„Fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júlí 2024 08:02 Viktor Gísli stefnir alla leið í handboltanum og ætlar sér að spila til úrslita um Meistaradeildartitilinn, einn daginn. vísir/bjarni Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta leikur með pólsku meisturunum á næsta tímabili. Hann segist hafa viljað komast aftur í umhverfi þar sem unnið er með markmannsþjálfara alla daga. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir franska liðsins Nantes og ganga til liðs við pólsku meistaranna í Wisla Plock. Viktor var samningsbundinn Nantes til ársins 2025 en hefur nú fengið sig lausan. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Mér fannst vera betri tækifæri þarna. Það er markmannsþjálfari þarna sem ég get unnið með á hverjum degi meðan það var ekki í Nantes. Þetta er síðan hörkulið með bjartar vonir og þeir ætla að byggja upp stórlið,“ segir Viktor Gísli í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að vera án markmannsþjálfara. „Ég hef verið með markmannsþjálfara síðan ég byrjaði. Pabbi var að þjálfa mig frá því að ég byrjaði í handbolta og lét hann mig gera aukaæfingar. Síðan þá hef ég alltaf verið með einhvern til að tala við og skiptast á hugmyndum. Þetta voru fyrstu tvö árin mín þar sem ég var ekki með það á hverjum degi. Mér fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum.“ Markvörðurinn mun leika með pólska liðinu á næsta tímabili en Wisla Plock varð meistari í vor í fyrsta sinn síðan árið 2011 en Kielce hafði tekið titilinn 12 tímabil í röð. Hann gerir eins árs samning við félagið en Viktor hefur verið orðaður við stærstu klúbba Evrópu, eins og til að mynda við Barcelona. „Ég ákvað að byrja bara á einu ári. Síðan sé ég til eftir tímabilið og ákveð þá næstu skref. Ég vildi ekki binda mig of lengi við eitt félag.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Pólski handboltinn Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir franska liðsins Nantes og ganga til liðs við pólsku meistaranna í Wisla Plock. Viktor var samningsbundinn Nantes til ársins 2025 en hefur nú fengið sig lausan. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Mér fannst vera betri tækifæri þarna. Það er markmannsþjálfari þarna sem ég get unnið með á hverjum degi meðan það var ekki í Nantes. Þetta er síðan hörkulið með bjartar vonir og þeir ætla að byggja upp stórlið,“ segir Viktor Gísli í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að vera án markmannsþjálfara. „Ég hef verið með markmannsþjálfara síðan ég byrjaði. Pabbi var að þjálfa mig frá því að ég byrjaði í handbolta og lét hann mig gera aukaæfingar. Síðan þá hef ég alltaf verið með einhvern til að tala við og skiptast á hugmyndum. Þetta voru fyrstu tvö árin mín þar sem ég var ekki með það á hverjum degi. Mér fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum.“ Markvörðurinn mun leika með pólska liðinu á næsta tímabili en Wisla Plock varð meistari í vor í fyrsta sinn síðan árið 2011 en Kielce hafði tekið titilinn 12 tímabil í röð. Hann gerir eins árs samning við félagið en Viktor hefur verið orðaður við stærstu klúbba Evrópu, eins og til að mynda við Barcelona. „Ég ákvað að byrja bara á einu ári. Síðan sé ég til eftir tímabilið og ákveð þá næstu skref. Ég vildi ekki binda mig of lengi við eitt félag.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Pólski handboltinn Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“