Vaknaði með tíu ósvöruð símtöl og frétti svo af uppsögninni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júlí 2024 19:16 Patrekur Orri Unnarsson, stálsmiður og trúbador. Vísir/Ívar Fannar Næstum hundrað og þrjátíu manns misstu vinnuna hjá fyrirtækinu Skaganum 3x, sem óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag. Uppsagnirnar eru áfall fyrir Akranesbæ segir bæjarstjórinn en starfsmaður segir fréttirnar hafa komið flatt upp á sig þegar hann vaknaði í morgun. „Þetta er áfall fyrir okkur að missa svona stóran vinnustað úr rekstri. Vinnustað sem að veitir um 130 manns atvinnu. 130 heimilum,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness. Hann segir gjaldþrot 3X vera að miklu leyti vegna utanaðkomandi ástæðna og nefnir í því samhengi heimsfaraldur Covid-19 og innrásina í Úkraínu. Hann bætir við að mikilvægt sé að stjórnvöld geri meira fyrir bæjarfélagið og nefnir í því samhengi hvalveiðar og orkumál. „Okkur finnst stundum ekki vera alveg hlustað á hagsmuni þessa byggðarlags að við þurfum líka sterka umgjörð til þess að atvinnulífið okkar blómstri,“ segir Haraldur. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraness.Vísir/Ívar Fannar Hundrað tuttugu og fjórir misstu vinnuna í dag, þar af eru um hundrað búsettir á Akranesi. Þar á meðal er Patrekur Orri Unnarson, stálsmiður sem hefur starfað fyrir fyrirtækið með hléum frá 2018. „Ég var í fríi í dag þannig ég vaknaði bara í hádeginu, tíu missed calls og þá bara frétti ég það að ég væri búinn að missa vinnuna,“ segir Patrekur Orri. Fram undan sé stutt sumarfrí en að því loknu muni hann hefja leit að nýju starfi. „Við erum búnir að sjá fréttir síðustu daga þannig að það kom ekki þannig á óvart. Það er búið að tala mikið um þetta en þetta kom kannski flatt upp á mann í morgun,“ segir Patrekur Orri. 3X er ekki eina fyrirtækið á Akranesi sem hefur lent í erfiðleikum undanfarið en á dögunum var öllum starfsmönnum Skútunnar sem N1 á og rekur sagt upp. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir afleidd störf sem þjónusta fyrirtæki sem fara í gjaldþrot einnig líða fyrir það og áhrifin því mjög víðtæk. Hann kallar eftir því að stjórnvöld og bæjaryfirvöld stígi inn í af krafti. „Að sjálfsögðu þurfa stjórnmálin að lúta að því að tryggja byggð í landinu. Ég hef átt samtöl bæði við forsætisráðherra og fjármálaráðherra dag þar sem ég hef lýst yfir verulegum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem við Skagamenn stöndum frammi fyrir og ekki aðeins því sem við lendum í núna en einnig því sem við erum búin að lenda í,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Ívar Fannar Akranes Stéttarfélög Tækni Vinnumarkaður Sjávarútvegur Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
„Þetta er áfall fyrir okkur að missa svona stóran vinnustað úr rekstri. Vinnustað sem að veitir um 130 manns atvinnu. 130 heimilum,“ segir Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness. Hann segir gjaldþrot 3X vera að miklu leyti vegna utanaðkomandi ástæðna og nefnir í því samhengi heimsfaraldur Covid-19 og innrásina í Úkraínu. Hann bætir við að mikilvægt sé að stjórnvöld geri meira fyrir bæjarfélagið og nefnir í því samhengi hvalveiðar og orkumál. „Okkur finnst stundum ekki vera alveg hlustað á hagsmuni þessa byggðarlags að við þurfum líka sterka umgjörð til þess að atvinnulífið okkar blómstri,“ segir Haraldur. Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraness.Vísir/Ívar Fannar Hundrað tuttugu og fjórir misstu vinnuna í dag, þar af eru um hundrað búsettir á Akranesi. Þar á meðal er Patrekur Orri Unnarson, stálsmiður sem hefur starfað fyrir fyrirtækið með hléum frá 2018. „Ég var í fríi í dag þannig ég vaknaði bara í hádeginu, tíu missed calls og þá bara frétti ég það að ég væri búinn að missa vinnuna,“ segir Patrekur Orri. Fram undan sé stutt sumarfrí en að því loknu muni hann hefja leit að nýju starfi. „Við erum búnir að sjá fréttir síðustu daga þannig að það kom ekki þannig á óvart. Það er búið að tala mikið um þetta en þetta kom kannski flatt upp á mann í morgun,“ segir Patrekur Orri. 3X er ekki eina fyrirtækið á Akranesi sem hefur lent í erfiðleikum undanfarið en á dögunum var öllum starfsmönnum Skútunnar sem N1 á og rekur sagt upp. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir afleidd störf sem þjónusta fyrirtæki sem fara í gjaldþrot einnig líða fyrir það og áhrifin því mjög víðtæk. Hann kallar eftir því að stjórnvöld og bæjaryfirvöld stígi inn í af krafti. „Að sjálfsögðu þurfa stjórnmálin að lúta að því að tryggja byggð í landinu. Ég hef átt samtöl bæði við forsætisráðherra og fjármálaráðherra dag þar sem ég hef lýst yfir verulegum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem við Skagamenn stöndum frammi fyrir og ekki aðeins því sem við lendum í núna en einnig því sem við erum búin að lenda í,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Ívar Fannar
Akranes Stéttarfélög Tækni Vinnumarkaður Sjávarútvegur Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira