggur mútur í skiptum fyrir náðun, nýtur hann friðhelgi,“ skrifar Sotomayor. „Því ef hann vissi að hann gæti einn daginn þurft að mæta afleiðingum þess að brjóta lögin, þá væri hann kannski ekki jafndjarfur og óttalaus og við viljum að hann sé. Þau eru skilaboð meirihlutans í dag,“ skrifar hún. Hún segir gagnkvæmt samband forseta og þjóðar rofið og það óafturkræft. Forsetinn sé orðinn konungur sem er yfir lög hafinn. „Jafnvel þó að þessi martraðarútspil verði aldrei að raunveruleika, og ég vona að svo verði aldrei, er skaðinn skeður. Sambands forsetans og þess fólks sem hann þjónar hefur breyst á óafturkræfan hátt. Í öllum embættisstörfum er forsetinn nú konungur og yfir lög hafinn,“ skrifar Sotomayor. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Málinu var vísað aftur til neðra dómstigs. Dómararnir skiptust sex gegn þremur. John Roberts dómsforseti las upp meirihlutaákvörðunina þar sem segir að forseti njóti friðhelgi í málum sem lúta stjórnarskrárvörðu valdi hans. CNN greinir frá. Sonia Sotomayor, dómari hæstaréttar, kaus gegn meirihlutaákvörðuninni og kom óánægju sinni skýrt á framfæri í minnihlutaálitinu. „Sama hvernig [forsetinn] beitir sínu embættisvaldi verður hann friðhelgur, samkvæmt málflutningi meirihlutans. Ef hann skipar sérsveit sjóhersins að taka stjórnmálaandstæðing af lífi, nýtur hann friðhelgi. Skipuleggur valdarán með hernum til að halda í völd sín, nýtur hann friðhelgi. Þiggur mútur í skiptum fyrir náðun, nýtur hann friðhelgi,“ skrifar Sotomayor. „Því ef hann vissi að hann gæti einn daginn þurft að mæta afleiðingum þess að brjóta lögin, þá væri hann kannski ekki jafndjarfur og óttalaus og við viljum að hann sé. Þau eru skilaboð meirihlutans í dag,“ skrifar hún. Hún segir gagnkvæmt samband forseta og þjóðar rofið og það óafturkræft. Forsetinn sé orðinn konungur sem er yfir lög hafinn. „Jafnvel þó að þessi martraðarútspil verði aldrei að raunveruleika, og ég vona að svo verði aldrei, er skaðinn skeður. Sambands forsetans og þess fólks sem hann þjónar hefur breyst á óafturkræfan hátt. Í öllum embættisstörfum er forsetinn nú konungur og yfir lög hafinn,“ skrifar Sotomayor.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira