Kirkjan skaðabótaskyld gagnvart Kristni Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 17:25 Kristinn Jens Sigþórsson var prestur í Saurbæjarprestkalli Þjóðkirkjan er skaðabótaskyld gagnvart Kristni Jens Sigurþórssyni, fyrrverandi presti í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, en prestakallið var lagt niður árið 2019. Í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkrikjan að það boð hefði fallið niður. Því tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem féllst á það. Kristinn hafði gengt embættinu frá árinu 1996. Hluti af starfskjörum hans var að vera ábúandi og umráðamaður jarðarinnar Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en þar var heimili Kristins og fjölskyldu hans. Mygla og sveppamyndun Miklar skemmdir urðu á prestsbústaðnum árin 2013 og 2014 þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árið 2016 vildi Kristinn að gerðar yrðu nýjar mælingar á ástandi bústaðarins, en þá voru merki um versnandi heilsufar heimilisfólksins sem gæti bent til þess að ástand hússins væri heilsuspillandi. Tvær verkfræðistofur voru fengnar til að meta ástandið. Niðurstöður þeirra voru ólíkar. Mælingar annarrar stofunnar gáfu til kynna að mun meiri raka og myglu en niðurstöður hinnar stofunnar. Í kjölfarið var Kristni og fjölskyldu hans útvegað húsnæði á Akranesi, en þangað fluttu þau þegar viðgerðir á Prestsbústaðnum hófust í janúar 2018. Síðan voru frekari framkvæmdir lagðar til, en deilt var um hvort breytingarnar sem búið var að gera væru fullnægjandi. Boðið embætti en síðan neitað um það Árið 2019 var prestakallið lagt niður. Héraðsdómur féllst á það að sú ákvörðun hafi verið tekin án þess að það hafi verið kannað til hlítar hvaða kostnaður hefði fylgt frekari framkvæmdum. Hins vegar segir dómurinn ljóst að sama hverjar þær framkvæmdir hefðu orðið hefðu þær verið kostnaðarsamar. Dómurinn féllst á að ákvörðun Þjóðkirkjunnar um að leggja prestkallið niður stæði óhögguð. Líkt og áður segir var Kristni boðið annað embætti sem hann þáði nokkru síðar. Þjóðkirkjan vildi meina að þegar hann samþykkti það hafi langt verið um liðið frá því að honum var boðið embættið, og því hafi hún mátt hafna honum um það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðkirkjan hafi ekki gætt meðalhófs við ákvarðanatökuna. Því viðurkenndi dómurinn skaðabótaksyldu kirkjunnar gagnvart Kristni. Dómsmál Hvalfjarðarsveit Þjóðkirkjan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Því tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem féllst á það. Kristinn hafði gengt embættinu frá árinu 1996. Hluti af starfskjörum hans var að vera ábúandi og umráðamaður jarðarinnar Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en þar var heimili Kristins og fjölskyldu hans. Mygla og sveppamyndun Miklar skemmdir urðu á prestsbústaðnum árin 2013 og 2014 þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árið 2016 vildi Kristinn að gerðar yrðu nýjar mælingar á ástandi bústaðarins, en þá voru merki um versnandi heilsufar heimilisfólksins sem gæti bent til þess að ástand hússins væri heilsuspillandi. Tvær verkfræðistofur voru fengnar til að meta ástandið. Niðurstöður þeirra voru ólíkar. Mælingar annarrar stofunnar gáfu til kynna að mun meiri raka og myglu en niðurstöður hinnar stofunnar. Í kjölfarið var Kristni og fjölskyldu hans útvegað húsnæði á Akranesi, en þangað fluttu þau þegar viðgerðir á Prestsbústaðnum hófust í janúar 2018. Síðan voru frekari framkvæmdir lagðar til, en deilt var um hvort breytingarnar sem búið var að gera væru fullnægjandi. Boðið embætti en síðan neitað um það Árið 2019 var prestakallið lagt niður. Héraðsdómur féllst á það að sú ákvörðun hafi verið tekin án þess að það hafi verið kannað til hlítar hvaða kostnaður hefði fylgt frekari framkvæmdum. Hins vegar segir dómurinn ljóst að sama hverjar þær framkvæmdir hefðu orðið hefðu þær verið kostnaðarsamar. Dómurinn féllst á að ákvörðun Þjóðkirkjunnar um að leggja prestkallið niður stæði óhögguð. Líkt og áður segir var Kristni boðið annað embætti sem hann þáði nokkru síðar. Þjóðkirkjan vildi meina að þegar hann samþykkti það hafi langt verið um liðið frá því að honum var boðið embættið, og því hafi hún mátt hafna honum um það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðkirkjan hafi ekki gætt meðalhófs við ákvarðanatökuna. Því viðurkenndi dómurinn skaðabótaksyldu kirkjunnar gagnvart Kristni.
Dómsmál Hvalfjarðarsveit Þjóðkirkjan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira