Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 12:33 Haraldur Benediktsson bæjarstjóri segir gjaldþrot Skagans 3X mikið áfall fyrir bæinn. Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. Hann segir það liðna tíð að bæjaryfirvöld séu hreyfiafl í að endurreisa gjaldþrota fyrirtæki en að bærinn muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að styðja við iðnað á Skaganum. „Við erum að ganga í gegnum mikla erfiðleika núna en ég vona að það verði hægt með einhverjum hætti að endurreisa fyrirtækin. Ég held að það skipti máli ekki bara fyrir Akranes fyrir íslenskan sjávarútveg að varðveita þessa þekkingu og þetta hugvit,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann það þó málalyktir ekki hafa komið sér á óvart. Stríð í Úkraínu hafi haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins sem átti í umfangsmiklum viðskiptum í Rússlandi. Þá hafi faraldur kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn og raskað aðfangakeðjuna. „Síðan hafa fyrirtæki haldið að sér höndum sem hafa verið að kaupa þessar vörur og þjónustu af þessum framleiðslugeira. Við vitum að félagið átti góða möguleika á að selja stór verkefni en kaupendur hafa haldið að sér höndum vegna óvissu á heimsmarkaði,“ segir Haraldur. „Við eigum þetta fólk og það er fyrst og fremst í þessu fólki sem býr á Akranesi og hefur þessa þekkingu sem verðmætin liggja. Það hljóta einhverjir að sjá tækifæri í að fjárfesta í því. Við sem bæjaryfirvöld munum gera hvað sem er til þess að skapa heppilega ramma um það, með hvaða tækjum sem við höfum yfir að ráða til þeirra hluta,“ segir hann. Akranes Sjávarútvegur Tækni Stéttarfélög Vinnumarkaður Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Hann segir það liðna tíð að bæjaryfirvöld séu hreyfiafl í að endurreisa gjaldþrota fyrirtæki en að bærinn muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að styðja við iðnað á Skaganum. „Við erum að ganga í gegnum mikla erfiðleika núna en ég vona að það verði hægt með einhverjum hætti að endurreisa fyrirtækin. Ég held að það skipti máli ekki bara fyrir Akranes fyrir íslenskan sjávarútveg að varðveita þessa þekkingu og þetta hugvit,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann það þó málalyktir ekki hafa komið sér á óvart. Stríð í Úkraínu hafi haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins sem átti í umfangsmiklum viðskiptum í Rússlandi. Þá hafi faraldur kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn og raskað aðfangakeðjuna. „Síðan hafa fyrirtæki haldið að sér höndum sem hafa verið að kaupa þessar vörur og þjónustu af þessum framleiðslugeira. Við vitum að félagið átti góða möguleika á að selja stór verkefni en kaupendur hafa haldið að sér höndum vegna óvissu á heimsmarkaði,“ segir Haraldur. „Við eigum þetta fólk og það er fyrst og fremst í þessu fólki sem býr á Akranesi og hefur þessa þekkingu sem verðmætin liggja. Það hljóta einhverjir að sjá tækifæri í að fjárfesta í því. Við sem bæjaryfirvöld munum gera hvað sem er til þess að skapa heppilega ramma um það, með hvaða tækjum sem við höfum yfir að ráða til þeirra hluta,“ segir hann.
Akranes Sjávarútvegur Tækni Stéttarfélög Vinnumarkaður Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira